29.5.2007 | 01:32
Víkingar vel að stigunum komnir. KR rennur blóðið til skyldunnar.
Margir hafa óttast að Víkingur falli í haust eftir að hafa misst marga lykilmenn frá í fyrra. Þar sem við KR-ingar "eigum" nokkra góða liðsmenn Víkings, 5 eða sex talsins megum við bara ekki hugsa til þess að þeir falli.
Fólki kann að finnast það ofrausn af okkar hálfu að styrkja þá með þremur stigum í upphafi móts, en okkur finnst það ekki.
Að vísu fá þeir ekki fleiri styrki frá okkur á yfirstandandi leiktíð. Hvorki fleiri leikmenn né fleiri stig vestan úr bæ.
Önnur hver rönd í þeirra búningi er svört sem segir aðeins að þeir eru skilgetnir afkomendur Reykjavíkurstoltsins.
Nú er leið okkar KR-inga aðeins ein; upp stigatöfluna.
Tvö mörk á KR-velli með skömmu millibili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var semsagt einskær góðmennska og fyrirfram ákveðið að tapa þessum leik í Frostaskjólinu í gær? Skilgetnir afkomendur Reykjavíkurstoltsins!! Önnur hver rönd í þróttarabúningnum er hvít sem gerir þá líklega líka skilgetna afkomendur "Reykjavíkurstoltsins" sem er þessa dagana öfugmæli.
Hvað varðar leikmenn Víkings sem koma úr KR segir meira um KR enn nokkuð annað, þetta eru toppleikmenn sem KRingar treystu ekki í verkefnið en hafa fengið tækifæri og ábyrgð í Víkingi. Það erum við vissulega þakklátir fyrir.
Það hefur sýnt sig með þá og kemur til með að koma enn frekar fram í sumar að við erum öll Víkingar inn við beinið.
Áfram Víkingur
jrjonsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 13:04
Áfram Víkingur!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.5.2007 kl. 13:22
Hey, fyrst þú ert KRingur. Er nokkur séns að þú vitir nafnið á laginu sem er alltaf spilað þegar KR skorar mörk? Nei, bíddu. Ég hef ekki farið á KR leiki í átta ár. Ekki síðan ég bjó á Nesveginum. Best að ég lagi þessa spurningu aðeins og setji hana í tvo liði:
1) Manstu eftir laginu sem KR spilaði alltaf þegar mörk voru skoruð, svona fyrir sirka átta árum (þegar KR vann deildina eftir langt þorstatímabil)?
2) Ef þú manst eftir því lagi, veistu hvað það heitir? (ég veit að það kom út KR diskur og þetta lag var þar á).
Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.5.2007 kl. 02:19
Ég man eftir laginu eins og það hafi verið spilað fyrir mínútu síðan.
Hvort það heitir ekki bara: "Carnival de Paris"?
Ef ekki þá hrikalega nálægt því.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.5.2007 kl. 12:33
Takk kærlega Heimir. Þetta er einmitt lagið.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.5.2007 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.