Sóðaskapur á Ásvallagötu.

Á göngu minni eftir Ásvallagötunni áleiðis í hverfisbúðina Kjötborg verð ég var við síaukinn sóðaskap á götunni.
Til að mynda er kúkur búinn að vera fyrir framan einn kjallaraglugga í fleiri daga. Ég tók eftir því áðan að hann hefur látið á sjá, orðinn fölari og minni eftir rigninguna góðu. Það verður fróðlegt að fylgjast hvort hann endist haustrigningarnar.
Fyrir framan næsta kjallaraglugga eru nær óteljandi vindlingastubbar við opinn gluggann. Auðvitað er mikið þægilegra fyrir húsráðanda að fleygja sorpinu út um gluggann í stað þess að setja í sorpílát innan dyra og þurfa svo að arka alla leið út í tunnu einu sinni eða oftar í viku hverri.
Annars hafa vesturbæingar séð sóma sinn í að fleygja ekki rusli næst heimilum sínum eða það hélt ég að minnsta kosti.
Hreinni borg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Taktu endilega myndir af þessum kúkum í Vesturbænum. Við verðum að vekja athygli á þessum sóðaskap í borginni. Ég er með sérstaka syrpu um rusl í Reykjavík. 

Hér er mynd sem er tekin beint fyrir utan andyri á  verslunarmiðstöðinni í miðbæ Hafnarfjarðar. Hvað eru verslunareigendur eiginlega að hugsa? að bjóða viðskiptavinum upp á svona

009

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 30.8.2007 kl. 15:00

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Athuga það.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.8.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband