Vill láta reka Styrmi.

Að venju hlustaði ég á Guðmund Ólafsson og Sigurð G. Tómasson í morgun og eins og svo oft áður vörðu þeir miklum tíma í að hnýta í Davíð Oddsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmstein Gissurarson.
Ekki hafa þeir sóma af.

Núna tóku þeir Styrmi ritstjóra Gunnarsson líka fyrir og vill Sigurður G. Tómasson láta reka hann frá Morgunblaðinu, hvorki meira né minna. Ástæðan er að hann er ekki sammála SGT varðandi stærsta glæpamál þjóðarinnar frá upphafi, Baugsmálið.

Mér finnst frekar dapurt að hlusta á þessa greindu menn hlaupa og ganga erinda auðhringsins í hverjum þættinum á fætur öðrum, en líklega er það vegna þess að Baugur greiðir launin þeirra.
En þeirra er að opna sálu sína og afhjúpa sinn innri mann.
Engin framangreindra manna er minni eftir aurkastið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er því miður ekki rétt með farið, Sigurður G Tómasson velti því fyrir sér hve mikið lesendum Mbl. þyrfti að fækka til þess að eigendur blaðsins settu ritsjórann á eftirlaun. Við Sigurður getum að sjálfsögðu ekkert sagt við því ef Árvakur vill tapa fé. Við höfum margoft gagnrýnt verðstefnu Baugs, en ofsóknir Mbl. og hátt settra manna í Sjálfstæðisflokki gegn einkafyrirtækinu Baugi og einstaklingum er ósvífni sem við viljum ekki í íslensku samfélagi, þar sem stofnunum ríkisvaldsins er beitt misskunnarlaust. Það er okkar lýðræðislegi réttur að andæfa þessum aðferðum, sem og ofsóknum Mbl gegn Sigurði Líndal.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 09:05

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka Guðmundi athugasemdina.

Mér heyrðist á Sigurði G. TÓmassyni að honum þætti löngu kominn tími til að láta Styrmi fara frá ristjórn Moggans. Hann orðaði það á þann hátt sem Guðmundur getur um og dæmi menn hver fyrir sig.

Veldi baugs er orðið það hrikalegt hér á landi að erfitt er að komast í gegnum daginn á þess að þurfa að versla á einhvern þá við þá og þar að auki ráða þeir yfir megninu af fjölmiðlunum fyrir utan Mogga og Rúv, enda eru þau fyrirtæki þyrnar í augum þeirra.

Þessi þróun er háskaleg og ég fagna sérhverri máttlausri tilraun þess opinbera og annarra að stemma stigu við, því svona hreðjatök á þjóðinni eru hættuleg hverjum manni og þótt margt gott sé eflaust hægt að segja um Jón Ásgeir Jóhannesson, þá er þetta honum ekki hollt.

Ég ber skíthræddur um að eitthvað hefði hvinið í ykkur gömlu Bolsunum ef Engeygingur ætti hlut að máli.

Ég held áfram að hlusta á ykkur og geri athugasemdir sýnist mér svo.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.4.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

P.s.

Ef Sigurður Líndal er hafinn yfir gagnrýni, þurfum við engan Hæstarétt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.4.2007 kl. 17:56

4 identicon

Það er ágætt að gera athugasemdir, verra er ef þar er farið með rangt mál. Baugur greiðir okkur ekki laun og við höfum gagnrýnt Baug þar sem ástæða er til. Það er hins vegar sorglegt að Mbl skuli vera búið að pestera svo hugi fólks, að þegar við beitum okkur gegn sovésku réttarfari hjá okkur þá er látið að því liggja að við séum aumir mútuþegar. Það er aulaháttur að blanda saman málum sem heyra undir Samkeppnisyfirvöld og réttarofforsi gegn einstaklingum og einkafyrirtækjum a la Russe. Ofstæki af þessu tagi er ekki gott, Sigurður Líndal hefur orðið fyrir ófyrirleitnum og ómaklegum ofsóknum að hálfu Mbl. sem fullyrðir í leiðara að hann væri sem KGB maður. Þegar við mótmælum því, þá er fjarri lagi að segja að hann sé ekki hafinn yfir gagnrýni. Þá er verið að snúa málinu á haus. 

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 20:39

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðvitað er Sigurður Líndal ekki KGB maður og sú hótfyndni ekki skiljanleg af hálfu Mbl. sem ég að vísu sá ekki.

Varðandi greiðslur frá Baugi, þá á ég við að Saga er rekin á kostnað Baugs og án Baugs yrði engin Saga. Án Sögu myndi ég ekki njóta fróðleiks ykkar SGT á föstudagsmorgnum og vona ég þá að ég hafi skýrt mál mitt nægjanlega hvcað meintar mútugreiðslur áhrærir.

Jóhann Hauksson innheimtir sín laun hjá Baugi og fleiri sporslur hrjóta af borðum þeirra Sögu til handa eftir því sem mér er tjáð og heitir þá kostun.

Hvort það er rannsóknarvert fyrir skattayfirvöld veit ég ekki og hvarflar ekki að mér í raun að íja að því.

Þú Guðmundur veist afskaplega vel hvaða brögðum Baugur beitti til að koma sér fyrir á markaðnum og hvaða aðferðum þeir beita enn þann dag í dag og væri fróðlegt að fá yfirsýn yfir þau mál einhvern föstudagsmorguninn.

Því miður er óvenjulangt að bíða eftir næsta þætti vegna þess langa n.k. en tilhlökkunin því meiri.

P.s.

Hún var góð smjörklípan sem Hreinn Loftsson klíndi á Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í Mbl.greininni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.4.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband