Að segja satt.

Stúlka frá Guatemala fær ríkisborgararétt eftir aðeins fimmtán mánaða dvöl í landinu og alþingismenn í Allsherjarnefnd koma fram fyrir alþjóð og segjast hafa samþykkt umsóknina án þess að vita um heimilisfesti hennar og hjá hvaða fólki hún býr.

Hvað ef hún hefði leigt hjá Hjálpræðishernum eða dvalið í íbúð á vegum eigenda Goldfingers?
Hún hefði að sjálfsögðu ekki fengið ríkisborgararétt nema vegna þess að hún var heimilisföst á góðu heimili og hjá fólki sem þingmennirnir treystu.

Eitt sinn var ég að aðstoða útlending sem haði búið hér í mörg ár og er frá landi sem mátti búast við að yfirvöld myndu refsa honum kæmi hann aftur til föðurlandsins.
Hann er verkfræðingur og hafði þá unnið sem slíkur allan dvalartímann ( fimm ár) og hafði úrvals meðmæli frá vinnuveitanda sínum.
Þá var hann þjálfari í jaðaríþrótt sem þá var hér á landi en er núna viðurkennd í mörgum félögum og við höfum eignast afreksmenn í henni á alþjóðlegan mælikvarða.
Hann hafði sjálfur orðið heimsmeistari í greininni og gott ef ekki Ólympíumeistari líka.
Allt kom fyrir ekki.
Hann bíður í sjö ár eins og aðrir frá þessum heimshluta og formaður nefndarinnar frú Sólveig Pétursdóttir var gallhörð á því.
Nefndin hafði þó kynnt sér öll gögn varðandi málið.

Nú fær áðurnefnd stúlka frá Guatemala ríkisborgararétt eins og forsetafrú eða fyrrum heimsmeistari í skák meðan fjölmargir aðrir fá synjun.

Tengdamóðir stúlkunnar þrætir fyrir að hún hafi talað við nefndarmenn, vinnufélaga sína og bendir á að nafn hennar sé hvergi á blaði varðandi umsóknina (nema hvað).

Bjarni Benediktsson og Guðrún Ögmundsdóttir koma af fjöllum og skilja ekki þessa tortryggni. Þau hafi verið grunlaus um tengslin!

Segi þau satt eru þau öll að bregðast umbjóðendum sínum við þær skyldur sem þeim er treyst til.

Er einhver þessara þriggja fulltrúa jafnmargra flokka að segja satt?

Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband