Ekki virðing fyrir lögum

Mikið virðist skorta á þekkingu Heiðveigar á lögum Sjómannafélags Íslands og lögum félaga almennt. Annars neyðist maður til að halda að virðing hennar fyrir lögum sé almennt svona bágborin.

Heiðveig þekkir ekki innviði félagsins og skiptingu greina innan þess. Hún hefur að líkindum bara verið á togara og það í eldhúsinu. Heiðveig gæti auðveldað mönnum að meta listann hennar ef hún kynnti starfsferilskrá sína svo menn sjá hversu víðtæk þekking hennar er. Mér finnst hún gjaldfella sig að fara í baðstrandafrí á ögurstundu, þegar listarnir eru teknir fyrir og þrír valinkunnir menn fara yfir þá.

Baðstrandalífið, glaumurinn og gleðin eru greinilega tekin fram yfir vinnuna sem framboði fylgir.


mbl.is Ætlar ekki að skila nýjum meðmælalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Auðvitað bætist við á listann hjá þeim sem berjast á móti boðuðum breytingum.

Téð Sjómannafélag er ekki einkaeign nokkurra aðila og f.v þingmanna sem vilja halda í gamla tíma.

Auðvitað styður Heimir við það.

Heimir hefur ekki lesið gr 16 í lögum um kjör hjá sama félagi, þar ekki kveðið skýrt um að meðmælendalisti þurfi að vera skipaður félagsmönnum af öllum skráðum koppum sem sigla hér við Faxaflóa

Hitt er svo annað, að Heimir talar virðingaleysi við lög. Gott að muna þetta : https://www.visir.is/g/2019190329767

Betra að byrja heima fyrst.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.6.2019 kl. 19:54

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigfús, varla ertu að mæla því bót að Heiðveig ætlist til að Sjómannafélagið brjóti eigin lög öðru sinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.6.2019 kl. 20:19

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigfús, þrír valinkunnir menn skipa kjörstjórnina og niðurstaða þeirra er að framboð B-listans uppfylli ekki lögbundin skilyrði.

Heiðveig birti þann úrskurð opinberlega.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.6.2019 kl. 20:25

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ekki viss um að löghlýðni sé að fá þessa þrjá "valinkunna" aðila í kjörstjórn sé að knýja menn til aðgerða.

Hitt er annað, að samkv 16.gr laga um framboðsmál hjá téðu félagi er ekkert sem segir að þetta sé svona.

Huglægt mat þessara "eðalmanna".

En auðvitað styður Heimir þessa gömlu "góðu". Kom svo sem ekki á óvart.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 11.6.2019 kl. 07:59

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sæll Sigfús. Í 3.mgr. 16.gr. laga Sjómannafélags Íslands frá 28. desember 2017 segir: ´´ Skal þess gætt að allar starfsgreinar félagsins hafi þar fulltrúa''

Félagið fer greinilega að lögum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.6.2019 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1031718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband