Herbalife í Bakú?

Yfirlýsing frá Herbalife vegna fréttar DV, 21.05.12.

Herbalife mótmælir því harðlega hvernig DV tengir vörumerki fyrirtækisins, og þar með allar vörur þess, við lifrarskaða í frétt 21. maí síðastliðin. Umfjöllunin jafnast á við það að segja að allar vörur merktar stórri verslunarkeðju valdi húðofnæmi en augljóslega væri um svo margar og ólíkar vörutegundir að ræða að slík tenging væri algjörlega óviðeigandi.

Herbalife er ekki ein vörutegund heldur samnefnari hundruða vörutegunda. Þessar vörur eru matvæli en ekki lyf. Það er fordæmalaust að birta óljósar upplýsingar um vísindalegar rannsóknir sem ekki er lokið, án þess að vísa til ákveðinna vörutegunda eða innihalds þeirra sem mögulega er talið varhugavert. Þá er óásættanlegt að meint ný rannsókn sé kynnt og með áhrifaríkum hætti dregnar ályktanir í fyrirsögnum áður en nokkrar skýrar niðurstöður, sem vísa til ákveðinna vörurtegunda, eru fyrir hendi.

Engin efni sem vitað er til að valdi lifrarskaða hafa fundist í okkar vörum. Ekki hefur heldur verið sýnt fram á ótvírætt orsakasamband á milli vörutegunda sem framleiddar eru af fyrirtækinu eða innihalds þeirra og lifrarsjúkdóma. Frá árinu 2005, þegar vörumerkið var fyrst tengt við lifrarskaða, hafa ríkistjórnir í 26 löndum um allan heim látið rannsaka málið og komist að þeirri niðurstöðu að engar aðgerðir væru réttlætanlegar gegn Herbalife vörum. Nú síðast, 31 desember 2010, lauk Heilbrigðiseftirlit Finnlands (Evira) við áralanga rannsókn sem meðal annars varðaði vörur Herbalife og niðurstaðan var sú að vörurnar uppfylltu allar kröfur eftirlitsins. Heilbrigðiseftirlitið gaf í skyn að Herbalife hafi „unnið með viðeigandi hætti” og „af einurð” að því „að sýna fram á að fyrirtækinu sé alvarlega umhugað um matvælaöryggi.”

Rannsóknin sem Einar Björnsson læknir segir að sé í vinnslu virðist ganga út frá þeirri tilgátu að „extract” úr grænu tei kunni að orsaka lifrarskaða. Við þetta má gera þrjár athugasemdir: 1) höfundarnir nefna eingöngu vörumerkið Herbalife jafnvel þótt fjölmargar vörur og vörumerki, sem finna má í hillum matvöruverslana, innihaldi þetta efni í mun meiri mæli. Hvers vegna er ekki minnst á neina aðra vörutegund? 2) 95% af Herbalife vörum sem seldar eru á Íslandi innihalda ekki “extract” úr grænu tei. 3) Það er óviðeigandi að birta ósannaða tilgátu sem getur skaðað vörumerki. Slíkt er ekki aðeins óviðeigandi, heldur má líta á það sem vísvitandi tilraun til þess að skaða vörumerki okkar.

Herbalife leggur ríka áherslu á fullt gagnsæi í allri starfsemi sinni enda er það í anda góðrar vörustjórnunar og neytendaöryggis. Við höfum í gegnum tíðina gert margar tilraunir til þess að ná sambandi við Einar Björnsson til þess að skilja áhyggjur hans og til að aðstoða við skoðun á umræddum tilfellum. Þetta er liður í viðamiklu vörueftirliti fyrirtækisins (Adverse Event Reporting process).

Þrátt fyrir beiðni okkar hefur Einar aldrei deilt með okkur upplýsingum um ný tilfelli. Við eigum erfitt með að skilja hvers vegna fagmaður hafnar slíku boði um samstarf og opið upplýsingaflæði en ræðst þess í stað á vörumerki okkar í fjölmiðlum. Ítrekaðar tilraunir til samstarfs við Einar undanfarna daga hafa ekki borið árangur.

Þrátt fyrir að Einar hafi, hingað til, neitað að ræða við okkur eða deila þeim upplýsingum sem liggja til grundvallar þessari ókláruðu rannsókn, þá er vert að hafa í huga að rannsóknin byggir eingöngu á 10 tilfellum af meintum tilfellum af „einhvers konar ofnæmisviðbrögðum,” undanfarin 13 ár, jafnvel þótt þúsundir Íslendinga hafi notað Herbalife vörur á þessu tímabili.Til þess að setja þetta í samhengi mætti segja að á hverjum tímapunkti gætu um það bil 3.500 Íslendingar haft ofnæmi fyrir jarðhnetum og allt að 10.000 manns munu hafa ofnæmi fyrir sjávarafurðum.

Vörur Herbalife eru fyllilega öruggar til neyslu í samræmi við lýsingar á umbúðum. Það hefur ítrekað sýnt sig að Herbalife er ábyrgðarfullt fyrirtæki sem setur hagsmuni viðskiptavina sinna ávallt í forgang.


mbl.is Gleðin tók öll völd í Bakú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Már

Hvaða bull er þetta

Þetta er bara léleg auglýsing fyrir herbalife

Friðrik Már , 23.5.2012 kl. 22:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eru virtir vísindamenn Herbalife að bulla?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.5.2012 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband