Ekki mikið að

Þegar Birgitta Jónsdóttir kom fyrst á þing sá hún að ekki var mikið að í íslensku þjóðfélagi. Skundaði hún því vestur um haf og hóf afskipti af bandarískri löggjöf. Veittist hún að fyrirhuguðum lagasetningum í bandaríska þinginu. Í leiðinni studdi hún rækilega við bakið á þarlendum hermanni sem átti í erfiðleikum með að átta sig á hvers kyns hann var. Þá er frægt samband hennar við meintan ástralskan nauðgara.

Nú er kominn nýr þingmaður, samherji Birgittu, Jón Þór Ólafsson. Ekki sér hann neitt brýnna að bæta í íslensku þjóðfélagi, en klæðaburð þingmanna og ávarpsorð þeirra í pontu hins háa Alþingis. Telur hann brýnt úr að bæta. 

Þegar flokkur sem fær menn á þing sem kennir sig við sjóræningja er ekki von á siðbót. 


mbl.is „Þessi ávarpsorð eru venjuhelguð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas

Þér færi betur að kynna þér fyrir hvað Píratar standa, hvaða mannréttindastörf Birgitta hefur verið að vinna og hvers vegna nauðgunarásakanir gagnvart Assange eru mjög grunsamlegar, frekar en að sitja í hásæti þínu og dæma hægri vinstri.

Tómas, 14.9.2013 kl. 11:46

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tómas, ég sé engan mun á okkar sætum.

Sænsk yfirvöld telja að nauðgunarákærurnar eigi við rök að styðjat og mitt sjónarmið breytir engu þar um. Ekki heldur þitt.

Birgitta var kosin á Alþingi Íslendinga til að vinna að málum okkar þjóðar.

Henni er að sjálfsögðu heimilt að sinna áhugamálum sínum vestan hafs, bara ekki á launum hjá mér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2013 kl. 12:00

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

styðjast

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2013 kl. 12:01

4 Smámynd: Tómas

Það er fleira en álit Sænskra yfirvalda sem skiptir máli.

Birgitta sinnir þessari mannréttindavinnu líka í frítíma sínum, sem og sem þingmaður. Enda snertir mál Mannings okkar þjóð, ekki síður en aðrar. Eigum við Íslendingar kannski bara að sniðganga útlönd að öllu leyti? Mannréttindabrot skipta kannski engu máli, nema þau séu framkvæmd á Íslandi fyrir þér?

Tómas, 14.9.2013 kl. 12:12

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tómas, ástralski ævintýramaðurinn er á flótta undan réttvísinni. Það gera þeir sem ekki hafa hreint mél í pokahorninu.

Birgitta Jónsdóttir var kjörin til að gæta hagsmuna landa sinna á okkar alþingi.

Mannréttinfabrot eru framin daglega um allan heim. Örþjóðin Íslendingar fá engu um það breytt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2013 kl. 14:11

6 Smámynd: rhansen

Hvað Piratar höfðu á þing að gera sá eg ekki i kostningum og ennþá siður" NÚ "  ........

rhansen, 14.9.2013 kl. 15:12

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vont má egoflipp....

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2013 kl. 15:55

8 Smámynd: Tómas

Heimir.. Það er ekki ástæðan fyrir því að Assange vill ekki fara til Svíþjóðar. Það er gróf einföldun að halda því fram.

Er Birgitta ekki að gæta hagsmuna landa sinna? Mér sýnist hún, og samflokksmenn hennar standa sig ágætlega í að reyna að verja hagsmuni þína, og mína, á Alþingi. Það er meira en sumir aðrir þingmenn geta sagt, að mínu mati.

Þá get ég ekki tekið undir þá vanmáttartilfinningu sem þú hefur gagnvart stórveldum heimsins. Amk. vil ég ekki gefast upp og leggjast niður, bara af því ég tilheyri lítilli þjóð. Þú mátt svosem alveg gera það ef þú vilt..

Tómas, 14.9.2013 kl. 16:20

9 Smámynd: Tómas

rhansen: Þú vilt kannski bara leyfa fjórflokkinum að ráða? Veit ekki hvort þú hefur fylgst með árásum á friðhelgi einkalífsins undanfarið, en mæli með því að þú fylgist með því sem er að gerast á Alþingi um þessar mundir. Þarna koma Píratar sterkt inn.

Tómas, 14.9.2013 kl. 16:22

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tómas, þú segir fréttir þykir mér.

Hver er ástæða þess að ástralinn vill ekki fara úr skjóli sínu í London. Hann er á flótta, í einangrun.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2013 kl. 17:19

11 Smámynd: Tómas

Kannski er það óttinn við að vera framseldur til BNA? Altjént er það varla hræðsla við nauðgunarákærur. Enda er hann boðinn og búinn til þess að leyfa Svíum að yfirheyra sig, eins og ég sagði áður.

Tómas, 14.9.2013 kl. 18:39

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tómas, grunaður setur ekki skilyrði um framgang skýrslutöku. Svíar hafa margsinnis endurtekið að þeir muni ekki framselja hann.

Eru sænsku konurnar að ljúga?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2013 kl. 19:08

13 Smámynd: Tómas

Punktur nr. 3 þarna:

http://www.newstatesman.com/blogs/david-allen-green/2012/08/five-legal-myths-about-assange-extradition%20

"It would not be legally possible for Swedish government to give any guarantee about a future extradition, and nor would it have any binding effect on the Swedish legal system in the event of a future extradition request."

Ég er vitanlega enginn lögfræðingur, og veit alls ekki nóg um málið til þess að tjá mig með vissu. En ótti við framsal er ástæða þess að Assange vill ekki fara til Svíþjóðar, eftir því sem ég kemst næst. Og nei, ég er ekki að segja að sænsku konurnar séu að ljúga. En það er ekki endilega allt með felldu í þessu máli.

Tómas, 14.9.2013 kl. 19:24

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Líklega leysum við ekki vanda Assange hér á landi, frekar en önnur vandamál fólks út í hinum stóra heimi.

Maður finnir mikið til smæðar þjóðarinnar þegar ferðast er um mannmörg ríki Asíu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2013 kl. 19:52

15 Smámynd: Tómas

Talaðu fyrir sjálfan þig. Birgitta er amk. þekktari í útlöndum en allir aðrir íslenskir þingmenn, og fólk úti hlustar á það sem hún hefur að segja. Það er amk. meira en ég geri, persónulega, og líklega meira en þú gerir. Og skiptir þá litlu hversu mannmerg ríki Asíu eru :)

Tómas, 15.9.2013 kl. 04:13

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er það sem ég er að segja, Birgitta var kosin á Alþingi til að sinna málum hér á landi, en ekki nota vinnutíma sinn í áhugamál sí erlendis.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.9.2013 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband