Sjúkratryggingar endurskoði starfshætti

Í nágrannalöndum okkar eru biðlistar mun styttri eftir aðgerðum en hér tíðkast, sérstaklega um þessar mundir.

Fjölmargir sem bíða eftir aðgerð hér á landi gætu hæglega fengið svía til að mynda til að sinna nauðsynlegum læknisaðgerðum, en hafa ekki efni á að greiða þær úr eigin vasa.

Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í þeim kostnaði nema að ekki sé hægt að framkvæma aðgerðina hér á landi.

Hvenær er það hægt og hvenær ekki?


mbl.is „Sjúklingar deyja að óþörfu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og staðan er í dag þá er ekki hægt að framkvæma þær hér. Tækin eru ónýt og læknar neita að hlúa að sjúklingum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 21:34

2 Smámynd: corvus corax

Það er alrangt hjá Rafni Haraldi hér fyrir ofan að læknar neiti að hlúa að sjúklingum, beinlínis atvinnurógur að láta svona frá sér fara. Varðandi umræðuna um Sjúkratryggingar hjá bloggara er það að segja að sú stofnun hefur nú minnst með þetta að gera. Vandinn er gríðarlegur og skrifast alfarið á núverandi ríkisstjórn, þar er fólkið sem ekki vill hlúa að sjúklingum eða heilbrigðiskerfinu yfirleitt. Þeim er mikilvægara að færa sægreifunum nokkra milljarða að gjöf en að tryggja virkni heilbrigðiskerfisins.

corvus corax, 3.12.2014 kl. 23:40

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðvitað neita læknar ekki að hlúa að fólki, þeir komast bara ekki yfir öll þau verkefni sem bíða þeirra vegna mannfæðar og verkfallsaðgerða.

Á meðan ásstandið er sem raun ber vitni um, tel ég að Sjúkratryggingar þurfi að endurskoða afstöðu sína til greiðsluþátttöku í aðgerðum erlendis.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.12.2014 kl. 07:53

4 Smámynd: Gestur Páll Reynisson

Afstaðan er stjórnmálamannana en ekki stofnunarinnar sem ber að starfa skv. lögum og reglugerðum.

Gestur Páll Reynisson, 4.12.2014 kl. 18:58

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ef ekki verður breyting á fækkar Íslendingum með mun meiri hraða. Fólk flýr landið og fleiri fá ekki þá aðhlynningu sem þeir þarfnast. Ég vil einhverskonar læknasátt. Ég er tilbúin af mínum aumu tekjum að leggja til einhverjar % til að læknar verði heima og hinir sem úti eru komi heim!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.12.2014 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband