Sjálfstæðismenn værukærir.

Góð útkoma Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum gerir liðsmenn lata og værukæra eins og greinilega sást í gær.
Klukkan um fimmtán mínútur í fimm ætlaði ég að kíkja við á kosningaskrifstofunni í JL-húsinu, en kom að lokuðum dyrum. Greinilega var þó auglýst í einum glugganum að opið yrði til klukkan fimm.
Fólkið greinilega búið að fá upplýsingar um góða útkomu floksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins og því skellt sér í sund eða göngutúr.

Ekki mundi ég eftir fleiri kosningaskrifstofum til að heimsækja og lagði því leið mína í Valhöll og hugði þar örugglega mikinn hug í fólki.

Þegar ég renndi í hlað voru tveir menn að yfirgefa húsið, kosningaþjarkurinn Óskar Friðriksson við mann sem ég kom ekki fyrir mig.
Þar sá ég ekki eina einustu auglýsingu eða nokkur merki þess í höfuðvígi Sjálfstæðismanna að kosningar séu í nánd.
Ekki eitt einasta D.

Sjálfstæðismenn ætla ekki til þessara kosninga eftir tvær vikur með aðra hendina fyrir aftan bak heldur báðar og ætla að klikkja út með: "Sástu hvernig ég tók þá".

Eða hvað?


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki pælt í að kjósa VG af félagslegum ástæðum.  Ég á við að þar eru alltaf vöfflupartý, alltaf opið og mikill hugur í fólki.  Sjálfstæðisflokkurinn er skv. þessu dæmigerður fyrir flokk sem hefur setið of lengi.  Hann nennir ekki að standa í þessu og minnir að fylgi hans hafi komið frá Guði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: TómasHa

Hvenær mannst þú eftir því að það hafi verið D merki á Valhöll? Í Valhöll er heldur ekki nein kosningamiðstöð heldur skrifstofur flokksins, þú hefðir getað farið á einhverjar af þeim 4-5 öðrum kosningamiðstöðum eins og í húsi verslunarinnar, árbæ, langholti, grafarvogi eða breiðholti.

Hafi þeir farið í sund er ekkert víst að það sé óvitlaus hugmynd.  Miðað við þínar lýsingar var engin biðröð að fá að komsta inn á skrifstofuna, og því kannski bara betri hugmynd að fara til fólksins.  Hver veit? 

Jenný, eitthvað er flokkurinn að gera rétt, merkilegt nokk eru það VG, sem eru að beita fyrst og fremst kapítalískum aðferðum þessa dagana en samkvæmt capacent höfðu þeir auglýst næst mest allra flokka.  Greinilega viðsnúningur þar á ferð og menn hræddir við að missa það fylgi sem skoðanakannanir hafa verið að sýna þeim.

TómasHa, 29.4.2007 kl. 12:53

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tómas á þessum tíma dags um helgi á fólk að sitja sveitt við símann og kynna stefnu flokksins.

Auðvitað á Valhöll að vera merkt, en ekki hlutlaus eins og sjúkrahús eða safn fornminja.

VG er sjálfsagt ágætur flokkur fyrir þá fáu sem kjósa stöðnun og afturhald Jenný.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.4.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband