6.1.2014 | 07:49
Vinstristjórnin
Frumvarpið var samið í tíð samfóista og vinstri grænna. Hrein atlaga að einkaframtaki í fólksflutningum til að hygla stóru rútufyrirtækjunum. Treysti Sjálfstæðisflokknum til að koma í veg fyrir samþykkt þess á alþingi.
Gróf aðför að heilli stétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skrítið að það komi ekki fram í fréttini ?
Takk fyrir að kasta ljósi á upprunann !
Birgir Örn Guðjónsson, 6.1.2014 kl. 08:02
Sem betur fer er þetta ekki orðið að lögum. Og hvað á það að þýða að lækka hámarksaldur um 6 ár. Væri ekki hægt að þrepa þetta niður og byrja á t.d 4
árum?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.1.2014 kl. 08:44
Á þetta að vera fyndið Heimir? Vissulega voru drögin samin í tíð síðustu stjórnar en nuverandi stjórn er algjörlega í sjálfsvald sett að draga þetta til baka eða breyta drögunum. Að kenna síðustu stjórn um lög sem þessi stjórn samþykkir er afskaplega lágkúrulegt svo ekki sé meira sagt en kemur reyndar ekkert á óvart þegar sjálfstæðismenn eiga í hlut.
Óskar, 6.1.2014 kl. 09:19
Aumingja Óskar.....
Birgir Örn Guðjónsson, 6.1.2014 kl. 09:23
Vá hvað þetta var´málefnalegt Birgir. Ég ætla að vera álíka málefnalegur. Þú ert fáviti.
Óskar, 6.1.2014 kl. 09:27
Orðljótur Óskar einhver....
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.1.2014 kl. 09:30
Hvernig væri nú að þið sjallarnir svöruðuð á málefnalegan hátt og farið í boltann en ekki manninn. Er það ykkur ofviða Birgir og Sigurbjörg eða finnst ykkur virkilega líka í lagi að kenna síðustu stjórn um lög sem þessi stjórn skrifar undir og samþykkir? Ef vilji og áhugi er fyrir hendi hjá Sjálfstæðismönnum sem nú stýra Innanríkisráðuneitinu þá væri það varla dagsverk að breyta þessum drögum.
Þess ber að geta sem Heimir kýs að minnast ekki á að þessi drög voru til skoðunar hjá þáverandi ráðherra einmitt eftir mótmæli leigubílsstjóra og mjög líklegt að þeim hefði verið breytt. Síðan komu stjórnarskiptin og þá virðist Hanna Birna ætla að keyra þetta í gegn óbreytt þrátt fyrir að vita af óánægju leigubílsstjóra. En Heimir og co. kenna síðustu ríkisstjórn um það!!
Óskar, 6.1.2014 kl. 09:35
Ég ætlaði að setja hér inn athugasemd en sé svo að ég er ekki nógu vitlaus til að skrifa hér inn.
Baldinn, 6.1.2014 kl. 11:02
Svona að lokum er rétt að benda Heimi á að núverandi ríkisstjórn voru nú engin vandkvæði á höndum við að henda út náttúruverndarlögum og veiðigjaldinu sem síðasta ríkisstjórn hafði samþykkt og var meiraðsegja orðið að lögum.
Óskar, 6.1.2014 kl. 11:13
Núverandi ríkisstjórn hefur verið ansi iðin við að afmá ummerki vinstri stjornar Jóhönnu Sigurðardóttur: Engin stjórnarskrá, engar viðræður við Evrópusambandið, engin náttúruverndarlög og helst enga náttúruvernd, enga skatta á útgerðina, þ.e. greiðsla fyrir afnotarétt að auðlind.
Hvernig þjóðfélag vilja hægri afturhaldsmenn? Vilja þeir ekki nýja stjórnarskrá? Jú en nú á aldinn lögfræðiprófessor að ráða því og hann hefur margsinnis lýst yfir að ekki sé þörf á að breyta neinu!
Er þessi ríkisstjórn virkilega á móti öllum framförum og nútíma skynsemi?
Eg fæ ekki skilið þessa ríkisstjórn broskarlanna frá Laugarvatni.
Guðjón Sigþór Jensson, 6.1.2014 kl. 16:59
Er sæl með Rikisstjórina og meira eftir þvi hvað henni tekst að útmá allt eftir vinstr vinstra ruglið !!
rhansen, 6.1.2014 kl. 20:16
Óskar, athugasemd mín stendur óhögguð. Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn sem heild hafni atlögunni að einkaframtakinu.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2014 kl. 03:49
Guðjón, ertu að segja að útgerðin greiði ekki skatta?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2014 kl. 03:50
Hvernig geturðu sagt að frumvarpið sé atlaga að einkaframtakinu? Eins og kerfið er núna þá hamlar það einkaframtaki. Kerfið eins og það er í dag er niðurnjörfað og kemur í veg fyrir ýmislegt. Til dæmis getur enginn keyrt túrista nema bíllinn taki 9 farþega eða fleiri. Það eru fjölmargir litlir aðilar að berjast á þessum markaði. Eru kannski bara með litlar rútur. Ef svo hittir á að farþegafjöldinn er aðeins meiri þá verður hann að senda rútu eftir kannski 2 farþegum. Má alls ekki senda einkabíl.
Þetta finnst mér fáránlegt.
Takmörkunin á fjölda leigubíla í mesta þéttbýlinu kallast seint að styðja við einkaframtak. Hún kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni og heldur verðinu uppi.
Þóra Guðmundsdóttir, 7.1.2014 kl. 11:15
Það er kominn tími til að auka frelsi og samkeppni í leigubílaakstri. Hvers vegna ætti maður með tilskilin próf ekki að geta boðið upp á leigubílaakstur sem einyrki?
Jón Ragnarsson, 7.1.2014 kl. 15:47
Þóra, túristar mega ferðast með leigubílum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2014 kl. 01:45
Baldinn, athugasemd þíner einkar gáffuleg.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2014 kl. 01:52
Veit ég vel Heimir.
Leigubílstjórar hafa einkarétt á minni bílum. Sjö og níu manna. Það finnst mér mjög óeðlilegt. Það eru nokkur lítil fyrirtæki á þessum markaði ekki bara stór.
Þau neyðast til að senda litla rútu eftir farþegum þegar 7 manna bíll myndi duga. En það má ekki.
Það er hins vegar í lagi fyrir leigubílastöðvar að fara með farþega í dagstúra án þess að nota mæli.
Fólk í ferðaþjónustu ætti að mega nota þau farartæki sem þeim hentar best svo framalega að bílstjórinn hafi tilskilin réttindi.
Þóra Guðmundsdóttir, 8.1.2014 kl. 13:04
Þóra, núverandi reglur eru bara í góðu lagi. 1-8 manna og níu manna og uppúr.
Það er fáránlegt að sjá rútur smala farþegum um þröngar götur miðborgarinnar sem eru að fara í flug. Borgaryfirvöld hafa ýtt undir ferður stórra rútubifreiða um miðborgina með því að leyfa Allrahanda að hafa bækistöð við Arnarhól.
Mikið nær væri að gera leigubílum hærra undir höfði í miðbænum og draga þarr með úr mengun og umferðarþunga á viðkvæmum stöðum.
Borgarfulltrúar virðast ganga erinda stóru rútufyrirtækjanna sem vaða yfir allt og alla.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.1.2014 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.