Sæði vannýtt auðlind.

Ég tók eftir frétt um daginn þar sem sagt var frá að mig minnir enskum rakara eða öllu heldur hárskurðarmeistara, sem hefur hafið framleiðslu á hárnæringu úr nautasæði.

Sæði er ákaflega próteinríkt og þess vegna tilvalið til næringar alls vaxtar.
Þar sem nautasæði er ekki öllum innan seilingar leiðir það hugann að nærtækara sæði sem körlum (líka konum) er ákaflega handhægt og oft á tíðum handbært.

Er ekki komin auðveld leið til tekjuöflunar í stað virkjana og álvera að þjóðin leggist í sæðissöfnun með það að markmiði að gera úr verðmætar útflutningsafurðir.
Einhvernveginn hugnast mér sú hugmynd betur, en að stunda fjallagrasatínslu og sölvatekju þótt það séu örugglega arðbærar atvinnugreinar.
Ég sé fyrir mér samhent hjón nú eða hjónaleysi stunda þessa iðju ekki bara í tómstundum sínum heldur sem alvöru atvinnu. Karlinn yrði þá stríðalinn á skyri og kjöti, ostum og fiski enda próteinrík fæða og eftir að hafa legið á meltunnni kæmi húsfreyjan og mjólkaði karlinn ef þannig má að orði komast.
Aðilar þyrftu að sjálfsögðu að vera ekki bara samhentir heldur öllu heldur samfættir.

Ýmis afleidd störf gætu svo hlotist af, svo sem sæðissmalar, sem kæmu á frystibílum og söfnuðu t.d. einu sinni í viku
og oftar ef mörg karldýr eru á heimili, kæmu afurðinni í úrvinnslustöðvar víðsvegar um landið, sem síðan svokallaðir bryndlar (betra orð en brundtæknir) ynnu hin margvíslegustu afurðir úr.

Lengra fer ég ekki með hugmyndina að sinni því viðskiptahugmynd er fædd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband