Ástargaukurinn sest á lyklaborðið.

Ég er upptekinn af netinu, en þar sem ég er ólofaður sem stendur er skilnaður við mig ekki í myndinni.
Aftur á móti er annar Ástargaukurinn minn, hún Ólöf Jóna að verða ansi þaulsetin á lyklaborðinu hjá mér. Ég skil fyrst núna að þetta eru þögul mótmæli; setuverkfall.

Hinn gaukurinn, Agnar, kallar á hana í sífellu en Ólöf Jóna telur sig hafa öðrum hnöppum að hneppa en að sinna honum. Mér finnst hún orðin æði frek við hann og tillitslaus, þykist alltaf vera að gera þeim heiður og rekur hann miskunnarlaust að afla matar sem hann má svo gubba upp í hana.

Síðan kemur hún södd og ánægð og stundum fullnægð því hún er mjög ákveðin þegar hún rekur hann upp á sig og situr svo á lyklaborðinu og starir á mig á milli þess sem hún stingur höfði undir væng og sefur.

Lífið er svo margbreytilegt ef vel er að gáð.


mbl.is Skilja vegna netfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vill hún bara ekki fá að skrifa blogg?

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.3.2007 kl. 22:11

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hún er vel ritfær!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2007 kl. 22:29

3 identicon

svipað og hjá fuglunum mínum, held hún hafi alltaf haldið að hún sé manneskja, allavega snyrti hún mig alltaf þangað til ég keypti karlinn fyrir 2 mánuðum síðan, ég leyfi henni ekki að sitja á lyklaborðinu reyndar. Hún sýndi furðulega hegðun um daginn og staðfesti enn frekar grun minn og allrar fjölskyldu minnar um að hún sé stórskrítin, hún var búin að vera að liggja á 3 eggjum, karlinn var hálfveikur og ég tók þau bæði út og setti þau á eldhúsborðið.. hún tók sig til og fór uppá bakið á honum, a.m.k. 2x... Furðuleg!  En ekkert skeður í útungununni, en eggjaframleiðslan heldur alltaf áfram, annað hvort þeirra hlýtur að vera ófrjótt og ég er löngu hætt að telja fjöldan af eggjum, ætli hann sé ekki komin í kringum 50stk á rétt tæpum 3 árum.

Hulda (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 22:32

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ólöf Jóna er líka ötul við egglosunina en hefur enga þolinmæði til að liggja á.

Hún hefur líklega ekki lesið leiðbeiningarnar til enda sem komu með Agnari.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1031616

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband