Framtíðarforingi í íslenskum stjórnmálum. Höfðar til kjósenda langt út fyrir raðir Framsóknar.

Björn Ingi er verðugur formaður borgarráðs. Ég hef fylgst með honum í borgarstjórn og hér á Mbl. blogginu og sé að þar fer víðsýnn og að ég held heiðarlegur maður.
Borgarfulltrúar sem kjörnir hafa verið af okkur að sjálfsögðu mega ekki gleyma því hverju þeir hétu okkur þegar þeir föluðust eftir atkvæði okkar.
Við kjósendur erum sem betur fer meðvituð um ýmis þau mál sem borgarfulltrúar glíma við í umboði okkar og þykir okkur mikils misskilnings gæta þegar þeir virða okkur og skoðanir okkar að vettugi.

Það hefur verið fróðlegt fyrir okkur skattgreiðendur að fylgjast með opinberri umræðu um málefni Strætós bs.

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi hefur upplýst opinberlega að rekstur tölvubúnaðar sem er í vögnunum og er til þess ætlaður að gefa skiptimiða og lesa af skólakortum sem senn heyra fortíðinni til kosti okkur skattgreiðendur yfir 100.000.000 - eitt hundrað milljónir króna á ári hverju. Eða laun svona 25 vagnstjóra með launatengdum gjöldum. Eða 274.000 krónur á dag allan ársins hring!

Skiptimiðarnir eru þó heldur síðri en þeir sem áður voru efnir út því þá er hægt að tímastilla og fara þar með eftir leiðbeiningum sem eru í leiðabók hvað varðar tímamörk til að skjótast á milli vagna.
Gunnari þykir að vonum mikið í lagt.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi er á öðru máli og upplýsir í nýlegri blogggrein að Gunnar fari með rangt mál eftir því sem Reynir Jónsson framkvæmdastjóri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu upplýsir hana um.
Sjá tilvitnun í grein Þorbjargar Helgu:
".....hefur Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó sagt að það sé rangt að innheimta gjalda sé svona dýr eins og bæjarstjóri Kópavogs vill meina".
Nú langar leikmann sem mig og útsvarsgreiðanda í Reykjavík að spyrja hvor hafi rétt fyrir sér. Þykist ég vita að hvorugur segi ósatt.

Annað sem ég hnaut um í greininni hjá borgarfulltrúanum er gagnrýni á fjármálastjórn Strætós þegar hún segir:
"Það hefur verið mikið rætt um ýmsa þætti varðandi Strætó undanfarið, leiðakerfið, fjármál og verkefni borgarstjórnarmeirihlutans frítt í Strætó fyrir nemendur.   Stjórn Strætó hefur unnið þétt saman að ýmsum mjög erfiðum verkefnum til að ná endum saman vegna vanáætlaðra fjárhagsáætlana og ýmissra umbótaverkefna.   Stjórnarmenn hafa náð vel saman og verið sammála í flestum málum".
Það eru einkum þau orð borgarfulltrúans: ".......vegna vanáætlaðra fjárhagsáætlana og ýmissra umbótaverkefna........", sem ég hnýt um.
Er hún að segja fjármálastjóra fyrirtækisins skyndilega orðinn vanhæfann um gerð fjárhagsáætlana, mann sem fékk topp einkunn fyrir fjárhagsáætlanir sínar í stjórnsýsluúttekt sem gerð var á síðasta ári?
Margar fleiri spurningar hafa vaknað upp á síðkastið um starfsemi fyrirtækisins okkar borgarbúa að 69 prósentum og tilgangslaust er að svara því til að reka þurfi menn sem spyrja óþægilegra spurninga.
Vandi Strætó bs. er ekki undirritaður.

Hvað kostuðu til að mynda fleiri hundruð staurar sem keyptir voru til fyrirtækisins og koma ekki til með að verða notaðir og hver tók þá fífldjörfu ákvörðun?
Ég á ekki von á að mér verði svarað því forráðamenn segja okkur starfsmenn ákaflega misheppnaða svo ekki sé meira eftir þeim haft að sinni.
Ásgeir Eiríksson fyrrverandi framkvæmdastjóri var á réttri leið með fyrirtækið, þar til honum varð á í messunni með ráðningu starfsmanns, sem síðan reyndist honum banabitinn.


mbl.is Björn Ingi endurkjörinn formaður borgarráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Björn Ingi heiðarlegur ?  ég vona að þú hafir verið að grínast greinarhöfundur góður.. slepjulegri mann er ekki hægt að finna í reykvískum stjórnmálum í dag !

Óskar Þorkelsson, 22.6.2007 kl. 07:13

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sitt sýnist hverjum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.6.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband