Heilbrigðiseftirlitð enn einu sinni með derring

Fyrir mörgum árum, reyndar þegar Ölgerðin var byrjuð að selja málmmengað salt til matvælaframleiðslu og nota það sjálf var kaupmaður í vesturbæ Reykjavíkur að selja signa loðnu að hætti Asíubúa. Loðnan sú var verkuð fyrir norðan og þótti hið mesta lostæti. Um var að ræða tilraunaframleiðslu og tilraunamarkaðssetningu og því ekki lagt í mikinn kostnað við umbúði. Þær voru samt hreinar, handhægar og þægilegar fyrir neytandann sem sá glöggt hvað var í þeim og utan á stóð hvert innihaldið var. Heilbrigðiseftirlitið sá ástæðu til að banna frekari sölu vegna skorts á innihaldslýsingu. Kaupmaðurinn hafði aldrei sé innihaldlýsingu á ýsu eða þorski og ekki nærri alltaf tilgreint í búðum um hvaða fisk var að ræða.

Hann stóð ekki í stappi við yfirvaldið því það innheimti stórfé fyrir hverja heimsókn og eins gott að bjóða ekki frekari vitjunum heim.

Í þrettán ár hefur sama stofnun haft eftirlit með Ölgerð Egils Skallagrímssonar og aldrei gert athugasemd við iðnaðarsaltið þeirra, né allra þeira fyrirtækja sem notuðu/nota saltið til matvælaframleiðslu.

Það ber í þessu samhengi að benda á að iðnaðarsaltið er rækilega merkt sem slíkt á umbúðum svo útilokað er að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hafi ekki séð það. 

Það er greinilegt að starfsmenn eftirlitsins hafa betri tök á kaupmanninum á horninu en þeim stóru.

Litlir karlar þar innan veggja. 


mbl.is Skipulagt verði sameiginlegt eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já greinilega ekki stórir karlar!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.1.2012 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband