Vann til refsingar

Þarf nokkurn að undra að lögbrjótur verði sakfelldur og dæmdur til refsingar?
mbl.is Sakfelldur fyrir 20 af 22 ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ha hvers vegna heldur þú að hann hafi verið refsiverður?

Sigurður Haraldsson, 30.7.2013 kl. 18:50

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sakfelldur fyrir 20 af 22 ákærum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.7.2013 kl. 20:48

3 identicon

Sælir; Heimir síðuhafi - Sigurður fornvinur minn Þingeyingur, svo og aðrir gestir Heimis !

Heimir !

Þú ert; svona viðlíka snjáldurherma Bandarísku Heimsvaldasinn anna, og þeir Jóhannes úr Kötlum og Einar Olgeirsson voru, í þágu Sovézku Heimsvaldasinnanna, forðum.

Í dag; trónir Bandaríska glæpaveldið hátt - í gamla daga var það Lenín- Stalínski viðbjóðurinn, sem féll loks 1991. Mig hlakkar til; fyrir þeirra hönd, þá Bandaríkjamenn ná að höndla manneskjulegra stjórnarfar, en þeir búa nú við, undir ódámnum Obama; ykkur, að segja.

Ég hugði þig; stærri í sniðum en þetta, Heimir minn !!!

Með Falangista kveðjum; þó - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 21:14

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða lög braut hann? Beinar tilvitnanir og tengla takk.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2013 kl. 22:05

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vertu ekki svona barnalegur Guðmundur, hann var dæmdur eftir bandarískum lögum og hér á landi eru fáir sem sérhæfa sig í þeim.  En samkvæmt alþjóðlegum stöðlum eru þjófnaður og njósnir GLÆPIR það þarf væntanlega ENGA TENGLA því til staðfestingar.................

Jóhann Elíasson, 30.7.2013 kl. 23:29

6 identicon

Sælir; á ný !

Jóhann Stýrimaður !

Oftlega; hefir mér þókt þú skynsamur vera, í orðræðu ýmissi - en heldur, þykir mér nú stungin tólgin, hyggist þú verja sjónarmið Heimis síðuhafa og annarra svipaðra, fornvinur góður.

Og; fyrirspurn vinar míns, Guðmundar Ásgeirssonar, á fyllilega rétt á sér, Jóhann minn.

Bandaríki samtímans; - eru nákvæmlega sami óhugnaðurinn, og gamla Sovét kerfið reyndist vera, fyrr meir, í austrinu, piltar.

Á öllu öðru átti ég von; en, að þú verðir Bush-Obama hrylling inn, og þeirra ''lög'' - eins og þeir Kötlu Jóhannes og Einar Olgeirss., vörðu Lenín-Stalín skrattana, Jóhann Stýrimaður !!!

Með; ekkert síðri kveðjum - en hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 23:39

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Drengir, viðurkennið þið ekki staðreyndir?

Maðurinn braut bandarísk lög. Punktur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.7.2013 kl. 04:04

8 identicon

Rosa Parks braut líka lög þegar hún neitaði að setjast aftast í strætó af þeirri ástæðu einni að hún var svart.. Fleiri sem hafa brotið lög til að berjast fyrir því sem hefur svona í seinni tíð verið talið jákvætt frekar en hitt er fólk eins og:

Gandhi

Martin Luther King

Václav Havel

Dalai Lama

Lech Wałęsa

Nelson Mandela

Susan B. Anthony (dirfðist til þess að kjósa áður en konum var leyft það)

Þessi listi gæti verið miklu lengri..

Alveg merkilegt að þurfa að hafa þetta hægri öfga röfl frá fólki sem stendur í alvöru í þeirri firrtu trú að það sé að taka réttan málsstað í þessu máli og öðrum í sama dúr..

Manning upplýsti heiminn um stríðsglæpi þar sem saklausir borgarar voru sprengdir í loft upp og upplýsingar um þær síðan faldar fyrir umheiminum

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 08:31

9 identicon

"All that is necessary for the triumph of evil is that good men do nothing." (Edmund Burke)

Hafðu þetta í huga Heimir, og þú skalt ekki velkjast í neinum vafa um það með hvorri hliðinni í þessu máli sagan verður hliðholl í framtíðinni.

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 08:32

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Bjarni, eg hafði ríka samúð með ungu konunni sem var gómuð i gær fyrir of hraðan akstur. Öll skilyrði voru góð og þessir 15 km sem voru yfir hámarkshraða virtust ekki koma að sök, en lögreglukonan sagði að það skipti ekki máli, lög og reglur væru til fyrir almannaheill.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.7.2013 kl. 09:34

11 identicon

Finnst þér þetta í alvöru vera samanburðarhæft?

En auðvitað hefur þú rétt á þinni skoðun, gerðu það samt fyrir okkur hin að sleppa þessu "lög eru lög" bulli..

Bandamenn sjálfir með Bandaríkin í broddi fylkingar sendu eigin dómara og eigin saksóknara til Þýskalands eftir seinna stríð og dæmdu þar þýska dómara í áratuga fangelsi fyrir að dæma samkvæmt þýskum lögum á stríðstímum..

Hræsni þeirra sem stjórna þessu ríki er hreinlega yfirþyrmandi

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 09:40

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Bjarni, það er erfitt að ræða afþvíbara rök

Manning gerði sannarlega gott með sumum lögbrotum sínum en ca. 649998 þeirra voru honum og þjóðinni til vansa.

Hann vissi að um lögbrot var að ræða, en lét undan hvöt sinni til að öðlast frægð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.7.2013 kl. 09:55

13 identicon

Árið 1947 fór hópur bandarískra dómara og saksóknara til borgarinnar Nuremberg í Þýskalandi. Verkefni þeirra var að sækja til saka þýska dómara og lögmenn sem þóttu hafa unnið sér það til sakar að hafa starfað eftir ósanngjörnum þýskum lögum. 10 af þeim 16 sem sóttir voru til saka voru sakfelldir. Var það niðurstaða dómsins að þeir hefðu ekki átt að fylgja lögum ríkis síns heldur hefðu þeir átt að taka afstöðu gegn lögum landsins, settum af stjórnvöldum Þýskalands á þeim tíma, það hefði jú verið það "rétta" í stöðunni. Fengu þeir dóma frá 5 árum til ævilangrar vistar í fangelsi.

Meðal hinna dæmdu voru sumir af virtustu lagaspekingum þýskalands, menn sem unnu eftir þeirri reglu að það væri þeirra verk að framfylgja settum lögum en ekki að semja lögin sjálfir. Eftir því sem á leið varð þeim þó ljóst hvað var að gerast, frekar en að segja upp starfi sínu ákvaðu þeir flestir (mismikið þó), að reyna eftir fremsta megni að takmarka þann skaða sem lög landsins voru að valda saklausu fólki.

Eins og ég sagði ofar þá voru þeir flestir dæmdir sekir um brot gegn mannkyni..

Mér finnst þetta áhugavert í ljósi þeirra mála sem hafa komið upp nýlega, mál Mannings og síðan Edward Snowden - þar eru menn brutu lög og upplýstu heiminn um brot gegn mannkyni - fyrir það hafa þeir verið stimplaðir glæpamenn, þeir brutu jú lög landsins síns með uppljóstrunum sínum og fyrir það eiga þeir að fá að dúsa í fangelsi - helst þar til þeir geispa golunni..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 10:12

14 identicon

Komið þið sælir; sem fyrr !

Heimir síðuhafi !

Kanntu ekki; betri andsvör til okkar hinna, en það aumlega, sem frá þér kom, í athugasemd nr. 7, virkilega ?

Með sömu kveðjum; sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 12:31

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Óskar Helgi málefnalegurr sem fyrr.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.7.2013 kl. 13:56

16 identicon

Sælir; enn !

Heimir !

Já; sannarlega reyni ég að vera málefnalegur, í umræðu alls konar, þó þér þykir kannski örðugt, að kyngja þeim staðreyndum, sem ég hefi lagt hér fram að ofan, hjá þér.

Mér sýnist; sem þú verðir að kljást við þann vanda, á eigin spýtur Heimir minn - og muni jafnvel ágætlega til takast, leggi þú þig fram við það, án þess að vera bitur út í mig, sem aðra, sem bendum þér á, hið augljósa, síðuhafi góður.

Sögulegum sannleika; snúum við ekkert í höndum okkar, þó við stundum vildum, Heimir minn.

Ekkert síðri kveðjur; en aðrar - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 14:03

17 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég óska þér velfarnaðar Óskar Helgi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.7.2013 kl. 17:09

18 identicon

Sælir; sem fyrr - og áður !

Sömuleiðis; Heimir minn.

Hinar sömu kveðjur; og aðrar fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 17:20

19 identicon

Þú færð nú engin sérstök verðlaun fyrir það hvernig færir rök fyrir þínu máli hér Heimir, sem er ekki skrýtið - enda málstaðurinn ekki sterkur... Það er ekki góðs viti þegar menn eru komnir á öndverðan skoðun við velflest mannréttindasamtök veraldar

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 19:36

20 identicon

Svo er það frekar absúrd að ætla halda því fram að Manning hafi gert það sem hann gerði til að öðlast frægð. Frægð sem hann fær að "njóta" bak við lás og slá það sem eftir er ævinnar, en það er allt týnt til greinilega. Farðu samt varlega í að gera athugasemdir við málefnalegheit annarra - þetta með steinana og glerhúsið manstu

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 19:39

21 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Var Heimir að skrifa eitthvað annað en staðreyndir? Hann var ekki að skrifa um hvað honum finndist persónulega? Hann sagði að maðurinn hefði brotið Bandarísk lög. Maðurinn gerði það. Ég persónulega veit ekki hvort þau lög standast fyrir æðri dómstólum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 31.7.2013 kl. 19:54

22 identicon

Hann var að segja eitthvað sem allir vita, enda er það ekkert sérstaklega til umræðu hvort hann braut lög eða ekki...

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 21:09

23 identicon

Fyrirsögn þessa pistils Sigurbjörg er fullyrðing þess efnis að maðurinn hafi unnið sér til refsingar.

Því eru margir ekki sammála, enda hlýtur það að vera einhverjum vafa orpið hvort menn geti unnið sér til refsingar með því að greina frá mannréttindabrotum og morðum á saklausu fólki, bara vegna þess að það var öflugt þjóðríki sem stóð að baki brotunum og morðunum..

Það er engin "staðreynd" máli pistlahöfunds til stuðning að maðurinn hafi brotið Bandarísk lög, um þann hluta málsins er enginn vafa og/eða einhverjar rökræður um. Málið snýst um það hvort breytni eins og sú sem Manning viðhafði geti í samfélagi siðaðra manna valdið því að fyrir það geti menn goldið með lífi sínu eða frelsi.

Heimir hefur engin rök fært fyrir því hér að þannig eigi það bara að vera

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 21:20

24 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Bjarni, lögbrjótum er refsað. Einfalt mál.

Þó þú vildir helst að lög nái ekki yfir gjörðir Mannings, er það þitt einkamál.

Staðreynd er að hann braut Bandarísk lög og vann til refsingar.

Hvort hann gerði einhverjum gagn með brotum sínum er bara allt annað mál.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.7.2013 kl. 21:30

25 identicon

Ef þetta væri svona einfalt Heimir, þá væri þetta mál ekki til umræðu

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 21:33

26 identicon

Svo mátt þú gjarnan útskýra það fyrir mér hvernig Bandaríkjamenn gátu fyrir hálfri öld dæmt þjóðverja í ævilöng fangelsi fyrir að fylgja lögum síns ríkis, en síðan núna snúið því við og dæmt menn í fangelsi fyrir að brjóta eigin lög í þágu mannréttinda og myrtra saklausra borgara.

Þangað til þú getur svarað því sómasamlega hefur þú ekki fært ein einustu rök fyrir þinni skoðun hér sem mark er á takandi

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 21:39

27 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég ékki ekki málavöxtu í þessu þyska dæmi, end legg ég mig ekki fram um að verja bandaríska dómstóla Þeir hafa hinsvegar lög til að nota þegar á þarf að halda og menn eru taldir hafa farið á svig við laganna bókstaf.

Bandarískir dómstólar hafa komist að raun um að Manning er sekur í 20 ákæruatriðum af tuttugu og tveimur, og ákvarða honum refsingu eftir anda laganna sem þjóðfélag byggir á.

Við dustuðum rykið af Landsdómi með ærnum tilkostnaði. Hátt var reitt til höggs og ákærði var sýknaður af öllum sakargiftum. Að vísu fékk hann áminningu, refsilausa fyrir að færa ekki alla fundi á krístíma til bókar.

Hvernig hefði okkar réttarkerfi tekið á sjálfstæðismanni sem hefði brugðist trúnaði vinstristjórnarinnar og lekið hundruðum þúsunda trúnaðarskjala til Fréttablaðsins?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.7.2013 kl. 22:20

28 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

þekki...

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.7.2013 kl. 22:20

29 Smámynd: Kommentarinn

Maðurinn er auðvitað lögbrjótur. Það má hinsvegar gagnrýna þessi lög og þessi stefna USA stangast á við fyrri yfirlýsingar þeirra eins og Jón Bjarni bendir á.

Declared at Nuremberg in 1945:

"Individuals have international duties which transcend the national obligations of obedience. Therefore individual citizens have the duty to violate domestic laws to prevent crimes against peace and humanity from occurring."

Það var semsagt siðferðisleg skylda Manning að brjóta þessi lög.

Kommentarinn, 31.7.2013 kl. 22:21

30 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst alveg rétt af okkur friðelskandi þjóðinni að gagnrýna lög, siði og venjur annarra þjóða, en við breytum engu þótt við tökum hanskann upp fyrir sakamenn sem við veljum af handahófi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.8.2013 kl. 07:17

31 identicon

Það má vel vera Heimir, en titill þessa pistils þíns er sá að Manning hafi unnið sér til refsingar, sökum þess að hann braut bandaríks lög.

Eins og ég tel mig hafa bent á með Nuremberg dæminu og svo athugasemd 29 hérna, þar sem vitnað er í dómstól bandamanna eftir seinna stríð er ljóst að hér hafa Bandaríkin gerst sek um tvískinnung - þetta mál er ekki svo einfalt að hægt sé að afgreiða það með því að þar sem Manning hafi brotið lög þá eigi hann að eyða ævinni í fangelsi.

Viljum við ekki að menn upplýsi heiminn um glæpi gegn mannkyni?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 08:13

32 Smámynd: Kommentarinn

Það er ekki verið að velja sakamann af handahófi til að taka upp hanskann fyrir.

Það er verið að taka upp hanskann fyrir mann sem gerði lýðræðinu stóran greiða með því að upplýsa kjósendur um myrkraverk stjórnvalda. Lýðræði virkar ekki án upplýsingar. Okkur sem þykir vænt um lýðræði ber skylda að heiðra svona menn.

Kommentarinn, 1.8.2013 kl. 09:36

33 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Al Capone gerði þjóð sinni greiða á bannárunum með því að útvega áfengi. Cpone naut stuðnings fjölmargra löggæslumanna sem og almennings, en dómstólar fóru að lögum sem ekki gerðu ráð fyrir framtaki hans.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.8.2013 kl. 20:26

34 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Upplýsti Manning heiminn um glæpi gegn mannkyni Jón Bjarni? Er verið að líkja réttarfari í Bandaríkjunum núna við réttarfar Þriðja ríkisins? Það eru ekki sannfærandi rök.

Mér sýnist stuðningsmenn Snowden/Manning/WikiLeaks helstir vera meðal Græningja í Þýskalandi auk stjórnmálamanna í Suður-Ameríku og svo auðvitað Pútíns. Gleymum svo ekki gervallri íslensku stjórnarandstöðunni sem stóð að þingsályktunartillögunni um að veita Snowden hæli. Um hvaða sameiginlegu hugmyndafræðilegu öxla hverfast þessir aðilar?

Um samtökin Wikileaks er mörgum spurningum enn ósvarað. T.d. hvaðan þau fá peningana? Hver gætir upplýsinganna fyrir þau og er tryggilega staðið að því að þær og aðeins þær réttu birtist eða berist til þeirra sem þær eiga að sjá? Hverjir hafa aðgang að þeim upplýsingum sem ekki hafa verið birtar?

Er óbirtum upplýsingum eytt og ef ekki hvernig er staðið að vistun og innra eftirliti með þeim? Má dirfast að spyrja þeirrar spurningar opinberlega hvort að hugsast geti að á bakvið stórgróða samtakanna liggi sala á upplýsingum, þ.e. handvöldum óbirtum upplýsingum til sérvaldra aðila?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.8.2013 kl. 22:44

35 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki er ég viss um að þeir kæri sig um að svara þessum spurningum ( nema þá fyrir fúlgur fjár ) :

"Er óbirtum upplýsingum eytt og ef ekki hvernig er staðið að vistun og innra eftirliti með þeim? Má dirfast að spyrja þeirrar spurningar opinberlega hvort að hugsast geti að á bakvið stórgróða samtakanna liggi sala á upplýsingum, þ.e. handvöldum óbirtum upplýsingum til sérvaldra aðila?"

Þakka þér Ragnar fyrir gott innlegg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.8.2013 kl. 05:51

36 identicon

Ragnar ... Svarið er já, meðal þess sem Manning upplýsti um voru þyrluárásir úr lofti þar sem saklaust fólk var myrt, það mál var síðan þaggað niður og falið ofan í skúffu. Það var sú skúffa sem Manning gramsaði í og upplýsti heiminn um innihald.. Ofan í þessari skúffu voru upplýsingar um fleiri myrkraverk þar sem saklaust fólk lést án þess að nokkur tæki ábyrgð á því.

Eru margföld morð á saklausu fólki ekki glæpir gegn mannkyni?

Wikileaks er síðan fjármagnað með frjálsum framlögum almennings að langmestu leyti - eitthvað sem einföld google leit hefði getað sagt þér - en það er kannski erfitt að standa í svoleiðis þegar búið er að taka óupplýsta ákvörðun og við hana skal standa sama hvað tautar og raular

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 09:59

37 identicon

Og svona afþví að Ragnar talar um réttarfar Bandaríkjanna - eru mörg vestræn ríki sem þú getur talið upp þar sem pyntingar eru lögleg leið til yfirheyrslu - önnur en bandaríkin. Það liggur ljóst fyrir og er meira að segja viðurkennt af bandarískum yfirvöldum að Bradley Manning hefur þurft að þola pyntingar síðan hann var tekinn höndum..

Ég persónulega ætla ekki að bera mikla virðingu fyrir réttarfari ríkis sem stundar slík vinnubrögð

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 10:02

38 identicon

Og svona að lokum, þá er lesskilningi þínum eitthvað ábótavant ef þú heldur að ég hafi verið að líkja réttarfari Bandaríkjanna við réttarfar þriðja ríkisins.

Samanburðurinn snerist um að benda á það að skv. dómstóli sem bandaríkin sjálf stóðu að þá er það skylda borgara að upplýsa um og standa í vegi fyrir glæpum gegn saklausu fólki. Það var niðurstaða Nuremeberg málsins. Á grundvelli þess voru lögmenn og dómarar sem unnu sér það til sakar að virða lög eigin fullvalda ríkis dæmdir í fangelsi. Því skal samt haldið til haga að það var ekkert að réttarfari þýskalands á tímum seinna stríðs, þar voru starfhæfir dómstólar og í sætum dómara sátu löglærðir menn með áratuga reynslu. Það voru einfaldlega oft ósanngjörn lög sem þeir þurftu að dæma eftir.

Það er mjög auðveldlega hægt færa mál manna eins og Snowden og Manning yfir á þessa sögulegu staðreynd.. Það er ljóst að Bandaríkin hafa brotið alþjóðleg lög, þeir hafa vanvirt samninga um mannréttindi og þau hafa hylmt yfir með mönnum sem hafa myrt saklaust fólk - um þessa glæpi og margt annað ólöglegt upplýstu Manning og Snowden - þetta eru staðreyndir sem liggja ljósar fyrir. Bandaríkin HAFA haft rangt við, það er óumdeilt. Fyrir að upplýsa um slík brot á nú að senda þessa tvo menn í fangelsi, helst það sem eftir er ævi þeirra.

Það er einfaldlega stórfurðulegt að fólk sem hefur aðgang að öllum upplýsingum um þessi mál hér heima á Íslandi geti samþykkt það að þessir menn eigi skilið að vera sviptir mannhelgi sinni það sem eftir er þeirra ævi fyrir að upplýsa um slíkt.

Sagan mun dæma, og sá dómur verður þeim í vil, ef hann er það ekki nú þegar

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 10:12

39 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Jón Bjarni.

Ekki ætla ég að mæla lögleysu bót en bendi á í þessu sambandi að herréttarkerfin eru til þess að taka á svona málum. Ef bandarískir hermenn eru hættir að treysta sínu eigin herréttarkerfi þá er það auðvitað vandamál út af fyrir sig en fólk almennt og ekki síst hermenn ættu að koma umkvörtunarefnum sínum á framfæri eftir þeim löglegu leiðum sem þeim standa til boða í sínu starfi, og þær leiðir eru eflaust margar. Ein lögleysa verður ekki afsökuð með annarri. Ef ég sé mann keyra yfir á rauðu ljósi á 160 á ég þá að keyra á 110 á næstu löggustöð eða hugsanlega elta hann á sama hraða og veifa flaggi út um gluggann til að vara fólk við?

Ég verð að viðurkenna að ég deili ekki staðfastri trú þinni á að Wikileaks sé fjármagnað eingöngu með framlögum almennings. Trúirðu því t.d. að Equador skjóti skjólshúsi yfir Assange af góðmennskunni einni saman? Hefur sú spurning ekki vaknað hvort verið geti að þeir sjái sér hag í því að fá að "kíkja í pakkann" hjá honum og hann verðlauni þeim með handvöldum óbirtum upplýsingum sem koma bæði Equador og hugsanlega öðrum Suður-Ameríkuríkjum vel? Equador gæti sem best hagnast á sölu handvalinna upplýsinga frá góðum manni og góð viðskipti hafa þá eiginleika að allir græða ekki satt?

Eða geturðu útskýrt af hverju þessi meintu mannvinasamtök ganga ekki fram fyrir skjöldu og opna bókhald sitt eins og Píratar hér á Íslandi vilja að íslenska ríkið geri og opinberi allar greiðslur sem eru yfir einhverri lágarksupphæð?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.8.2013 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband