Trúnaðarmaður tjáir sig.

Mér hefur borist beiðni um að birta undir mínu nafni eftirfarandi innlegg mitt í umræður um trúnaðarmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hjá Strætó bs.
Mér finnst reyndar lítt við hæfi að vera að karpa á þessum vettvangi, en hér er að okkur vegið sem og á "alvaran.com" og því ber að svara.
Ég vel Mbl-bloggið vegna þess að hér sparar fólk frekar stóryrðin en á "alvaran.com".
Það er engu líkara en samstarfsmenn okkar telji sig geta atyrt okkur eins og "almenningseignina stjórnmálamenn".
Það er ákaflega misráðið af okkar samstarfsfólki að vera sífellt að agnúast út í okkur í ræðu og riti, því að allt of mikið af okkar orku fer í að verjast vígfimu fólki sem ætti frekar að verja kröftum sínum í að styðja okkur í starfi.
"Mér hefur sýnst á skrifum þínum og gj á alvaran.com, að þið vitið ansi lítið um hvað trúnaðarmenn fást við dags daglega.
Þið látið gamminn geysa, vaðið úr einu í annað og margt sem miður fer er skrifað á trúnaðarmenn. Einkum á þetta við um gj. Hann sakar trúnaðarmenn um að vera einungis að skara eld að eigin köku og þeir fái bestu vaktirnar o.s.frv.
Í raun er svona bull ekki svaravert. Það er ekki verið að hafa fyrir því að spyrja okkur trúnaðarmennina. Ekki ein spurning. Ég til að mynda hef ekki unnið yfirvinnu síðan ég tók þetta vanþakkláta starf að mér. Það þýðir að tekjuskerðing mín er 40-50 þúsund á mánuði. Margfaldið það með tólf og sjáið hvað þa kostar okkur að annast þessi störf árlega. Ég hef haft lægri laun undanfarna mánuði, en ég hafði á sama tíma fyrir ári, þrátt fyrir 20% launahækkun.
GJ hefur vegið mjög að æru okkar trúnaðarmanna með skrifum sínum og verður það honum ævarandi minnisvarði.
Fyrst ég er byrjaður að tjá mig um starfsmannamál Strætó bs. má ég til með að leiðrétta orð Ásgeirs Eiríkssonar sem hann viðhafði að mig minnir Í Moggaviðtali.
Þar sagði hann að allir tólf trúnaðarmenn (Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar) hefðu samþykkt nýjasta vaktakerfið. Þetta er ekki rétt.
Við vorum á þessum fundi sex trúnaðarmenn og sex varatrúnaðarmenn. Ég andmælti kerfinu og hvernig staðið var að framlagningu þess og beindi orðum mínum til Ásgeirs, en hann þurfti ekki að hafa fyrir því að svara mér því það gerðu þrír varatrúnaðarmenn, tvær konur og einn karl og sögðu mig rjúfa friðinn (og stæðu heilshugar MEÐ þessu nýjasta vaktakerfi Einars Kristjánssonar sem er það fjórða á einu ári!).

Ég er hræddur um BM og gj að þið þurfið að endurskoða afstöðu ykkar til trúnaðarmanna og reyna að treysta okkur í stað þess að reyna að vega okkur á torgum. Mig langar til að biðja ykkur að athuga það að 80-90% af trúnaðarmannsverkefnum okkar koma ekki fyrir ykkar sjónir og eru unnin í sjálfboðavinnu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lesendum til glöggvunar vil ég geta þess að "Galdrameistarinn" er Hrafnkell Daníelsson sem ég held að sé ritstjóri "alvaran.com".

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.8.2006 kl. 20:08

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lesendum til glöggvunar vil ég geta þess að "Galdrameistarinn" er Hrafnkell Daníelsson sem ég held að sé ritstjóri "alvaran.com".

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.8.2006 kl. 20:08

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lesendum til glöggvunar vil ég geta þess að "Galdrameistarinn" er Hrafnkell Daníelsson sem ég held að sé ritstjóri "alvaran.com".

Þar er háttvísi og kurteisi í hávegum höfð eins og sjá má við lestur vefjarins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.8.2006 kl. 20:09

4 identicon

Galdrameistarinn kýs að troða illsakir við fólk sem hann þekkir hvorki haus né sporð á.
Ég hef beðið hann að afskrá mig sem notanda "alvaran.com" en hann hefur ekki enn brugðist við bón minni.
Ef þið lesið umræðuna hjá honum um Strætó og trúnaðarmennina fáið þið að sjá hvaða nöfnum hann kallar okkur.
Þeir reisa sér minnisvarða þessir karlar.

Heimir L. Fjeldsted (IP-tala skráð) 28.8.2006 kl. 13:18

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Galdrameistarinn hefur ekki enn tekið ósk mína um afskráningu af alvörunni.com og bregst þar með skyldum sínum. Ég hef ekki áhuga á að tjá mig þar frekar.

Læt hann áfram um stóru orðin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2006 kl. 13:22

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vinsamlegast afskráið mig af þessum spjallvef.

Kann ekki við að vera nefndur ónöfnum á öðrum vefjum.

Fann ekki afskráningar möguleikana.

Heimir L. Fjeldsted. IP: 157.157.66.162 User: #USERID USERNAME

Ofangreinda beiðni sendi ég fyrir réttum sólarhring.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2006 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband