Hver á bankana?

Held að tími sé til kominn að upplýsa hverjir eiga bankana. Þar sem stjórnarandstaðan vill loksins fara að ræða banmálin, væri ekki úr vegi að hún upplýsti hverjum hún afhenti Arion og Íslandsbanka.

Ef Helgi Hjörvar veit það ekki gæti Steingrímur J Sigfússon hlaupið undir bagga og upplýst málið.


mbl.is Pínleg gagnrýni á banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Arion er í eigu Kaupskil, sem er í eigu slitabús gamla Kaupþings, sem er undir stjórn skilanefndar.

Íslandsbanki er í eigu GLB Holding sem er í eigu slitabús gamla Glitnis, sem er undir stjórn skilanefndar.

Svarar þetta spurningunni?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2015 kl. 15:42

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðmundur, eins og þú getur nærri, er ég engu nær. Hvaða sjóðir og í hverra eigu eru eigendur bankanna?

Slitabú og skilanenfdir segir ekkert.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2015 kl. 15:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tæknilega séð á enginn slitabúinsem eiga þessa tvo banka, ekki frekar en neinn getur "átt" þrotabú. Hinsvegar mun sitameðferð þeirra væntanlega ljúka (eða það vonar maður allavega) með gjaldþrotaskiptum, og það sem gerist þá er eins og við öll önnur gjaldþrotaskipti: kröfuhafarnir fá það fé sem fengist hefur fyrir sölu á eignum þrotabúsins, og geta jafnframt yfirtekið þær eignir sem eftir standa og ekki hafa selst. Þannig eru í meginatriðum tveir möguleikar á því hver muni eignast Arion og Íslandsbanka á endanum, annars vegar selja slitastjórnirnar þá einhverjum sem hefur áhuga á að eignast hlutabréf í ísllenskum bönkum (ólíklegt) eða hinsvegar að eignarhluta slitabúanna í bönkunum verði ráðstafað til kröfuhafa slitabúanna.

Stærstir þeirra eru: Burlington Loan Management, sem er í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, nokkrir aðrir vogunarsjóðir sem heita nöfnum sem segja manni nákvæmlega ekki neitt, og svo alþjóðlegir stórbankar á borð við Deutsche bank, Bayerische Landesbank, Credit Suisse International, Royal bank of Scotland, Goldman Sachs, Barclays bank og fleiri af þeirri sort. Innan um eru svo nokkur félög með litla hlutdeild á bilinu 1-2% sem eru skráð í Luxemborg en bera grunsamlega íslensk nöfn. Aðrir kröfuhafar eiga svo undir 1% hver og þeir skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Samanlegt eiga þessir smærri kröfuhafar 30-40% í hvorn banka.

Meira tæmandi og nákvæmari listi er ekki til því kröfurnar á slitabúin ganga kaupum og sölu daglega.

Svarar þetta spurningunni? Þetta er allavega besta svar sem ég gefið án þess að skrifa heila ritgerð.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2015 kl. 16:11

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka svarið Guðmundur. Þú virðist hagvanur hjá bönkunum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2015 kl. 16:31

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ef "nýju" bankarnir fara á hausinn, eru thá innistaedur tryggdar, eins og var hjá "gömlu" bönkunum? Vaeri gaman ad fa svar vid thví.

Halldór Egill Guðnason, 26.2.2015 kl. 17:39

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Halldór Egill, athygliverð spurning.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2015 kl. 20:06

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég er ekki sammála Guðmundi í þetta sinn. FME ákvað í októberbyrjun 2008 að taka yfir ákvörðunarvald hluthafafundar þriggja hlutafélaga, sem enn eru í rekstri á sömu kennitölum og fyrir hrun, og skipa þessum hlutafélögum skilanefnd, hverrar hlutverk var síðar yfirtekið af slitastjórn. Skv. ákvörðunum FME átti skilanefnd að fylgja ákvörðunum sem Fjármálaeftirlitið tekur á grundvelli 100. gr. a. laga um fjármálafyrirtæki og starfa í samráði við Fjármálaeftirlitið. Í tilkynningum um skipan skilanefndar er eftirfarandi tekið fram:

"Skilanefnd skal vinna að því að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi [viðkomandi] banka hér á landi,"

Sjá ákvörðun FME vegna Glitnis: http://www.fme.is/media/akvardanir/7.-oktober-2008.pdf

Sjá ákvörðun FME vegna Landsbankans: http://www.fme.is/media/akvardanir/7.-oktober-2008_2.pdf
Sjá ákvörðun FME vegna Kaupþings: http://www.fme.is/media/akvardanir/9.-oktober-2008_2.pdf

Ég veit ekki til þess að þessar ákvarðanir FME hafi verið afturkallaðar og slitastjórnir eru væntanlega bundnar af því sem þar kemur fram.

Gömlu bankarnir, sem lúta stjórnun slitastjórna, eru því hlutafélög sem eru í fullum rekstri, en í ferli sem kallast slitameðferð. FME tók yfir ákvörðunarvald hluthafafundar og ekkert annað. Eignarhald var ekki tekið eignarnámi, engin hlutabréfaeign var yfirtekin, ekki þynnt út né fyrnd. Breyting á eignarhaldi er ekki einu sinni rædd í ákvörðunum FME. Við lok nauðasamninga á að láta hlutafélagið aftur í hendur eigenda, sbr. 103.gr.a, í lögum um fjármálafyrirtæki. Takist nauðasamningar ekki fara félögin í gjaldþrotaskipti. En þar til það gerist eru formlegir eigendur gömlu bankanna, að mínu mati, þeir aðilar sem voru hluthafar í október 2008, þegar FME tók yfir vald hluthafafundar. Hluthafar eru í hópi kröfuhafa eins og sjá má í fyrrnefndri 103.gr.a:

Úr lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002:

103. gr. a. Lok slitameðferðar.
Hafi slitastjórn lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna á hendur fjármálafyrirtæki og eftir atvikum tekið frá fé til greiðslu krafna sem ágreiningur stendur um og komið eignum þess eftir þörfum í verð lýkur hún slitameðferð með því annaðhvort:
   1. að láta fyrirtækið aftur í hendur hluthafa eða stofnfjáreigenda ef fundur þeirra sem slitastjórn hefur boðað til hefur samþykkt með atkvæðum þeirra sem ráða yfir að minnsta kosti 2/3 hlutum hlutafjár eða stofnfjár að fyrirtækið taki upp starfsemi á ný og kjörin hefur verið ný stjórn til að taka við því úr höndum slitastjórnar,[feitletrun mín] enda hafi Fjármálaeftirlitið veitt samþykki sitt til þess og fyrirtækið fullnægir öðrum skilyrðum laga til að hefja aftur starfsemi, eða
   2. að greiða hluthöfum eða stofnfjáreigendum út eignarhlut þeirra af eftirstöðvum eigna samkvæmt frumvarpi til úthlutunar sem gert skal eftir ákvæðum XXII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl., en sé um sparisjóð að ræða skal þó eignum, sem standa eftir að lokinni greiðslu stofnfjárhluta, varið eftir samþykktum hans og er óheimilt að ráðstafa þeim til stofnfjáreigenda …1) [Leturbreytingar eru mínar.]

Ég hef því stundum furðað mig á því hvers vegna RSK forskráir ekki þessa hlutafjáreign á skattframtöl, því hún er sannarlega til staðar.

Erlingur Alfreð Jónsson, 26.2.2015 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband