11.9.2013 | 19:13
Reglubrjótur
Hann fær bara ekki að taka þátt í umræðum ef hann getur ekki sætt sig við reglur samfélagsins.
Hyggst ekki ávarpa samkvæmt venju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
venjubrjótur
Sleggjan og Hvellurinn, 11.9.2013 kl. 19:39
Ég myndi ávarpa þingmenn sem "lágvirtur" og "lægstvirtur" og þannig gefa til kynna hvað mér finnst um þetta pakk á Alþingi. Ef ég yrði spurður um það hvernig einkunn ég vildi gefa alþingismönnum á skalanum 0 til 10, þá myndi ég svara "mínus einn".
Austmann,félagasamtök, 11.9.2013 kl. 20:55
verðum við ekki að halda í reglur sem hafa viðgengist og snúa okkur að verkefnum sem eru ærin?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.9.2013 kl. 21:30
Kannski, en þessi hjákátlega regla eykur ekki virðingu þingmanna. Þetta eru hefðir frá fyrri öldum, þegar öllum var skylt að virða elítuna, þmt. alþingismenn, og þegar það var nánast guðsgá að móðga ráðherra. Það er kominn tími til að leggja þetta niður, eða hvernig hljómar þetta: "Hæstvirtur ráðherra er duglaus drullusokkur. Ennfremur er hæstvirtur ráðherra pólítískt viðrini."
Þingmann fá ekki endurheimt virðingu sem Alþingi hefur glatað, bara við það að kalla hvor annan háttvirtan og hæstvirtan. Orð skipta engu máli þegar ekkert er að baki þeirra. Það er kominn tími til að fá svolítið púður í þetta þing, sem örugglega er það drepleiðinlegasta í veröldinni. Í öðrum þingum eru þingmenn líflegir, en íslenzkir þingmenn eru eins og lifandi dauðir og það sem kemur frá ræðustólnum eru raddir úr gröfinni. Engin furða þótt fólk nenni ekki að horfa á útsendingarnar frá Alþingi, það sofnar bara. Og hrekkur svo upp þegar einhver úr salnum kallar fram í, sem gerist allt of sjaldan.
Austmann,félagasamtök, 11.9.2013 kl. 22:12
Algjör óþarfi að kalla þessa kjána annað en sínu rétta nafni. Allt annað er hlægilegur hégómi, sérstaklega í ljósi þeirra "afreka" og spillingar sem hefur viðgengst hjá þessari aumu samkundu í gegnum tíðina.
Guðmundur Pétursson, 11.9.2013 kl. 22:14
þetta eru ekki reglur "samfélagsins". þetta eru vondar venjur sem ekki eiga við í dag.
Rafn Guðmundsson, 11.9.2013 kl. 22:39
Merkilegt hvað sumt fólk eins og Guðmundur og Austman geta upphafið eigið ágæti á kostnað fólks sem við kusum til að gegna þingmennsku.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 22:58
Ég verð að segja mína skoðun: Við völdum þetta fólk sjálfviljug og mér finnst ótrúlegt að lesa það sem sumir skrifa. Ég vil halda í hefðir og reglur. Ég valdi fólk á Alþingi eins og meirihluti Íslendinga. Reynið aðeins að hugsa kjósendur góðir! Þetta fólk situr í umboði ykkar. Hæstvirtur eða kæri félagi. Af hverju fer svona í taugarnar á sumum svona ávarp ? ;)
Kveðja af Suðurnesjum.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.9.2013 kl. 23:06
Ég er aldeilis ekki að upphefja sjálfan mig, H.T.B. Og það er ekki bara ég heldur urmull af fólki sem hafði þegar óbeit á spilltu lifibrauðspólítíkusunum á Alþingi og embættismannaklíkunni löngu löngu fyrir hrun, þegar ormagryfjan opnaðist fyrir alvöru.
Athugaðu að bankahrunið var ekki einungis útrásarþjófunum að kenna, heldur einnig vinum þeirra, alþingismönnunum og embættismönnunum sem létu svikin viðgangast.
Austmann,félagasamtök, 11.9.2013 kl. 23:16
Sigurbjörg, ég valdi engan sem situr á Alþingi. Enginn alþingismaður situr í mínu umboði. Samvizka mín er hrein.
Í síðustu alþingiskosningum kaus ég flokk, sem komst ekki inn á þing. Mér datt ekki í hug að kjósa spillta fimmflokkinn.
Austmann,félagasamtök, 11.9.2013 kl. 23:20
Stundum velti ég fyrir mér ... til hvers að reyna að betrumbæta umræðuna hjá þessum moggabloggurum. Til hvers?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 23:24
"Stundum velti ég fyrir mér ... til hvers að reyna að betrumbæta umræðuna hjá þessum moggabloggurum. Til hvers?"
Jæja, H.T., hver er núna að upphefja sjálfan sig, ef ekki þú? svona hroki eins og er í þér getur ekki breitt yfir rökþrot þitt. Það sem þú ættir frekar að gera er að færa rök fyrir því hvers vegna þér finnst þessi þingmenn svo ágætir. En þú leggur kannski ekki í það?
Austmann,félagasamtök, 11.9.2013 kl. 23:47
Ég væri t.d. alveg sammála þeirri staðhæfingu, að flokkskerfið drepi allar hugsjónir hjá nýjum þingmönnum. Hvernig væri þá að breyta kerfinu? Eða amk. reyna það?
Austmann,félagasamtök, 11.9.2013 kl. 23:49
Pétur Jóhannes Guðlaugsson hefur ágæta athugasemd um þetta mál:
"Hæstvirtur" í því samhengi sem það er notað þarna niðri á þingi hlýður að vera einhvers konar öfugmæli. Ég mæli frekar með; "Hæstvirtur drullusokkur á vegum hagsmunagæslu auðvaldsins" eða einhverju álíka þegar stjórnarþingmenn eru ávarpaðir.
Jón Páll Garðarsson, 12.9.2013 kl. 07:36
Þessi H.T.B. hefur sett inn 2 stuttar en ákaflega heimskulegar athugasemdir sem segja margt um hann sjálfan en lítið um aðra :)
Guðmundur Pétursson, 12.9.2013 kl. 07:59
Ég er svo aldeilis hissa.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.9.2013 kl. 09:46
Eg er sammála Heimi og meira en hissa ..og hvernig dettur fólki i hug að her se hægt að lifa i siðaðramanna samfelagi .og búa i sátt og samlyndi ef svona vellur ruglið uppúr fólki .'..Er um við Islendingar að tileinka okkur skrælingja hátt sem ekki ætlar að lúta að neinum lögum og reglum ??.........Erum við hafin yfir aðrar þjóðir að siðmenningu og miklu fremri i dónaskap og skrælingja hætti til að monnta okkur af ?????
rhansen, 12.9.2013 kl. 10:19
Mæltu heil R.Hansen :)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.9.2013 kl. 10:54
Það ætti bara að hafa þetta eins og í fulltrúadeildinni í BNA, frekar óformlegt.
Guðmundur Pétursson, 12.9.2013 kl. 20:41
Hefðir, ekki reglur. Og hvort tveggja þarf að endurskoða reglulega.
Jón Ragnarsson, 12.9.2013 kl. 23:45
Hallærislegt
Sigurður Þórðarson, 14.9.2013 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.