Heiðmerkuraðferðafræði og starfsmannafælni.

Vegna fjölda áskorana (!) endurbirti ég eftirfarandi pistil:

Mér lýst vel á tillögu Samfylkingarinnar í borgarstjórn um 100 kall í strætó í marsmánuði.
Hugsanlega mætti hafa tímabilið lengra. Svifrykið er ógnvekjandi vágestur sem verður að vísa á dyr.

Allir sem starfa við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sjá að við svo búið má ekki standa.
Árið 2005 voru framin alvarleg skemmdarverk á starfseminni með breytingum á leiðakerfinu og þótt lítillega hafi verið klórað í bakkann varðandi úrbætur er það hvergi nóg.
Þá hafa verið gerðar breytingar á vinnukerfi vagnstjóra hjá Strætó bs. sem hafa haft miður heppilegar afleiðingar í för með sér.

Mjög er gengið á kjarasamninga og túlkun þeirra á stundum eins og um hættuástand sé að ræða og undantekningarákvæði notuð dags daglega.

Um sextíu vanir vagnstjórar hafa látið af störfum og horfið til vinnuveitenda sem virða kjarasamninga refjalaust.

Þá eru menn orðnir ansi langeygir eftir breytingum sem boðaðar voru af nýjum valdhöfum.
Það kann ekki góðri lukku að stýra að stjórnarformennsku hjá Strætó bs gegnir Kópavogsbúi sem alið hefur aldur sinn með Heiðmerkuraðferðarfræðingum og er haldinn starfsmannafælni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkinn skilur ekki alveg hvers vegna þetta er í trúarbragðabloggflokkinum - er það einhver sértrúarstefna að nota strætó?

Púkinn, 6.3.2007 kl. 13:46

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Óttarlegt er að heyra að 60 vanir strætóbílstjórar hafi sagt upp.

Þú hefur mína samúð vegna svifryksins. Kvitt fyrir lesturinn. Ég hélt ég fylgdist alltaf með þér en þessi grein fór fram hjá mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.3.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka athugasemdirnar.

Púkinn er trúrækinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.3.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband