Innflytjendur (með vafasama fortíð) og meðlimir mótorhjólasamtaka hugsa sér gott til glóðarinnar.

Við höfum hingað til haft á að skipa einvalalið leigubílstjóra vegna strangra reglna og metnaðar stóru leigubílastöðvanna  og stéttarfélagsins.

Munum við sjá menn með vafasama fortíð hasla sér völl á nýjum vettvangi og eygja tekjumöguleika með nýjum leiðum til að fjármagna lífshætti sína?


mbl.is Glæpum fjölgi með komu Uber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Þetta er bara hræðsluáróður og ekkert annað.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 11.12.2014 kl. 00:26

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, við verðum að passa að fólk fari sér ekki að voða. Lifi sósíalisminn!

Þorsteinn Siglaugsson, 11.12.2014 kl. 00:46

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þjóðir hafa bannað Uber vegna þess að skipulögð glæpasamtök hafa nýtt sér kerfið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2014 kl. 01:48

4 Smámynd: Anepo

Bentu mér á sönnun heimir, að segja að eitthvað sé satt gerir það EKKI að sannleika.

Anepo, 11.12.2014 kl. 07:12

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sammála þér Heimir. Hér á landi gilda ákveðin lög og þeim þarf að breyta til að þetta sé hægt. En ef það er gert, þá skulu menn ganga að því sem vísu að fleiri stéttir koma á eftir. Það væri lítið mál að búa til app fyrir trésmiði, vélvirkja og jafnvel lækna, þar sem hver og einn getur sett inn sitt nafn og skáldað starfsheiti. Það er síðan kúnnans að ákveða hvort hann vill láta svindla á sér.

Þá væri spurning hvort ekki mætti bara leggja niður alla lagabálka landsins og treysta bara á dómgreind hvers og eins.

Gunnar Heiðarsson, 11.12.2014 kl. 08:20

6 Smámynd: Jón Bjarni

Hvernig er það Heimir - er semsagt búið að setja strangar reglur sem banna "góða" leigubíla?

Íslenskir leigubílstjórar hafa í áraraðir selt áfengi, eiturlyf, transportað vændiskonur og keyrt framhjá mæli til að svindla á túristum. Þetta er að sjálfsögðu minnihluti bílstjóra - en að ætla halda því fram að þeir séu hvítþvegnari en annað fólk er þvæla

Jón Bjarni, 11.12.2014 kl. 09:09

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það virðist hafa farið framhjá mönnum í þessari umræðu að samkvæmt íslenskum lögum myndi über þurfa að sækja um stöðvarleyfi rétt eins og Hreyfill og bílstjórar fyrirtækisins að uppfylla sömu skilyrði til að fá starfsleyfi eins og aðrir leigubílstjórar.

Ef einhver vill opna leigubílastöð á Íslandi og kalla hana þessu nafni, þá hlýtur það að vera velkomið.

Það ríkir sem betur fer atvinnufrelsi á Íslandi, fyrir þá sem uppfylla skilyrði þess að fá atvinnuleyfi.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2014 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband