24.5.2007 | 17:54
Samgönguráðherra, komdu í strætó.
Því miður kemur nýr samgönguráðherra líka af landsbyggðinni og hefur því ef til vill ekki skilning á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil þörf er þó á því að sá skilningur sé fyrir hendi því skortur á fjármagni er aðal hindrun þess að þær geti verið með sem besta móti.
Strætó greiðir t.d. virðisaukaskatt að allri olíu og öðrum aðdráttum sem rekstrinum fylgir og hagnast því ríkið verulega á almenningssamgöngum sem sveitarfélögin greiða niður
Það eru því bara þeir skynsömu, lakast settu í þjóðfélaginu og ríkið sem græðir.
Tryggingaélögin ættu líka að sjá sér hag í bættum almenningssamgöngum og þar af leiðandi væri ekki úr vegi að þau tækju sig saman og greiddu kostnaðinn af einni eða tveimur leiðum Strætós gegn því að farþegafjöldi aukist innan tilskilins tíma.
Þá þarf nauðsynlega að efla fræðslu um almenningssamgöngur meðal almennings.
T.d. með því að fara í alla skóla og kenna börnum að lesa leiðarbækurnar og auka áhuga þeirra á vistvænum samgöngum svo dæimi sé nefnt.
Heimsækja stærri fyrirtæki og kynna leiðakerfi og bjóða fólki ókeypis í vagnana t. d. í þrjá mánuði til reynslu.
Þá má hugsa sér hverfaátak þar sem má bjóða fjölskyldum að nota vagnana t.d. í hálft ár eða lengur og halda dagbók um notkun og ekki notkun o.s.frv.
Margt fleira er hægt að gera til að ná í farþega, en verður ekki skýrt hér.
Eitt verð ég þó að geta um en það er að hafa leiðarkerfið myndrænt í hverjum vagni.
Má setja það í glugga á móti miðdyrum vagnanna þar sem eru stæði og má þá hin hliðin sem snýr að umferðinni vera með auglýsingu.
Auðseld auglýsing og gróði af framkvæmdinni.
Á tveimur fundum sem Strætó hélt á Grand í gær var nýi framkvæmdastjórinn okkar kynntur, öllu heldur kynnti hann sig sjálfur.
Hann kemur mjög vel fyrir, ákveðinn, áræðinn, fylginn sér og virðist hafa næman skilning á rekstri og tölulegum staðreyndum.
Hann er sennilega búinn að reikna út hversu miklu fé er sóað í aksturinn eftir Hverfisgötunni og framhjá ráðhúsinu og Háskólanum.
Hann upplýsti okkur um að Strætó hafi átt tvo hundruð milljónir króna við upphaf byggðasamlagsins, en skuldaði nú fimm hundruð og fimmtíu milljónir. Með öðrum orðum hefði tapað 750 miiljónum króna á fimm árum umfram það sem ráð var fyrir gert.
Leiðakerfisbreytingar hafa verið dýrar og okkur skattgreiðendum höfuðverkur.
Endurfjármögnun er því nauðsynleg því það hlýtur að vera óbærilegt að reka fyrirtækið á dýrum lánum.
Reynir Jónsson heitir hann og hann sagði okkur líka að slæmt orð færi af okkur vagnstjórum fyrirtækisins. Hann skýrði það ekki frekar; hvar hann hefði heyrt þetta, hversu slæmir við værum eða á hvern hátt, hvort við værum slæmir við viðskiptavini fyrirtækisins, forráðamenn, forstöðumann, stjórn fyrirtækisins eða eitthvað allt annað.
Eftir sitjum við hnípin því við erum öll af vilja gerð að standa okkur í starfi og reynast viðskiptavinum vel.
Þá kom fram hjá Reyni að hann vill hvorki röfl frá starfsmönnum né bjánalegar spurningar.
Þar sem ég get ekki lofað neinu í þessu sambandi ætla ég að ...............
Ármann Kr. Ólafsson stjórnarformaður kom á fundinn og vegna tillitssemi við hann ætla ég ekki að greina meira rá þeirrri heimsókn.
Kristján: Samgönguráðuneytið skriðþungt skip | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Heimir.
Þakka þér fyrir að samþykkja mig sem bloggvin.
Ég er nýbyrjaður að blogga og vona að það verði gaman að geta miðla til annarra og eins lesið annarra manna skoðanir og rökrætt málin.
Ég er þér sammála að það þarf að bæta almennissamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og er einn liður í því að ríkið komi að því máli t.d. að fella niður viðisaukaskatt og fleira.
Kveðja, Hörður
Hörður Jónasson, 24.5.2007 kl. 20:52
Sæll Hörður og velkominn í bloggheima.
Verðum að vona að nýi ráðherrann geri sér grein fyrir nauðsyn almenningssamgangna.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.5.2007 kl. 11:05
Heimir þetta þótti mér góð og áhugaverð grein. Þarna ertu með margar hugmyndir sem eru þess virði að þær séu athugaðar. ég vona svo sannarlega að þær verði það.
Þakka þér svo fyirir að taka þátt í sögunnu. Mikið þótti mér þitt framlag skemmtilegt. Nú bíð ég eftir framhaldi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.5.2007 kl. 14:01
Ég fylgist spenntur með sögunni Jórunn......
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.5.2007 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.