West Ham greiðir götu Kjartans og KR.

Mikill hugur mun vera í forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham að fá Celtic/KR-inginn Kjartan Henry Finnbogason í sínar raðir í haust.
Munu þeir hafa fylgst grannt með gangi mála hjá hinum unga framherja og hyggja gott til glóðarinnar ef hann gengur til liðs við KR og kemur sér í góða leikæfingu í sumar.
Ganga sögur um það að West Ham hyggist greiða laun hans hjá KR í sumar svo hann verði tekinn í liðið því aðeins spurninng um peninga mun hafa latt forráðamenn KR-sports til að ganga til samninga við drenginn.
Er ekki að efa að Kjartan mun reynast KR-ingum sú lyftistöng sem liðið hefur vantað í fyrstu þremur leikjunum, því strákurinn er óhræddur uppi við mark andstæðinganna.
West Ham telur sig verja fjármunum sínum vel með því að veðja á Kjarra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1033348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband