Ekki hlátur í huga - forsjárhyggja

Grunnskólaskrifstofa bannar börnum að þiggja tannbursta.

 

  • Er þetta sama fólkið og bannaði börnum í Austurbæjarskóla að borða svínakjöt?
  • Er þetta sama fólkið og bannaði kristni í grunnskólum?
  • Hvað segja kjörnir fulltrúar?

 


mbl.is Mega ekki gefa tannbursta í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Mér finnst þetta bara nokkuð góð regla. Að hlífa börnum í grunnskólum við alls kyns utanaðkomandi sölu- og kynningarmennsku. Hugsaðu þér, Heimir, að barnabarn þitt missir kannski af eina kristinfræðitímanum sem átti að fjalla um göngu Jesú Krists á Genesaretsvatninu. Eða kennslustund í smíðum, föndri, leikfimi, heimilsifræði eða tónment, bara vegna þess að einhver hagsmunaaðili eða hugsjónarugludallur telur sig vera með mikilvægt erindi eða boðskap til barnabarns þíns.

Ertu á móti því að börnin fái þann kennslustundafjölda í öllum fögum sem þeim er ætlaður í aðalnámskrá, stundatöflu og skóladagatali?

Sigurður Rósant, 4.2.2014 kl. 15:31

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er fátt annað um þetta að segja en: „Stjórnendum Reykjavíkurborgar tekst aftur og aftur það ómögulega. Að toppa sjálfa sig í heimskunni!“ (Magnús Guðlaugsson)

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.2.2014 kl. 15:56

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður, tannvernd getur varla flokkast undir annað en góða kynningu.

Skil ekki hvað þú ert að fara með hugleiðingu þinni gegn kristnifræðinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2014 kl. 16:23

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Rakel, skv. nýjum fréttum hefur borgarstjórnin séð að sér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2014 kl. 16:24

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sem er auðvitað mjög gott! en þetta leiðir óneitanlega hugann að allri þeirri sérhæfðu vanhæfingu sem vinnur að stjórnsýslu landsins.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.2.2014 kl. 16:36

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Þú verður að setja þig í fótspor kennarans sem reynir að fylgja sinni stundatöflu, aðalnámskrá, skólanámskrá og vilja foreldranna til að börn þeirra fái tilskilinn kennslustundafjölda í t.d. kristinfræði yfir skólaárið.

Þú verður líka að setja þig í fótspor fagkennarans sem kennir bekk barnabarns þíns trúarbragðafræði í t.d. 7. bekk eingöngu 2 kest á fimmtudögum. Síðan koma alls kyns utanaðkomandi aðilar (einmitt á fimmtudögum t.d) og barnabarn þitt missir aftur og aftur af trúarbragðafræðikennslu vegna þeirra sem vilja kynna tannkrem, vörn gegn fíkniefnum, ráð gegn einelti o.s.frv.

Hvernig á kennarinn, skólastjórinn, fræðslustjórinn og menntamálaráðuneytið að bæta barnabarni þínu missirinn í trúarbragðafræði, ja.... eða öðrum fögum fagkennara?

Sigurður Rósant, 4.2.2014 kl. 20:16

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gallinn  við þennan pistil er að hann byggir á mýtum en ekki staðreyndum. Skoðum staðreyndirnar

Svíkakjöt er ekki bannað í Austurbæjarskóla. Hér má til dæmis sjá matseðilinn þar fyrir þennan mánuð það er febrúar 2014.

http://austurbaejarskoli.is/index.php/component/utmschoolmenu/

Eins og sjá má hér er maturinn þann 7. febrúar 2014 það er eftir þrjá daga eins og hér segir.

"Steiktur grísahnakki með kartöflum, sósu og fersku salati með fetaosti."

Ætlar þú að halda því fram að það sé ekki svínakjöt í þessum rétti?

Kristni hefur ekki verið bönnuð í grunnskólum í Reykjavík. Það er aðeins trúboð sem hefur verið bannað og er það óháð trúarbrögðum. Trúarbragðafræðsla þar með talin kristnifræðsla fer fram í grunnskólum Reykijavíkur. Það er því fjarstæða að kristni hefi verið gerð útlæg þar. 

Sigurður M Grétarsson, 4.2.2014 kl. 21:20

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður Rósant, þú ert auðvitað bara snillingur. Einkum í útúrsnúningum Nýja testamennti biflíunnar tekur ekki langa tíma að afhenda. Mesta lagi þriðjungur úr kennslustund fer í afhendingu til hvers og eins nemanda. Að afhenda börnum tannbursta tekur ekki meiri tíma og málið er dautt það árið.

Ég veit að þú finnur snúning út úr þessum orðum mínum og óska ég þér bara góðs gengis við þá iðju þína.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2014 kl. 02:32

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður M Grétarsson er líka snjall hártogunarmaður og hefir oftast orðið vel ágengt.

Þú gerir þér leik að því að rangtúlka orð mín um Austurbæjarskóla því þú veist að svínakjötsneysla var bönnuð þar, en hefur kannski verið leyfð á ný.

Kristni var lögtekin á Íslandi árið þúsund sem þjóðartrúarbrögð okkar Íslendinga. Veit ég ekki til að því hafi verið breytt, nema í grunnskólum Reykjavíkur þar sem ekki má leggja áherslu á kristna trú umfram Hindúisma eða Búddisma svo bara tvö dæmi séu tekin.

Grundvallaratriði kristninnar eru að gera manneskjuna betri gagnvart samborgurum sínum og samferðafólki. Gídeonsfélagið hafði um áratugaskeið gefið skólabörnum Nýja testamennti biflíunnar, en núverandi borgarstjórnarmeirihluti stóð að þeirri ákvörðun að banna það.

Svona vinnubrögð eru afskaplega klén og særa sómakennd almennings.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2014 kl. 02:40

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Þakka hrósið, Heimir. En ég tala nú af reynslu sem fyrrum grunnskólakennari til 15 ára eða svo. Það var nú stundum pirrandi að sjá ekki nemendur sína í margar vikur, þegar ég kenndi sem fagkennari samhliða bekkjarkennslunni, einmitt vegna þessara aðila sem þurftu nauðsynlega að brjóta upp skólastarfið, endilega á fimmtudögum, sem voru líka oft frídagar nemenda til að þóknast frídagakerfi kristinna, sbr. skóladagatal.

Ég sé nú enga tilraun hjá mér eða nafna mínum til að snúa út úr orðum þínum. Við reynum bara að leiðrétta það sem þú ferð rangt með í málflutningi þínum.

En hvers vegna eigum við 'kristnir' að hafa rétt á því að lauma trú okkar inn á börn í leik- og grunnskólum, Heimir? Nú eru múslimir farnir að leita færis á því að lauma Kóraninum inn í skóla í Hafnarfirði. Ertu hlynntur því?

Öll svona kynning, hvaða nafni sem hún nefnist og í hvaða tilgangi sem er, tekur tíma frá nemendum og kennurum. Leikfélag Reykjavíkur hefur meira að segja fengið tíma til að kynna leikrit sem henta börnum á skólaaldri sérlega vel, og eru eflaust gott innlegg í uppeldið.

En hversu lengi getur skólinn lagt niður kennslu vegna svona kynninga, Heimir?

Finnst þér þetta virkilega í lagi?

Konur sem komu með 'flúor' handa börnum til að draga úr tannskemmdum og voru á vegum skólatannlæknis, ræddu yfirleitt fyrst við kennara áður en þær komu í kennslustund til að laða börnin til 'flúorneyslu'. Þar voru hæg heimatökin og gekk slíkt yfirleitt snurðulaust fyrir sig.

Einnig minnist ég þess að nemendur fengu einhverjar sprautur til að koma í veg fyrir 'bólusótt' að mig minnir, en það kom fyrir að nemendur féllu í yfirlið eftir slíka sprautu og hlupu upp á borðum um alla stofuna til að losna við sprautuna.

Segðu bara til, Heimir minn. Hvar viltu draga mörkin án þess þó að minnka verulega þann kennslustundafjölda sem nemendum er ætlaður og er lofaður foreldrum.

Sigurður Rósant, 5.2.2014 kl. 13:57

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er rétt að ítreka það Sigurður að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000.

Hvað varðar skerðingu á kennslu vegna tannburstagjafarinnar má örugglega bæta þær tuttugu mínútur upp á einhvern hátt.

Ég vona svo sannarlega að tannburstarnir spilli ekki frekar lestrarkennslu barnanna, en hrikalegar tölur um hrakandi lestrarkunnáttu voru kynntar á haustdögum.

Maður hefur spurt sig, mann og annan hvað í ósköpunum kennarar barna eru að gera þegar þeir útskrifa ólæs börn.

Þegar ég var barn í skóla, var tekinn daglega tími í að hella upp í okkur lýsi, við fórum til tannlæknis, til skólahjúkrunarkvenna sem sprautuðu okkur og allir voru læsir.

Hvaða andskotans linkind ríkir í skólum borgarinnar?

Þú hefðir betur haldið kennslunni áfram Sigurður þá væri ástandið betra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2014 kl. 14:24

12 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég var alveg búinn að gleyma þessu með kristnina er henni var þröngvað upp á Íslendinga árið 1000. Þakka þér fyrir að minna mig á það, Heimir.

En fór fram einhver PISA könnun, er vér vorum ungir, Heimir?

En ég er þó búinn að reyna að lýsa því fyrir þér hvernig kennslustundum grunnskólanema hefur fækkað vegna alls kyns utanaðkomandi hugsjónafólks. *

Svo er náttúrulega hver nemandi með 'smartphone' að andvirði tugþúsunda á meðan skólinn sjálfur og öll aðstaða þar er fjársvelt.

Ég minnist þess að í nokkur skipti hrundi vinnustóll minn er ég settist í hann í fyrstu kennslustund að hausti, jafnvel þó að hann hafi verið mjög vel 'teipaður' saman af fyrri kollegum mínum.

Sökin liggur bæði hjá vinstri- og hægriöflum sem setið hafa við stjórn ríkis eða sveitarfélaga. Þar var enginn munur á, þau ár sem ég kom að skólastarfi. Það var einna helst að maður fann mun á milli sveitarfélaga, en ég nefni engin nöfn í því sambandi.

Við sem einstaklingar erum jú mislagnir við að kenna börnum lestur eða stærðfræði svo tvö mikilvægustu fögin séu nefnd.

En mikið þótti mér slæmt að taka við nýrri kennslubókunum í stærðfræði, sem kynntu jú fleiri og fjölbreytilegri reikningsaðferðir..... en gáfu nemendum litla sem enga æfingu í að festa sér aðferðirnar í minni. Til þess voru æfingadæmin allt of fá.

Svo komu til ný sjónarmið varðandi utanbókarlærdóm. Ekki þótti lengur viðeigandi að börn þyrftu að læra margföldunartöfluna eða ljóð utanbókar. Nú þykir ekki lengur viðeigandi að börn taki próf í fögunum, heldur sé rétt að veita nemendum 'umsögn' sem tilgreinir hæfileika þeirra o.s.frv.

Kannski má rekja 'linkindina' til lægri launa í kennarastéttinni sem nú er að mestu skipuð konum sem eiga fyrirvinnu, en ekki körlum sem þurftu að halda uppi rekstrarkostnaði heimilisins að stærstum hluta?

Nei, ég 'kann ekki að kenna lengur', Heimir minn, svo ég noti tilsvör Jóns 'vetrarmanns' er ég spurði hann hvers vegna hann færi ekki aftur út í kennslu, frekar en að aka strætó.

Sigurður Rósant, 5.2.2014 kl. 14:52

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðvitað er ekki hægt að gera kröfur til barna um utanbókar ljóð sem ekki kunna að lesa.

PISA könnun var ekki til í mínu ungdæmi, enda kom bara í ljós í tímum hverjir áttu erfitt með lestur og fengu þeir auka leiðsögn kennara. Laun kennara eiga varla að hafa áhrif á getu þeirra til kennslu, nema að þú sért að reyna að fá mig til að trúa að konur séu lélegri kennarar en karlar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2014 kl. 15:14

14 Smámynd: Sigurður Rósant

Svo má ekki gleyma þætti núbúanna í lestrarkunnáttunni. Foreldrar múslímskra barna bjóða þeim upp á arabísku á sunnudögum kl. 13:00 - 14:00, þar sem þau þilja Kóraninn utanbókar, já án þess að læra að lesa arabískuna.

Svo þú sérð kannski smám saman, að fjölmenningin dregur úr lestrarkunnáttunni líka.

Ég skildi orð þín svo að karlar væru betri til kennslunnar en konur með þessum orðum þínum: "Þú hefðir betur haldið kennslunni áfram Sigurður þá væri ástandið betra."

Nei, Heimir, laun hafa sjálfsagt ekki áhrif á 'getuna', en þau geta kannski haft áhrif á 'viljann' og 'úthaldið' til að kenna, ef kennarinn þarf að stunda aðra vinnu meðfram kennslunni, til að hafa ofan í sig og sína.

Annars finnst mér að þú sért frekar kominn í 'gír' útúrsnúninga, enda skortir þig þekkingu, reynslu og vit á þessu sviði, sem þú endilega þarft að tjá þig um, trúlega vegna 'fordóma' eða 'haturs' í garð kennarastéttarinnar og þá sem vilja stjórna þeirra vinnu.

Sigurður Rósant, 5.2.2014 kl. 15:49

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað varðar meint bann við svínakjötsneyslu í Austurbæjarskóla þá skilst mér að þar hafi aðeins verið um það að ræða að ákveðið var að taka svínakjöt tímabundið af matseðli í mötuneytinu meðan fundin var lausn á því hvernig hægt væri að bjóða þeim börnum sem ekki borða svínakjöt eitthvað annað þá daga sem svínakjöt væri á boðstólnum. Börnum var hins vegar heimilt að koma með svínakjöt með sér í skólan og borða það í skólamötuneytinu ef þau vildi til dæmis samliku með skinku. Síðan hafa komið upp kröfur um grænmetisfæði auk allra barnanna með ofmæni og því væntanlega búið að búa til farveg fyrir allar þessar sérþarfir og þá er ekkert mál að hafa svíknakjöt á matseðlinum.

Við erum ekki með þjóðtrú hér á landi. Sá svarti blettur á sögu Alþignis að afnema trúfrelsi hér á landi árið 1000 var tekin til baka með stjórnarkránni sem við fengum frá Dönum árið 1874. Síðan þá hefur ríkt trúfrelsi hér á landi. Vissulega erum við með þjóðkirkju en það er ekki það sama og að hafa þjóðtrú enda öllum öðrum trúfélögum heimilt að starfa hér á landi og reisa sér byggingar undir trúariðkun sína og menn geta stofnað og srkáð sig í hvaða trúfélag sem er.

Hitt er annað mál að kristni hefur ekki verið gerð útlæg í skólum. Kristnifræðsla fer þar fram ásamt fræðslu um önnur helstu trúarbrjögð mannkyns en trúboð er bannað og á það við um öll trúarbrögð. Í þessu efn er rétt að nefna það að samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu telst trúboð í skyldunámi vera mannréttindabrot. Við Íslendingar erum aðilar að þeim mannréttindasáttmála og höfum því skuldbingingar að virða hann. En að sjálfsögðu ættum við ekki að vera að brjóra mannréttindi óháð aðild okkar að mannréttindasáttmála Evrópu eða öðrum mannréttindasáttmálum.

Það að gera manneskjuna betri gagnvart samfélagi sínu og samborgurum er grunvallaratriði í öllum trúarbrögðum og sker kristni sig ekki sérstaklega úr í því efni hvað stærstu trúarbrögð mannskyns varðar. Þetta snýst líka um almennt siðferði óháð trúarbrögðum. Það mun því ekki gera börn að betri manneskjum að boða þeim trú hvort sem um kristni eða önnur trúarbrögð er að ræða. Það er engan vegin svo að siðferði sé almennt betra í þeim löngum sem trúarbrögð eru sterk og á það við um öll trúarbrögð þar með talið kristni. Til dæmis er kristni mun sterkari í austur Evrópu en í verstur Evrópu en því fer víðs fjarri að þar sé umburðalyndi meira eða mannréttindi í betra horfi. Við sjáum bara hvernig þeir koma fram við samkynhneigða þó vissulega sé það mismunandi milli einstakra ríkja þá er staða þeirra almennt mun verri í austur en vestur Evrópu og einnig er það yfirleitt þannig að þeim mun sterkari sem trúin er þeim mun verri er staða samkynhreigðra.

Það er því vandséð að það geri fólk að betri manneskjum að boða þeim kristna trú. Það þarf einfaldlega að kenna börnum umburðalyndi og umhyggju fyrir öðru fólki þar með talið fólki sem játar aðra trú en það sjálft eða er ríkjandi trú í viðkomandi ríki og það er ekki gert með trúboði.

Sigurður M Grétarsson, 6.2.2014 kl. 13:18

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður, hvernig dettur þér í hug að ég hati kennarastéttina? Það þarf mjög auðugt ímyndunarafl og smá skammt af illkvitni með til að draga svona ályktun.

Að ég hafi ekki vit á umræðuefninu lýsir bara hroka.

Árangur af störfum kennara er mælanlegur og þær niðurstöður hjálpa okkur sauðsvörtum almúganum að draga ályktanir. Þið kennarar eruð upp til hópa gott fólk, en verðið að kunna að taka gagnrýni. Ekki bara segja að þeir sem tala um óvéfengjanlegar niðurstöður af stöðu umbjóðenda ykkar hafi ekki vit á því sem þeir eru að tala um. Ég hef látið pappíra með starfslýsingu í hendur fólks sem skilur varla nema orð og orð, en er samt útskrifað úr skólum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.2.2014 kl. 06:24

17 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður M Grétarsson. Þú hefur með semingi samþykkt orð mín um svínakjötsbannið, sem var til að þóknast barni annarrar trúar.

Fjöldinn leið fyrir bannið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.2.2014 kl. 06:26

18 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurðr M. þú segir:

Það þarf einfaldlega að kenna börnum umburðarlyndi og umhyggju fyrir öðru fólki....

Hvorki fór skólastjórn Austurbæjarskóla eftir þeirri reglu þegar mörg hundruð börn liðu fyrir tillit við einstakling né þú þegar þú beitir öllum brögðum við að telja mér trú um að ég fari með staðlausa stafi um athugasemd við fréttina.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.2.2014 kl. 06:30

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Heimir. Það að kenna börnum kristni er ekki besta leiðin til að kenna þeim umburðalyndi og umhyggju fyrir öðru fólki. Það eru til margar betri aðferðir til þess.

Það er einmitt ein tegund umburðalyndis að bere virðingu fyrir og umbera siði annarra. Það eru til nægar tegundir af kjöti þannig að það skiptir sáralitlu ef nokkru máli fyrir börnin almennt þó einni tegund sé sleppt í skólamötuleyti. Þau geta fengið það kjöt heima hjá sér ef foreldrar þeirra telja það nauðsynlegt á matseðli þeirra. Það er hins vegar meira mál fyrir þau börn sem þurfa þá að sleppa því að borða þann daginn eða taka með sér nesti þegar sú tegund kjöts er á boðstólnum. Það er sama með þetta eins og með grænmetusætur og börn með ofnæmi fyrir tilteknum matvörum. Og þegar aðeins er um tímbundna ráðstöfun að ræða þangað til búið er að finna lausn á því að láta sum börn fá annað en er á matseðlinum þá er þetta einmitt dæmi um umburðalyndi sem nausynlegt er að kenna börnunum.

Sigurður M Grétarsson, 8.2.2014 kl. 17:07

20 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

SMG ér er furðulostinn á að þér finnist í lagi að 799 börn um sé neitað um eina tegund fæðu til að þóknast trúarbrögðum eins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2014 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband