17.6.2015 | 11:27
Samfól vanvirða lýðveldið - samansafn dóna
Arfleifð Jóhönnu Sigurðardóttur í hnotskurn. Jóhanna gerði góða hluti þegar hún var félagsmálaráðherra, einkum þegar hún stóð fyrir átaki í húsnæðismálum geðfatlaðra, sem ég fæ seint full þakkað.
Hatrið sem hún innleiddi í pólitíkina og heiftin, er verk hennar sem erfitt er að fyrirgefa, hvað þá gleyma.
Samfólski stimpillinn fer ekki af Samfylkingunni svo lengi sem flokkurinn er við lýði.
Skömm forystumanna Vg og Samfylkingar á eftir að reynast þeim erfið.
Þjóðin líður fyrir hatursstjórnmál Jóhönnu Sigurðardóttur.
Púað á Sigmund Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að þessi hegðun sé akkúrat það sem kjósendur fyrirlíta !
Hvort sem er á Alþingi eða á Austuvelli.
Ætli sömu aðilar standi fyrir þessu og vanalega ? s.s. Samfylkingin ? VG ?
Birgir Örn Guðjónsson, 17.6.2015 kl. 11:34
Birgir Örn, held að þetta sé mestmegnis sama fólkið sem aldrei lítur glaðan dag.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2015 kl. 11:39
Held að þið geri of mikið úr mætti Samfylkingar! Held að þeir sem láta mest í sér heyra séu lífeyrisþegar, öryrkjar og láglaunafólk. Það ásamt hópi fólks sem vill ekki að okkur millitekjufólki og hátekjufólki sé hyglað á kostanað þeirra sem verst standa. Fólk vill að skattfé sé notað til að að byggja hér upp almennilegt velferðakerfi en ekki notað til að aflétta sköttum á þeim sem ráða best við það. Eins vill fólk aukið lýðræði. En sem Samfylkingarmaður hef ég ekki séð boð um að mæta á þessi mótmæli sérstaklega nema þegar umræðan um ESB var sem mest. Held þar með að mönnum sé hollt að muna eftir því að Samfylkingin er bara með með 9 þingmenn. En menn láta eins og flokkurinn ráði öllu og sé helsti andstæðingur ríkisstjórnarinnar og standi fyrir öllum aðgerðum. Menn sem svona hugsa verða örugglega fyrir vonbrigðum síðar þegar þeir átta sig á að úps þeir voru að berjast gegn röngum andstæðing og gleymdu hinum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.6.2015 kl. 12:24
Maggi minn...
Helduru að öryrkjar og lífeyrisþegar séu að hengja upp trefil með klausum úr ályktum frá Stjórnlagaráðsþingi Ssmfó ?
Helduru að svona margir öryrkjar og lífeyrisþegar eigi gjallarhorn.
Ekki einu sinni þú ert svona einfaldur.
Birgir Örn Guðjónsson, 17.6.2015 kl. 12:47
Þessi framkoma mótmælenda var hneisa, en við engu minna má búast af tapsárum, heiftúðugum vinstri mönnum sem hafa látið áróðursmaskínu Fréttablaðsins mánuðum og árum saman æsa sig upp til vanvirðingar við okkar sjálfstæða lýðveldi og lögleg stjórnvöld.
Já, ég tel Fréttablaðið og jafnvel hið misnotaða Rúv meiri áhrifavald til fyrirlitningar á stjórnvöldum heldur en aumu Samfylkinguna. (Sjá nýjustu grein á Moggabloggi mínu: Vanvirða vinstri manna á þjóðhátíðardegi).
Ef Magnús Helgi telur lífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólk og aðra sem vilja ekki að "millitekjufólki og hátekjufólki sé hyglað á kostnað þeirra sem verst standa," þá er hann í raun ekki að taka undir með þeim hluta verkfallsfólks sem tók þátt í þessum dæmalausu mótmælum. En sjálfur hef ég ritað annars staðar: Eru það eðlilegar launakröfur meinatækna að krefjast 600.000 króna dagvinnulauna á sama tíma og lögreglumenn eru með 350.000 kr. í laun eftir 30 ár í starfi?!
Óska þér, Heimir, og lesendum þínum til hamingju með 17. júní.
Jón Valur Jensson, 17.6.2015 kl. 12:54
Illugi Jökulsson og fl eru upphafsmenn þessara mótmæla ! JAFNVEL ÞINGMENN !,fólk sem hefur ekki flóafrið i eigin skinni af vansælu og uppreisn .,og hefur tekist að þvæla einjhverjum vesalingum með ser sem vita hvorki frekar en margir vinsti menn hvert þeir eru að koma eða fara ...BARA MÓTMÆLA !1 TIL AÐ MÓTMÆLA EINHVERJU !!
rhansen, 17.6.2015 kl. 12:57
Hér ætti raunar að standa:
Ef Magnús Helgi telur hér um að ræða mótmæli lífeyrisþega, öryrkja og láglaunafólks og annarra sem ... o.s.frv.
Jón Valur Jensson, 17.6.2015 kl. 12:58
Magnús, það er rétt hjá þér að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og annað láglaunafólk er ekki í Samfylkingunni, þar eru burgeisar og fyrrum útrásarvíkingar, embættismenn og annað hálaunafólk.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2015 kl. 13:15
Já Heimir ég er sammála þér og Gleðilega Þjóðhátíð.
2-3000 manns er talan sem virðist hanga í kringum samfylkinguna og vinstri menn í óánægju, og af hverju í ósköpunum er þetta fólk ekki löngu flutt inn í ESB lönd ef allt er svo miklu miklu betra þar...
Það skyldi þó aldrei vera svo að kjörin séu kannski ekki svo góð þar þegar uppi er staðið...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.6.2015 kl. 13:48
GLEYMUM ÞVÍ ALDREI !!
Aldrei hefur Samfylkingin betur sýnt sitt rétta andlit.
Samfylkingin berst af alefli gegn sjálfstæði íslenskrar þjóðar. Á ÖLLUM SVIÐUM.
Að öskra á hátíðafundi á sjálfum 17. júní eru eins skýr skilaboð og hugsast getur :
Þeir öskra yfir þjóðsönginn !
Þeir öskra yfir ræðu fjallkonunnar !
Þeir öskra á forsetann og forsætisráðherra.!
Þeir hafa áður svívirt styttuna af Jóni Sigurðsyni.!!
Snorri Hansson, 17.6.2015 kl. 13:53
Ég er algjörlega sammála. Það er í lagi að mótmæla ALLA AÐRA DAGA EN ÞENNAN. Þetta setur "vinstri hjörðina" SKÖR NEÐAR en svei mér þá ég hélt að þetta lið kæmist ekki neðar í lágkúrunni, en "lengi getur vont versnað". Gleðilega þjóðhátíð. Því miður virðast "skemmdu eplin" vera áberandi í þjóðfélaginu eins og oft vill verða.
Jóhann Elíasson, 17.6.2015 kl. 14:15
Jóhann Elíasson, mér sýnist lágkúran vera í nokkru magni hér á prenti. Ingibjörg Guðrún, er þér alvara með að spyrja af hverju í ósköpunum þetta illa launaða fólk sé ekki löngu farið? Er það það sem þú vilt? Eigirðu fjölskyldu, hlýtur þú að sjá að eitt er að vilja flytja úr landi, annað að koma því við. Mjög margir hafa farið á undanförnum árum og enn fleiri virðast vera að fara núna. Margir komast hvorki lönd né strönd þó þá langi til og enn aðra langar bara einfaldlega að vera hér. rhansen hljómar eins og honum líði illa.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 17.6.2015 kl. 16:13
Ingibjörg, gleðilega þjóðhátíð
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2015 kl. 19:32
Skömm finnst mér og mínum að þessari framkomu mótmælenda á Austurvelli.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.6.2015 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.