Úlfur, úlfur

Held að almenningur sé fyrir löngu hættur að trúa dómsdagsyfirlýsingum lækna. Undanfarin misseri hafa þeir með reglubundum hætti skipulagt fjölmiðlafár vegna ástandsins á LSH og sagt að dómsdagur sé í nánd. 

Skiljanlega er ástandið bágt á sjúkrahúsum landsins þegar fólk á vart til hnífs og skeiðar, fjölmargir hafast við úti um nætur og fólk er farið að betla. Sjálfsmorð eru tíðari og mikið vonleysi ríkir um lífsafkomu. 

 


mbl.is Gæti valdið óbætanlegu tjóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Sammála þér um að vælið í hálaunuðum læknum er orðið frekar þreytandi.  Það er hellingur af mjög færum læknum í Austur Evrópu og á Filippseyjum sem væru til í að starfa hér fyrir brot af þeirri upphæð sem kollegar þeirra fá hér í laun. 

Hinsvegar er það svo varðandi allt hitt sem þú nefnir, betlið og blankheitin að núverandi ríkisstjórn hefur nú þegar gefið auðjöfrum nokkra tugi milljarða sem hefði verið hægt að brauðfæða þá verst settu með, en forgangsmál þessarar stjórnar eru því miður komin á hreint.

Óskar, 12.9.2013 kl. 10:48

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er ekki sammála þér með "gjafir" stjórnarinnar Óskar. Þú ert líklega að tala um breytingarnar á veiðigjaldinu.

Við verðum að hafa í huga að okkar sjávarútvegur á í einna harðastri samkeppni við þann norska og hann er ríkisstyrktur.

Við megum aldrei skattlegga í drep, því þá murkast allt líf úr þjónustugreinum sjávarútvegsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.9.2013 kl. 10:57

3 Smámynd: Óskar

Heimir þú hefur greinilega ekki fylgst með fréttum í síðustu viku.  Fjögur sjávarútvegsfyrirtæki græddu yfir 20 milljarða samtals eftir skatta og greiddu eigendum milljarða í arð!  Alveg eins og margbent hefur verið á þá var þetta veiðigjald sem síðasta ríkisstjórn setti á alls ekkert íþyngjandi fyrir sjávarútveginn, það fól einfaldlega í sér eðlilega rentu af auðlindinni til þjóðarinnar.  Þessi ríkisstjórn ætlar að láta svotil alllan ofurhagnað þessara fyrirtækja renna í vasa auðjöfranna sem eiga þau.

Óskar, 12.9.2013 kl. 11:28

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Óskar, breytingar voru gerðar á veiðigjaldinu þannig, að á bolfiski var það lækkað en af uppsjávarfiski var það hækkað.

Flest útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin eru almenningshlutafélög þar sem fólk hefur kosið að leggja fé í fyrirtæki í heimabyggð til að ávaxta pund sitt frekar en að leggja það í banka eða hlutafélög í verslunarrekstri svo dæmi sé u nefnd og ekki síður að styðja við atvinnufyrirtæki heima fyrir.

Það er auðvitað jafn eðlilegt að það fólk fái arð af peningunum sínum og að þú fáir vexti af þínum peningum í bankanum.

Þökk sé krónunni erum við að græða á útflutningi og ekki síður á ferðamennskunni. Hér væru fáir erlendir ferðamenn ef gengið væri hærra skráð, eða ef við værum komin með evru.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.9.2013 kl. 11:43

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Varðandi læknana, er ég hjartanlega sammála þeim um að leggja þurfi meira fé til rekstrar sjúkrahúsanna. Það sem ég er að gagnrýna er að þeir (mis)nota fjölmiðlana og hræða veikburða sálir með endalausum "úlkfur, úlfur" upphrópunum sínum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.9.2013 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband