Einkamál Más

Már Guðmundsson vildi vinna bankanum allt það gagn sem hann gat m.a. að taka á sig óþægileg málaferli ef það mætti verða til þess að auka sjálfstæði bankans.

Þegar menn unna þjóð sinni og vilja gera henni sem best, kjósa gjarna að gera það í kyrrþey. Jafnvel lögmaðurinn sem verst góðverkunum fyrir hönd seðlabankans fær ekkert að vita af greiddum málskostnaði og gerir þær kröfur til sækjanda að hann greiði allan málskostnað sóknar- og varnaraðila. Lögmaðurinn er úti á þekju rétt eins og Alþingi hvað varðar fórnfýsi seðlabankastjóra.

Þegar Már Guðmundsson fer í góðgerðarhaminn er það Guð einn sem veit með honum og auðvitað Lára Júlíusdóttir og hennar ráðherra. 


mbl.is Veitti rangar upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ansi vandræðalegt mál fyrir seðlabankastjórann. Hvað hefði verið sagt ef þetta hefði verið Davíð?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.3.2014 kl. 08:18

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég býð ekki í fjaðrafokið sem hefði orðið ef Davíð Oddsson hefði átt í hlut.  Eins og Sigurbjörg segir réttilega.

Jóhann Elíasson, 11.3.2014 kl. 08:21

3 Smámynd: corvus corax

"Ég ætla í mál við og ég geri það bara fyrir þig. Og þótt ég tapi þá átt þú að borga af því að ég geri þetta bara fyrir þig". Siðblindan er algjör þegar menn í háum stöðum eygja möguleika á að bísa úr sjóðum allra landsmanna. Þetta kalla ég skipulagða glæpastarfsemi.

corvus corax, 11.3.2014 kl. 08:26

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sorglegt dæmi um spillingu. Þetta komst upp, hvað er enn hulið?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.3.2014 kl. 08:54

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er slæmt að Jóhanna Sigurðardóttir er ekki lengur á þingi.  Hún hefði væntanlega krafist rannsóknar á spillingunni og þess að spilltur embættismaðurinn yrði látinn sæta ábyrgð, honum vikið úr embætti.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.3.2014 kl. 09:30

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tómas, ekki gleyma heilagri vandlætingu og mótmælum við Seðlabankann, bakkað upp af fréttastofu RÚV.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.3.2014 kl. 09:39

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Alveg rétt Heimir

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.3.2014 kl. 09:59

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður Heimir, já sumt fólk ber geislabauginn "innan klæða" verst þegar svona mál koma upp á yfirborðið og maður þarf að fara að svara fyrir það. :)

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2014 kl. 12:56

9 Smámynd: Snorri Hansson

Fáránlegt mál. Maður er ráðin til starfa fyrir ákveðin laun.

 Sá sem réði hann lækkar launin hans (af því bara).

 Venjulega hættir sá ráðni og fer í skaðabótamál.

 Þessi fer í mál við fyrirtækið sem hefur í raun ekkert um málið að gera

 þar sem það var forsætisráðherra sem klúðraði þessu máli eins og öðrum.

 Ég tel ekki rétt að sá ráðni kosti málskostnað.

Snorri Hansson, 11.3.2014 kl. 17:19

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Snorri Hansson, sömu lög giltu fyrir alla ríkisforstjóra sem sættu örlögum sínum.

Finnst þér virkilega rétt að taka upp hanskann fyri mann sem stelur frá almenningi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.3.2014 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband