14.1.2012 | 13:50
Sinn er siður í landi hverju
Hér á landi komast hjólreiðarmenn upp með að þverbrjóta allar umferðarreglur. Löggæslumenn aðhafast ekki þó þótt brotin séu framin við nefið á þeim. Um það geta ótal margir borið vitni um. Í Reykjavík er engu líkara að engar séu umferðarreglurnar fyrir hjólreiðamenn að fara eftir. Þarna er þegnum gróflega mismunað eftir fjölda hjóla sem undir þeim eru.
Venja danska hjólreiðamenn við hærri sektir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér að margir hjólreiðamenn haga sér eins og bavíanar í umferðinni, eru ljóslausir í dökkum fötum, fara yfir á rauðu ljósi og komast upp með það en það eru bara ekki þeir bílstjórar eru ekkert betri, verð oft var við að þeir keyra yfir á rauðu ljósi, tala í síma á miðri akrein og halda öllum á eftir sér, stoppa ekki við gangbrautir þegar gangandi vegfarendur þurfa að komast yfir, keyra hratt yfir bílaplön hjá stórmörkuðum og virða ekki hámarkshraða í húsagötum þar sem von er á börnum að leika sér.
Það er ekki af neinni ástæðu að það sé hvereggi í heiminum eins margar hraðahindranir eins og hér í Reykjavík.
Það er eins og þessi rólynda og friðsama þjóð skrúfist öll upp ef hún sest inn í farartæki af einhverri sort.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 14:37
Varla væri Danir að hækka sektir vegna umferaðlagabrota hjólreiðamanna ef þeir væru almennt að fara eftir umferðareglunum. Þetta eru því væntanlega viðrbrögð stjórnvalda í Danmörku við því hversu illa hjólreiðamenn fara eftir umferðalögunum. Kanski er því ekki svo mikill munur á dönskum og íslenskum hjólreiðamönnum eftir allt saman. Kannski er siðurinn mjög líkur í hvoru landi þegar betur er að gáð.
Sigurður M Grétarsson, 14.1.2012 kl. 15:00
Sigurður, þú veist betur, það er himinn og haf á milli framkomu hjólreiðarfólks í þessum löndum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.1.2012 kl. 20:06
Spurning hvort það hefur eitthvað með löghlýðni að gera eða hvort himinháar sektir í Danmörku séu skýringin. Allavega bendir þessi hækkun sekta til þess að hjólreiðamenn í Danmörku séu ekki svo löghlýðnir. Hækkun sekta er yfirleitt merki um að yfirvöld telji að ekki sé nægjanlega vel farið eftir þeim lögum sem sektarákvæðin beinast að.
Ætli það sé meiri munur á framkomu hjólreiðamanna á Íslandi og í Danmörku en er á framkomu ökumanna í þessum tveimur löndum?
Sigurður M Grétarsson, 15.1.2012 kl. 07:31
Ég þekki hvort tveggja og mér finnst himinn og haf á framkomunni. Eftirlit með hjólreiðarfólki hér á landi er ekkert.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.1.2012 kl. 09:41
Það er líka lítið eftirlit með bílaumferð hér á landi enda tala menn í síma eins og þeim sýnist óáreittir, sleppa að gefa stefnuljós, stöðva á miðjum gangbrautum við umferðaljós þannig að sá gangandi þarf að taka krók út á götuna til að komast yfir, stöðva bíla upp á gangstéttum og jafnvel í stæði fyrir fatlaða þó svo þeir séu í fínu formi, þetta er bara lítið brot af framkomu ökumanna hér á landi og þeir komast upp með þetta.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.