Váleg tíðindi

Verði þetta tölurnar sem uppúr kjörkössunum koma er næsta víst að önnur vinstristjórn lítur dagsins ljós á þessari öld.

Þvílík ógn og skelfing fyrir landsmenn að Samfylking og Vg verði aftur leidd til stjórnarborðsins og það af framsóknarmaddömunni.


mbl.is Framsókn fengi 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þetta nú vera ansarlegt komment hjá þér. Framsókn er miðjuflokkur, ekki vinstriflokkur. Þá hef ég litla trú á því að samfylkinginn verði kosinn aftur. Þótt að sjallanir missi fylgi þá missa þeir ekki það mikið að þeir fái færri atkvæði heldur samfó. Framsókn og Sjallar verða saman næst.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 07:09

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Heimir það eru margir sem velta þessu fyrir sér og sjá það sama koma áfram ef Framsókn verður yfir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.4.2013 kl. 08:25

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mér skilst að Fréttatíminn sé með fróðlegt viðtal við "tilvonandi Forsætisráðherra„ Las útdrátt úr því og óóóó..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.4.2013 kl. 09:07

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það eru skrítnir tímar sem við upplifum núna! Kannski ekki merkilegt. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu eftir stjórn tærrar vinstri stjórnar sem ég t.d trúði á :( Ég held ekki að fólk líti á Framsókn sem vinstri flokk endilega. En loforðin um leiðréttingu lána endurspeglar í þessum könnunum hvað skórinn kreppir fast á því sviði hjá mörgum. Las á mbl.is í morgun að tæpur helmingur fjölskyldna nær ekki endum saman!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.4.2013 kl. 10:51

5 Smámynd: Sigurður Helgason

Það eru svona komment sem fælir fólk frá :).................

Sigurður Helgason, 5.4.2013 kl. 11:22

6 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er aveg rétt að ef þetta gengur eftir og þó að kjörfylgið eftir nokkrar vikur verði eitthvað nær "venjulegum" úrslitum þá getur varla farið hjá því að Framsókn kemur til með að vinna stórsigur. Þá liggur beinast við að þeir leiði stjórn með einhverjum af vinstri flokkunum. Samfylking verður leiðitöm ef xB leyfir þeim að halda áfram að opna pakka og loka þeim aftur í Brüssel. "Samningaviðræðurnar" þar hafa staðið mest allt þetta kjörtímabil og enn er ekki farið að ræða neitt svo að næstu 4 ár breyta líklega engu nema því að allt kostar þetta skattfé sem þarf að draga undan blóðugum nöglum alþýðunnar, en hverjum er ekki sama um það. Ef Samfylking B (BF) nær mönnum á þing fylgja þeir annað hvort með sem sérstakur flokkur eða verður sameinaður Sf.

Skúli Víkingsson, 5.4.2013 kl. 11:53

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Framsókn ber fulla ábyrgð á núverandi stjórn.

Lofar núna miklum afslætti af skuldum fólks, en skýrir ekki hver á að borga.

Á ég að borga fyrir offjártfestingar fólks og óráðsíu?

Í árinu eru enn 365 dagar. Ef Framsókn lofar 80% logni um land allt mun vindur aðeins hreyfast í 73 daga á ári. Þessi pæling er jafn fáránleg og loforð Framsóknarflokksins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.4.2013 kl. 20:49

8 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég held líka að hókus pókus Framsóknarmanna sé eins og brögð töframanns. En Heimir, það eru alls ekki eingöngu þeir í vandræðum sem hafa offjárfest. Venjulegt fólk sem hefur fengið venjuleg íslensk lán fyrir 60% húsnæðis á nú minna en ekkert í því. Ég held að tillögur Sjálfstæðismanna séu nokkuð raunhæfar og fari allavega áleiðis til leiðréttingar. Svo skil ég ekki af hverju engin kemur með tillögur um að taka úr sambandi ónauðsynlegar vörutegundir eins og áfengi og tóbak við vísitöluna og hægja þannig á verðbólgunni. Hvar liggur það ákvörðunarvald um hvaða vörur eru teknar inn? Og ekki eru launin tengd síðan 1990-91 þegar þjóðarsáttin var gerð.

Kveðja úr Heiðarbæ á þessum flotta laugardegi :)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.4.2013 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband