Kjötborg group hefur betur í verðsamkeppninni við Bónus.

Fulltrúi skyndiverðkönnunarsamanburðardeildar Kjötborg group Ásvallagötu var á ferð í Bónus Seltjarnarnesi í gær 26. júní 2007 og gerði verðsamanburð á tveimur vörutegundum að þessu sinni.

Annarsvegar var borið saman verð á algengri tegund sólkjarnabrauðs og reyndist Kjötborg group hafa betur í þeirri samkeppni með tveggja króna lægra verð á einingu.

Hinsvegar gekk skyndikönnunin út á að bera saman verð á afskornum blómvöndum og reyndist Kjötborg group enn vera lægri og núna munaði fimm krónum á vendinum.

Aðspurður sagði Gunnar Jónasson starfandi stjórnarformaður Kjötborg group að á matvælasviðinu væri létt verk og löðurmannlegt að halda í við Bónus, því eigendur bærust lítið á og þyrfti því ekki jafnháa álagningu og Bónus notar hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband