Ómögulegar aðstæður

Sé það rétt að faðir stúlknanna sé ofbeldismaður, stend ég heils hugar með Hjördísi.

 


mbl.is Fór með börnin í einkaflugvél frá Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það á ekki að afsaka lögbrot, dómsalir eru til að halda uppi lögum og rétti.

Aðhillast lög götunar er vísir að lögleysu og það verður aldrei neitt gott út úr því.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 27.9.2013 kl. 10:32

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hélt það væri ólöglegt að berja börn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2013 kl. 13:52

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef börnunum hefa verið barinn þá er það dómarar réttarfarsins að dæma um það, en ekki dómarar götunar.

Barnarán eru ólögleg.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 27.9.2013 kl. 14:10

4 Smámynd: Óskar

Því miður bendir margt til þess að Hjördís sé að ljúga uppá föðurinn.  Það er nú ekki eins og það sé í fyrsta skipti sem kona gerir það í forræðisdeilu.

Óskar, 27.9.2013 kl. 14:12

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er rétt hjá þér Óskar ég hef lesið og heyrt um alskonar lygar hjá konum sem vilja hefna sín á mökum sínum þegar að skilnaður er í býgerð. Hef orðið fyrir því sjálfur.

Oftast nota konur börnin sem útspil til að hefna sín á sambýlismanni ef sklinaður er í býgerð. Þannig að saklaus börnin verða peð þrátaflsins, það er að segja ef manninum þykir vænt um börnin, en ef svo er ekki þá nota þær eitthvað annað til að rægja manninn.

Skilnaður getur verið ljótur leikur og það ætti enginn að taka afstöðu til þessa ljóta leiks nema dómarar réttarfarsins.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 27.9.2013 kl. 14:30

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Telpurnar hafa lýst ofbeldinu við starfsfólk lögreglu og barnaverndaryfirvalda.

Eru þær að skrökva?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2013 kl. 17:16

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er hægt að láta börn segja hvað sem er, sérstaklega þegar það er foreldri og þá sérstaklega móðir sem segir þeim hvað á að segja. Það er marg sannað.

Svo ættla ég ekki dönskum dómsyfirvöldum að vera svo léleg að þau ransaki ásakanir um ofbeldi gegn börnum.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 27.9.2013 kl. 17:30

8 Smámynd: Landfari

Við höfum bara aðra hliðina á þessu sorglega máli og engar forsedur til að taka afstöðu á annan hvorn veginn.

Landfari, 27.9.2013 kl. 18:45

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jóhann, ég tek mark á börnum og teikningum þeirra þegar orð fá ekki lýst.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.9.2013 kl. 19:10

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það sýndi sig í lengsta dómsmáli í Kaliforníu sem tók yfir 6 ár ransókn og í dómsölum. Börn í leikskóla teiknuðu myndir og sögðu frá. Kona og maður sátu í fangelsi meðan að málið var í meðferð.

Börnin töluðu um að dýrum hafi verið fórnað og grafin í bakgarð leikskólans. Bakgarðurinn var grafin upp frá einum enda til annars og engar beinagrindur af dýrum fundust.

Eftir 6 ár voru þau sem ráku leikskólan fundin saklaus af öllum ákærum.

Þá loks kom það fram að ein kerling sem var með geðveiki fékk barnið sitt til að segja alskonar sögur og aðrir foreldrar sáu peninga og fengu börnin sín til að segja samskonar sögur vegna peningagræðgi.

Þegar dómsorð kom út í málinu, þá komu foreldrar fram og sögðu að þetta hafi verið tilbúningur og börnin fengin til að segja sögurnar.

Ekki segja mér neitt um að taka mark á börnum og teikningum þeirra Heimir.

McMartin pre-school trial http://en.wikipedia.org/wiki/McMartin_preschool_trial

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 27.9.2013 kl. 21:00

11 Smámynd: Jens Guð

  Yfirvöld - embættismenn -  barnaverndarmála á Íslandi hafa ekki söguna og vitnisburðinn með sér.  Þvert á móti.  Breiðavík og hvað þau heita öll þessi upptökuheimili sem buðu börnum aðeins upp á kynferðislegt ofbeldi,  vinnuþrælkun og barsmíðar.  Dæmin eru svo mörg og hrópandi að það er full ástæða til að vantreysta yfirvöldum.  Og ekki aðeins að vantreysta þeim heldur reikna með því að þar sé brotinn pottur.  Dæmin eru það mörg.

  Það er fráleitt að blanda inn í þetta tiltekna dæmi um meint ofbeldi föðurs eitthvað dómsmál í Kaliforníu.  Við getum alveg eins tínt þaðan upp sögur af raðmorðingjum,  djöfladýrkun,  Waco morðin,  Ku Klux Klan og hvað sem er.

  Nokkuð mörg gögn sýna að faðir stelpnanna sé ofbeldismaður og dætur hans eigi um sárt að binda af hans völdum.  Ég styð það að þeim sé betur komið úr hans höndum.  Ef að þessar stelpur væru mér nákomnar myndi ég taka í hnakkadrambið á ofbeldismanninum og tala við hann á því tungumáli sem hann myndi skilja.  

Jens Guð, 28.9.2013 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband