Alltaf bent á ríkið

Málflutningur meirihlutans í borgarstjórn er ekki upp á marga fiska. Það virðist sama hvað gagnrýnt er eða bent á að betur megi fara, alltaf er farið í vörn og bent á ríkið. 

Því er skemmst að minnast, að fyrstu viðbrögð Dags við óráðsíunni við byggingu braggans fræga veru að segja Minjavernd ríkisins hafa farið fram á varðveislu hans.

Vörn af þessu tagi er ekki sæmandi höfuðborg landsins.


mbl.is Gangbrautarvarsla tímabundin lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þótt Hringbrautin sé íbúðargata á þessum kafla, þá er hún samt einnig þjóðbraut.  Á vegum ríkisins. Það þarf ekki að lækka umferðarhraðann meira á þessari götu sem er sem bílastæði á álagstímum.  Með tilheyrandi mengun af bílum í hægagangi.  Það sem þarf að gera er að setja upp göngubrýr og/eða undirgöng og fækka öllum þessum gönguljósum sem trufla umferðarflæðið. 

Kolbrún Hilmars, 10.1.2019 kl. 12:40

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið rétt það þarf að greiða fyrir umferðinni með færri ljósum og auka öryggi gangandi um göng eða brýr.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2019 kl. 16:12

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

...og bændur voru líka á móti símanum....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 10.1.2019 kl. 17:28

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gamla lumman um "bændur mótmæla símanum"!   Bændur vildu fá loftskeytasamband, og Einar Benediktsson líka, en ekki ritsíma. Deilan snerist um tækni en ekki símasamband.

Kolbrún Hilmars, 10.1.2019 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband