WOW air á réttri leið?

Hjólakeppnin með það fyrir augum að auglýsa lágþjónustuflugfélagið WOW er góð að því leyti að þar safnast fé til góðgerðamála.

Á meðan keppninni stóð hefur eigandi WOW verið upptekinn af að kanna auglýsingagildi keppninnar og því ekki haft tíma til að lesa bréfið frá mér sem birtist í fyrradag í Mogga.

Skúla Mogensen til einföldunar birti ég bréfið hér aftur því hann les líkast til allar umsagnir um hjólakeppnina.

 

 

"Skúli Mogensen eigandi WOW air. Ég held að þú hafir ekki fengið netpóstinn frá mér um daginn svo ég sendi þér erindi mitt í opnu bréfi:

 

Þær Samniang Khothong, Duangphon Plapsri og Pimnaraporn Chumnan komu til Kaupmannahafnarflugvallar með Qatar air um kl. sex að morgni laugardagsins 24. maí s.l. eftir tæplega sólarhrings ferðalag frá Chon Buri í Thailandi í gegnum Doha. Þær áttu bókað flug með WOW air kl. 13:20. 

Innritun er ekki fyrr en tveimur tímum fyrir brottför og stendur í 75 mínútur og farþegar 174. 

Konurnar sem eru á aldrinum 32 til 57 ára voru óvanar flugferðalögum. 

Engin athugasemd var gerð við farangursþunga í Bangkok og því síður í Doha. Þær reyndust vera með nokkur kg. samtals í yfirvigt. 

Buðust þær til að greiða með USD fyrir auka tösku, sem skv. verðskrá WOW kostar 5.495 IKR, en þær voru með um 100 USD í handbæru fé.

Ekki vildi WOW air taka við USD. Þá hringdu þær til vinar í Reykjavík sem bauðst til að taka þetta á VISA-kortið sitt, en ekki gat WOWair samþykkt símgreiðslu. 

Þá bauðst hann til að greiða þetta strax við heimkomu, en WOW air hafnaði því. Tóku konurnar þá til við að henda farangri í nærliggjandi sorptunnu og klæða sig í föt sem voru í töskunum. 

Loksins urðu starfsmenn WOW sáttir og innrituðu farangurinn. 

Öll þessi höfnun, óliðlegheit og hreinn dónaskapur kom konunum úr jafnvægi og fóru þær grátandi í gegnum öryggiseftirlitið og inn í brottfararsali. 

Spurðu til vegar að WOW brottfararhliðinu en fólk vísaði hvert á annað, oftsinnis. Að lokum komust þær af eigin rammleik (flugstöðin virtist þeim frumskógur) að brottfararhliðinu, tæpum fimm mínútum of seint og var synjað um far vegna þess að búið væri að loka. 

WOW air hafði fyrir því að sækja farangur kvennanna í lest vélarinnar og tafði brottför um tíu mínútur af þeim sökum. Það þarf ekki stærðfræðing til að sjá hvor kosturinn var betri. 

Á tveimur fundum með Önnu Huldu og Arngrími yfirmanni öryggismála hjá WOW (hann sat seinni fundinn), hefur ekkert komið fram sem afsakar óliðlegheit félagsins. 

Bæði sögðu þau okkur ósatt um símgreiðslur VISA, Anna Hulda sagði Valitor ekki samþykkja þær til svona viðskipta svo notuð séu hennar orð og Arngrímur sagði félagið ekki taka við símgreiðslum af öryggisástæðum. 

Hvort tveggja afar hæpið svo ekki sé meira sagt. Við keyptum miða fyrir þær með Icelandair, þar sem þeim var fylgt um borð. 

Miðarnir fyrir þær þrjár kostuðu 263.628 ISK. 

Ekki höfðum við hugmyndaflug til að kaupa fram og til baka með Icelandair, en í ljós kom að WOW air hefur eyðilagt miða þeirra til Kaupmannahafnar 20. ágúst en þær eiga svo framhaldsflug þann dag til Doha og Bangkok.

Skúli, ég vil spyrja þig hvort þú teljir þetta eðlilega viðskiptahætti og hvort þú teljir framkomuna félagi þínu til sæmdar?"

 

 


mbl.is Workforce A liðið fyrst í mark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband