13.2.2013 | 05:24
Vann skemmdarverk á gagnasafni Bandaríkjastjórnar
Birgitta Jónsdóttir var ekki fyrr kosin á Alþingi Íslendinga, en hún hóf að vinna með Wikileaks sem hefur sérhæft sig í þjófnaði á skjölum. Stolt hefur hún greint frá sinni þátttöku í að koma ránsfengnum undan og vekja athygli á honum.
Að vera handtekin í Bandaríkjunum 5. apríl n.k. kæmi sér sérstaklega vel fyrir hana, því þá er stutt í kosningar á Íslandi og hún fylgir ræningjaflokki að málum um þessar mundir sem er nær fylgislaus,
Birgitta getur ekki státað sig af verkum sínu á Alþingi í kosningabaráttunni því þau eru engin þessi fjögur ár sem almenningur hefur alið önn fyrir henni með þingfararkaupi og fríðindum.
Birgitta neitar að lifa í ótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Wikileaks sem hefur sérhæft sig í þjófnaði á skjölum
Gerirðu þér grein fyrir því að það væri hægt að sakfella þig fyrir meiðyrði, bara vegna þessara níu orða?
Stolt hefur hún greint frá sinni þátttöku í að koma ránsfengnum undan
Þessi ellefu orð líka. Nefndu eitt skjal sem Wikileaks hefur stolið, eins og þú ert að bera fram sakir um.
Tækir þú því vel ef skrifað væri um þig að ósekju á opinberum vettvangi að þú væri þjófur eða hjálpaðir þjófum að koma meintum ránsfeng undan?
Ömurleg og lágkúruleg níðskrif sem þessi eru sjálfum þér til háborinnar skammar. Svona haga fullorðnir sér ekki. Ég á sjálfur þrjú börn, og þau kunna talsvert betur en þetta að umgangast netið og náungann.
P.S. Færðu kikk út úr því að verja málstað norður-amerízkra morðingja og stríðsglæpamanna? Segir margt um innri mann ef svo er. Þú ættir kannski að kíkja í heimsókn og smakka vatnsbrettið mitt í svona kortér.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2013 kl. 11:57
Ert þú ekkert sérlega fylgjandi því að stríðsglæpir og aðrir glæpir séu afhjúpaðir Heimir?
Georg P Sveinbjörnsson, 13.2.2013 kl. 11:59
Heimir tekur Birgittu ekki sérstaklega fyrir í orðaskrifum sínum heldur heimfærir verknaðinn yfir á samtökin sem hún tilheyrir.
Því er fátt sem hægt er að sækja þarna, nema Wikileaks vilji fara í mál.
Einnig er þarna um að ræða skjöl sem að tilheyra einum, en eru tekin ófrjálsri hendi af öðrum og yfir þann verknað er einungis til eitt orð.
Ég hef annars enga sérstaka skoðun á verknaðinum, Wikileaks eða Birgittu en rétt skal vera rétt :)
Ellert Júlíusson, 13.2.2013 kl. 12:30
Einkennileg kaldhæðni hjá Heimi um samskipti Birgittu við bandarísk yfirvöld.
Við skulum athuga að þetta eru sömu aðilar og koma í veg fyrir að leyniskjöl um skattamál Halldórs Laxness um miðja síðustu öld verði opinberuð.
Kannski gæti Wikileaks haft uppi á þessum skjölum?
Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2013 kl. 12:41
"Einnig er þarna um að ræða skjöl sem að tilheyra einum, en eru tekin ófrjálsri hendi af öðrum og yfir þann verknað er einungis til eitt orð." - Stundum er nauðsynlegt að brjóta lög til að afhjúpa stærri glæpi (og striðsglæpi) sem er verið að reyna að fela og hylma yfir Ellert, held að fáir myndu t.d kalla Daniel Ellsberg eða Karen Silkwood þjófa í dag bema með óbragð í munni.
Hér er listi yfir nokkra af mögnuðustu uppljóstrurum sögunnar, mikið þarfaverk hafa þeir unnið og eru vonandi ekki tegund í útrýmingarhættu.. http://www.toptenz.net/top-10-whistle-blowers.php
Georg P Sveinbjörnsson, 13.2.2013 kl. 13:02
Þegar verið er að drepa saklausa borgara í hrönnum þá er neyðarrétturinn í fullu gildi þegar kemur að því hvaða aðferðum er beitt við að upplýsa um það og reyna að stöðva.
Alveg eins og það er leyfilegt að fara yfir á rauðu ljósi, ef það er gert til þess að bjarga mannslífi.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2013 kl. 13:28
Guðmundur, var skjalalekinn löggerningur?
Hvaða vatnsbretti ertu að tala um?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.2.2013 kl. 14:49
Annars var ég einkum að gagnrýna að Birgitta helgar sig einkamálum sínum í stað þess að vinna þjóð sinni gagn eins og hún lofaði kjósendum sínum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.2.2013 kl. 14:53
Sýndarmennska að mínu mati. Þingmenn okkar eiga fyrst og fremst að starfa fyrir land og þjóð. Þjóðin og þingið ákveður síðan hverju hún ver til alþjóðamála
Gunnar Borgþór Sigfússon, 13.2.2013 kl. 20:58
Birgitta hefur staðið sig vel á þingi, hún hefur verið pólitískri sannfæringu sinni samkvæm og það er alveg óþarfi að leggja steina í götu hennar. Hvers vegna ekki að snúa sér fremur að bröskurunum sem skildu allt í rúst?
Já jafnvel Alþingi Íslendinga hefur fulltrúa braskaranna sem nú gera það gott og hugsa aðeins um að skara betur að sinni köku!
Það hefur því miður alltaf þótt þægilegra að skíta út þá sem minna mega sín og síst eiga það skilið en skilja brennuvargana og braskliðana eftir óáreitta.
Guðjón Sigþór Jensson, 13.2.2013 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.