Endurreisum Byrgið.

Við sjáum það sem ökum mikið um götur borgarinnar að útigangsfólkinu fjölgar hratt aftur eftir lokun Byrgisins.
Á og í nágrenni Hlemms sést fólkið aftur, drukkið og /eða dópað. Á Hlemmi þarf ekki að vera lengi til að sjá dópsölur fara fram.
Ætli veltan á Hlemmi og í nágrenni í dópsölunni sé meiri en hjá spilakassabúlunni við Hlemm?

Þeir Jón Arnar Einarsson og Guðmundur Jónsson fyrrverandi forystumenn Byrgisins þekkja orðið alltof vel til þessara mála til að ásættanlegt sé að kraftar þeirra séu ekki nýttir.

Það má veita þeim meiri aðstoð en þeir fengu og á Félagsmálaráðuneytið með Magnús Stefánsson í forsvari að ganga fram fyrir skjöldu og viðurkenna allt það jákvæða og góða sem þeir hafa gert samborgurum sínum.

Við verðum að horfast í augu við það að öfundarmenn þeirra eru margir í þessum geira og dópsalarnir sáu hagsmuni sína í að koma höggi á Guðmund Jónsson sem er og verður Byrgið.

Almenningur virðist frekar taka mark á særðum ástkonum en viðreistum fyllibyttum, ásamt þeim Ólafi Ólafssyni fyrrverandi landlækni og Magnúsi Skúlasyni geðlækni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband