Rás tvö.

Mikið þykir mér Rás 2 hafa farið fram að undanförnu. Hver þáttagerðarmaðurinn eftir annan hefur bætt sig og leggur meiri metnað í starf sitt.
Nægir þar að nefna Guðna Má Henningsson sem hefur eina bestu útvarpsrödd landsins og er hafsjór af þekkingu um tónlist og ekki síður áhugasamur og hefur þar að auki hæfileika til að miðla af reynslu sinni og þekkingu.

Mörgum manninum verður þáttur Margrétar Blöndal og Gests Einars Jónassonar að kvöldi annars páskadags ógleymanlegur.
Fóru þau einfaldlega á kostum. Margrét Blöndal daðrar meira og betur við hljóðnemann en nokkur önnur útvarpskona hér á landi. Hún er óborganleg þegar hún tekur sig til.
Þá dró hún rugguhestinn með grátt í vöngum með sér á fljúgandi skeið svo unun var á að hlýða fyrir okkur sem sinntum skyldustörfum þþetta kvöld.

Hafi þau öll þökk fyrir og líka þið hin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Verð að játa það enn einu sinni að ég hlusta of lítið á útvarp.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.4.2007 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband