Rætin skrif í sorpritinu Mannlífi.

Eftir lestur greinar Reynis Traustasonar og Sigurðar Boga Sævarssonar um Gunnar I. Birgisson bæjarstjóra í Kópavogi setur mig hljóðan.
Það er einsýnt að sala blaðsins er efst í huga ritstjórans og eigenda Mannlífs og skítt með alla tilfinningasemi og mannúð, tillitssemi og kurteisi.
Reynist fótur fyrir öllum þeim ávirðingum sem bornar eru á Gunnar þó ekki nema flugufótur sé, sé ég ekki að Gunnari sé vært í sæti bæjarstjóra.
Hann er orðaður við dæmda glæpamenn, hórur og allskyns misyndisfólk annað.
Þvílíka sorpblaðamennsku hef ég ekki augum litið síðan DV var upp á sitt besta.
Hugnast þetta virkilega eigendum Mannlífs að leggjast með slíkum þunga á mann sem hefur lyft hverju Grettistakinu af öðru í málefnum Kópavogs?
Mikið mega þeir ritarar greinarinnar og eigendur Mannlífs nálgast fullkomnun ef þeir hafa efni á svona trakteringum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband