Aldrei aftur kauphækkun!

Ég á varla nógu sterk lýsingarorð yfir stjórnvisku yfirmanna minna hjá Strætó bs. Þeir hafa það erfiða hlutverk með höndum að sinna þörfum almennings fyrir samgöngur á öllu höfuðborgarsvæðinu svo að sem flestum líki og þeir hafa líka með höndum að útlagður kostnaður sveitarfélaganna sem eiga og reka fyrirtækið kosti sem minnst.
Þetta er oft á tíðum erfitt að samhæfa ekki síst vegna þess að aðalkostnaðarliður fyrirtækisins er launagreiðslur til vagnstjóra.

Nú er ég alveg að komast að kjarna þessara hugleiðinga minna í dag.

Í ársbyrjun 2006 gerðu Strætó bs. og Starfsmannafélag Reyjavíkurborgar með sér nýjan kjarasamning sem meðal annars fól í sér um 20% launahækkun svo til strax.
Við starfsmenn fögnuðum ógurlega (flestir) enda hafði slíkt ekki gerst í elstu manna minnum.

Ég sem fyrrverandi stjórnandi fyrirtækja sá að við svo búið yrði ekki látið standa. Stjórnendur hlytu að gera einhverjar þær ráðstafanir sem dygðu til að draga sem mest úr hækkuninni annað hvort með því að draga úr þjónustunni eða þá líka úr launagreiðslum.
Ég viðraði þessar skoðanir mínar við þáverandi stjórnarformann fyrirtækisins Björk Vilhelmsdóttur. Hún taldi það af og frá að Strætó bs. myndi gera nokkurn skapaðan hlut til að taka af okkur hækkunina.

Núna um daginn þegar ég var að ganga frá skattframtalinu mínu sá ég svo ekki verður um villst hversu launalækkunin var mikil í stað hækkunarinnar.

Ég LÆKKAÐI sem sagt í launum um kr. 108.000 eftir um 20% launahækkun.

Hugur sveitarélaganna til mín birtist á þennan hátt og er mjög skýr.

Ég hefði átt að hækka í launum um u.þ.b. 600.000 krónur en lækkaði um 108.000 krónur. Þannig að ég mátti sjá á eftir um 700.000 krónum á einu ári.

Bón mín til Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er því að semja aldrei aftur um launahækkun meðan ég er launaþiggjandi hjá Strætó bs. ég hef bara ekki efni á því.

Ég hef það sterklega á tilfinningunni að þessa dagana séu starfsmenn fyrirtækisins að vinna að enn frekari hagræðingu á minn kostnað.
Ég læt þá vita þegar ég hef ekki lengur efni á að vinna hjá þeim og nýju stjórn fyrirtækisins sem er stýrt af flokksélögum mínum.
Þá verða þeir að spara á annan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta er ákaflega aumkunnarverð framkoma hjá opinberu fyrirtæki hvort sem stjórnmálamennirnir eða yfirmenn mínir eiga í hlut.

Ég á afar bágt með að trúa því að ég gjaldi fyrir það að vera trúnaðarmaður, einn af sex.

Það er þá ansi dýrkeypt að verða af rúmum 700 þúsund krónum fyrir sjálfboðavinnuna sem að mestu er unnin utan vinnutíma.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband