15.4.2007 | 12:55
Sjálfstæðisflokkur - fyrirgreiðsluflokkur?
Ég hjó eftir því s.l. föstudag í þætti Sigurðar G. Tómassonar og Guðmundar Ólafssonar að þeir töldu að kjósendur Sjálfstæðisflokksins væru að tryggja sér forgang og fyrirgreiðslu í kerfinu. Nánari útfærslu skorti hjá þeim kumpánum fyrir okkur sjálfstæðismenn.
Ég hygg að enginn flokkur fái jafn mikinn frið fyrir slíku kvabbi og Sjálfstæðisflokkurinn.
Ég minnist þó þriggja skipta sem ég hef slegið á þráðinn til forystumanna flokksins og óskað aðstoðar:
Hið fyrsta sinni var 1979 að ég bað Friðjón Þórðarson alþingismann og bankaráðsmann í Búnaðarbanka Íslands að liðka fyrir víxilkaupum bankans til að brúa erfitt tímabil í fasteignasölu sem ég rak þá.
Annað sinnið var árið 2000 að ég bað Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra að tala við ákveðinn mann í Búnaðarbanka Íslands vegna álíka máls en þá rak ég matvöruverslun og áhrif Baugs voru farin að ná inn í bankana og í þessu tilviki náðu áhrif Baugs eyrum útibússtýruna sem ég skipti við.
Símtal Davíðs hafði áhrif, en of seint.
Þriðja skiptið bað ég Kjartan Gunnarsson s.l. sumar um greiða sem þáverandi framkvæmdastjóri flokksins m.a., en hann svaraði mér aldrei.
Þótt ég hafi n.k. haust starfað í fimmtíu ár fyrir flokkinn, en ég byrjaði tæpra tólf vetra að sendast með dýrmætar upplýsingar úr Miðbæjarskóla í Breiðfirðingabúð á kjördegi, hefur ekki hvarflað oftar að mér að óska eftir "fyrirgreiðslu".
Tekjutenging launatekna 70 ára og eldri verði afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.4.2007 kl. 23:59 | Facebook
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1032848
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.