Guðmundur Steingrímsson spurður um lánareglur LÍN

Mig langar að spyrja Guðmund Steingrímsson formann Bjartrar framtíðar hversu margir erlendir ríkisborgarar hafa fengið lán úr Lánasjóði íslenskra námsmanna..

Guðmundur hefur komið fram sem sérfræðingur Kastljóss Ríkisútvarpsins um innheimtumál sjóðsins og er því rétt að kanna hvort hann sé jafn vel að sér um útlánin.

Er bróðir Guðmundar Steingrímssonar einstakur?


mbl.is Skoði skaðabótamál vegna dómsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar sem ég tel minni en engar líkur á að nafni minn muni svara spurningu þinni hér, ætla ég að gera þér þann greiða að taka það að mér.

Úr 4. gr. reglugerðar 478/2011 um LÍN:

Námsmenn, sem eru ríkisborgarar EES-ríkis og fjölskyldur þeirra, eiga rétt á námslánum samkvæmt 13. gr. laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sbr. ákvæði reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1612/68 um frelsi launþega til flutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins...

Ísland hefur í rúm 20 ár verið aðili að EES og þar af leiðandi eiga börn Íslendinga rétt á námslánum, jafnvel þó þau sjálf hafi erlent ríkisfang.

Úr 1. gr. reglugerðar 821/2011 um breytingu á reglugerð 478/2011:

Við 3. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna er heimilt í sérstökum tilvikum að leggja sterk tengsl umsækjanda við Ísland að jöfnu við að uppfyllt séu skilyrði lánveitingar samkvæmt 1. mgr.

Börn íslenskra ríkisborgara hljóta að geta fallið undir þetta ákvæði.

Samkvæmt þessu er bróðir nafna míns bersýnilega, ekkert spes.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2015 kl. 17:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kannski er helsta skýringin á lánveitingum LÍN til Neil, sú að þessi bróðir Guðmundar er fæddur á Landsspítalanum við Hringbraut og varð því sjálfkrafa  íslenskur ríkisborgari við fæðingu, lögum samkvæmt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.2.2015 kl. 17:03

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Axel, það hlýtur að vera ástæðan.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.2.2015 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband