Af Eyjunni


Heilbrigðiskerfið á Íslandi það 8. besta í Evrópu

landspitaliHeilbrigðiskerfið á Íslandi er það 8. besta í Evrópu, samkvæmt nýrri úttekt Health Consumer Powerhouse (HCP). Samkvæmt úttektinni er Ísland fyrir ofan Svíþjóð og Danmörku á listanum.

HCP birtir árlega lista yfir frammistöðu heilbrigðiskerfa, svokallaðan Euro Health Consumer Index, í 35 Evrópulöndum. Úttektin tekur til 48 þátta heilbrigðiskerfisins, svo sem réttindi sjúklinga, aðgang að umönnun, árangur meðferða, fjölbreytni þjónustu, forvarna og fleira. Gefin eru stig fyrir hvern þátt og geta löndin fengið einkunn á bilinu 0 til 1000.

Samkvæmt þessu er besta heilbrigðiskerfið í Hollandi sem skorar 916 stig af þúsund mögulegum. Þar á eftir koma Sviss (894), Noregur (854), Finnland (8745) og Belgía (836).

Neðst á listanum eru Svartfjallaland (484), Pólland (523) og Albanía (524).

Ísland er í áttunda sæti listans með 825 stig, mitt á milli Þýskalands (828) og Danmerku (793). Svíþjóð (786) er svo í 10. sæti listans. Ísland skorar hæst allra landa, ásamt Noregi og Hollandi, í flokknum árangur meðferða. Þrátt fyrir að skora sjö stigum hærra en í fyrra fellur Ísland um eitt sæti á listanum á milli ára.

Almennt hafa gæði heilbrigðiskerfa í Evrópu aukist á undanförnum árum þrátt fyrir áskoranir eins og fjármálakreppu og hærri lífaldur íbúa. Til að mynda var Frakkland á toppi listans árið 2006 með 768 stig. Sú einkunn hefði skilað 13. sæti á listanum í ár.


mbl.is Þurfa að hlusta á vilja fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þeir hafa varla kynnt ser málið mjög vel.

 Landspítalinn og aðbúnaður þar er ekki bjóðandi veiku fólki

 Það ætti að loka honum af heilbrigðisyfirvöldum.

Erla Magna Alexandersdóttir, 27.1.2016 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband