Þetta reddast

Auðvitað víkur öll fiskvinnsla í stærstu verstöð landsins fyrir stúdentaíbúðum, göngu- og hjólastígum og veitingastöðum.

Borgarfulltrúar í Reykjavík gera sér öðrum fremur ljóst hvar verðmætin verða til og þá eru fiskveiðar og fiskvinnsla bara fyrir.

Nú þegar hafa þeir kvartað hástöfum yfir því að of mikið land fari undir götur og eru farnir að þrengja þær mjög samanber Borgartúnið og Suðurgötuna.

Þá er flugvöllurinn fyrir þeim,  því þar má byggja svo margar stúdentaíbúðir á dýrasta landsvæði landsins.

Hvernig á að kosta allt þetta er bara aukaatriði í hugum þessa fólks.

Þetta reddast. 


mbl.is Íbúðir og fiskur fara ekki saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já Heimir, þetta fer svona þegar engin stjórn er á borginni og hversu langt þetta á að fara er undir okkur komið. Það var búið að ráða færan mann í borgarstjórastöðuna, en hann rekinn af klíkunni.

Eyjólfur Jónsson, 13.2.2014 kl. 12:59

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eyjólfur illa treysti ég lækninum og meðreiðarfólki hans til að fara með forræði borgarinnar önnur fjögur ár.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.2.2014 kl. 13:50

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Burt með öll skíthús..hér á að koma villa!"

Þessi metnaðarfulla yfirlýsing heyrðist frá manni úti á landi sem var að taka þá ákvörðun fyrir hönd fjölskyldunnar um miðja síðustu öld að nú yrðu öll peningshús á lóðinni rifin og byggt tveggja hæða steinhús.

Og að þessu brostu menn í kampinn norður þar.

En nú kemur þessi einræða hans Helga míns í Salnum æ oftar upp í hugann þegar ég sé og heyri reykvísk stertimenni úr skipulagsráði og borgarstjórn benda hvítum og slöppum fingri á gömul aðsetur atvinnulífsins, eða sögulegar minjar um mannlíf sem þeim finnst ekki ríma við stórborgardrauma þeirra á heimsvísu.
Barnalegasta og aulalegasta birting vanmáttarkenndar okkar Íslendinga í seinni tíð. Og gengur svo nákvæmlega upp í sjálfsmynd þess hóps í samfélaginu sem skammast sín leynt og ljóst fyrir að vera Íslendingar.

"Ja, eiginlega er ég nú kannski ekki beinlínis Íslendingur sko....  eða þannig. ....Ég er kannski meira, svona.....sko........Evrópumaður eiginlega inni í mér sjáðu!"

Árni Gunnarsson, 13.2.2014 kl. 14:19

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Árni, þakka þér góða athugasd. Kjarnyrtur að vanda. Slorið er okkar lífsbjörg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.2.2014 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband