Krabbamein karla leyndarmál?

Krabbameinsfélagið hefur unnið ómetanlegt starf á ferli sínum.
Konur geta verið þakklátar félaginu fyrir skipulega leit að krabbameini á konum um land allt. Alltaf þegar félagið leitar til almennings bregst hann vel við og verður söfnunin fyrir húsnæðinu lengi í minnum höfð.
Framlag hinna fimm hjóna er líka myndarlegt og þakkarvert.

Nú er svo komið að rétt er að staldra við.

Krabbameinsfélagið leitar aðeins vágestsins hjá konum en við karlar megum ganga með krabba kannski árum saman án þess að nokkur hafi áhuga á því og ekki erum við þekktir fyrir að fara með minnstu grunsemdir um veikindi til læknis og oft uppgötvast okkar sjúkdómar of seint.

Er ekki kominn tími til að stofna nýtt félag sem myndi sinna körlum eingöngu eins og Krabbameinsfélag Íslands sinnir eingöngu konum?
Nú, eða láta nýtt félag láta heilbrigði beggja kynja til sín taka því loku virðist fyrir það skotið að núverandi stjórnendur og starfsfólk Krabbameinsfélagsins ætli að bjóða okkur þjónustu sína.


mbl.is Krabbameinsfélagið fær gjafir að andvirði 120 milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kannski hefði ríkið frekar átt að kaupa þetta fyrir 3 árum og gleyma baugsmálinu.... nei bara hugmynd

helgi (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband