Þegnréttur

Ólafur R Grímsson sakaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um alvarleg embættisafglöp.  Jóhanna hyggst nú ræða við forsetann um hin meintu afglöp fyrir luktum dyrum. Ég sem þegn hér í landi vil að þessi mál verði rædd opinskátt og af hreinskilni, því þau varða þjóðarhag en eru ekki einkamál Jóhönnu Sigurðardóttur.
mbl.is Gagnrýnir forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er sammála þér Heimir. Þetta er orðið opinbert og það er ekki Forsetinn sem hefur eitthvað að fela...

Það er komin tími til að Ríkissjórn Jóhönnu Sigurðardóttir svari opinberlega fyrir þennan stuðning sinn við Breta og Hollendinga í að vilja skuldsetja okkur Íslendinga ólöglega upp fyrir haus...

Svari fyrir hvað bjó að baki kosningarloforðsins um að það væri ekki okkar Íslendinga að borga óreiðuskuldir annarra eins og Icesave...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.9.2011 kl. 19:06

2 identicon

Af hverju talar þá Ólafur alltaf á ensku þegar hann gagnrýnir íslensk stjórnvöld?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 19:23

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Er það ekki vegna þess að hann er spurður á ensku Stefán af erlendum fyrirspyrjendum...

Ég man ekki eftir því að hann hafi svarað Íslenskum fyrirspyrjendum á ensku...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.9.2011 kl. 19:31

4 identicon

Af hverju notar hann erlenda fjölmiðla til að koma höggi á ríkisstjórnina?

Er það landráð að skammast í ríkisstjórnina erlendis?  

Það væri frábært ef hann myndi bögga ríkisstjórnina á Íslandi en ekki aðeins þegar hann er að tala við útlendinga.

Hann er að grafa undan ríkinu með aðstoð erlendra aðila. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 19:34

5 Smámynd: Óskar

Þetta forsetaidjót opnar varla kjaftinn án þess að stórskaða þjóðina.  Maðurinn er hreinræktað fífl, lygari og lýðskrumari.  Það væri betra að hafa Ástþór jólasvein á Bessastöðu en þetta idjót.

Óskar, 9.9.2011 kl. 19:35

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Af hverju vakna þessar spurningar hjá erlendum spyrjendum væri líka hægt að spyrja sig Stefán...

Hvernig er hann að grafa undan Ríkinu, hann er bara að segja það sem gerðist og Þjóðin horfði á og upplifði. Ekkert annað...

Ríkisstjórnin byrjaði sjálf að grafa sér sína eigin gröf þegar hún stakk Þjóðina í bakið með því að krefjast þess að þjóðin tæki þessa óreiðuskuld annara á sig til greiðslu þrátt fyrir gefin kosningarloforð um annað...

Þrátt fyrir að þjóðinni bæri ekki skylda til...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.9.2011 kl. 19:42

7 identicon

Ingibjörg:  Eigum við ekki að láta dómstóla ákveða hvort ríkinu er skylt að greiða þetta eða ekki.

Þegar þjóðarleiðtogar eru erlendis, þá gagnrýna þeir ekki eigin þjóð.  Ég þekki ekki til þess nokkurn tíma til þess að það hafi verið gert.  Hann má gjarnan gagnrýna ríkisstjórnina á Íslandi, en það er óþarfi að gera það í erlendum fjölmiðlum.  Honum er jú frjálst að gera það sem hann vill, en í erlendum fjölmiðlum er hann forseti Íslands og talar fyrir hönd íslenska ríkisins.  Þannig skilst það og því er hann í viðtali í fjölmiðlum erlendis. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 19:47

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Aumingja Óskar mikið áttu bágt með að þola ekki forsetan og um leið vera undir flokksræðinu. Forsetinn fer með rétt mál og það skiptir ekki máli á hvaða tungumáli hann segir það vegna þess að hann hefur rétt fyrir sér!

Sigurður Haraldsson, 9.9.2011 kl. 19:54

9 Smámynd: Umrenningur

@ Stefán Júlíusson. Þessi ummæli Forseta Íslensku þjóðarinnar um afrek ríkisstjórnar eu á Íslandi voru sett fram í viðtali við ruv á Íslensku.

Umrenningur, 9.9.2011 kl. 19:54

10 Smámynd: Eirikur

Mmm............The Brits may have got it right....in one cartoon they suggest that what he meant when he was the cheer leader for the Icelandic money gangsters was " If you think I am a bit of an idiot now..... You ain´t seen nothing yet...............Oh dear !  

Eirikur , 9.9.2011 kl. 19:58

11 identicon

Umrenningur,  Var þetta ekki gagnrýni í erlendum fjölmiðlum?  Ég hef aðeins heyrt hann gagnrýna á ensku.  Það á hann ekki að gera.  Hann má gagnrýna á RÚV fyrir mér.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 20:01

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stefán, heldurðu því sem sagt fram að virtar erlendar fréttastofur á borð við Bloomberg og Financial Times láti nota sig? Ef svo er þá er ágætt að það komi fram...

En þetta sem þú veltir upp æpir auðvitað á næstu spurningu: Hvers vegna eru íslenskir fjölmiðlar ekki að spyrja þessara sömu verðugu spurninga?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.9.2011 kl. 20:08

13 identicon

Guðmundur,  já það er önnur spurning.

Það er ekki spurning um að láta nota sig.  Þjóðhöfðingi gagnrýnir venjulega ekki heimaland sitt í erlendum fjölmiðlum.  Það er bara þannig. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 20:13

14 Smámynd: Umrenningur

Umrenningur, 9.9.2011 kl. 20:18

15 identicon

Umrenningur, Óli bara flottur;)  Jú, hann var góður þarna.  Þetta á hann að gera.  Ég sá aðeins viðtalið þar sem hann gagnrýndi íslensk stjórnvöld erlendis.

Ég studdi og styð Icesave, en hann á rétt á því að gagnrýna íslensk stjórnvöld á Íslandi.  Hann má gera sem mest af því og þá er það ekki til að gera lítið úr honum.  Ég studdi hann lengi vel og var dyggur aðdáandi.  Núna verð ég víst að hafa aðra aðdáendur eins og Christian Wulff og Angelu Merkel 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 20:27

16 Smámynd: Umrenningur

@ Stefán. Enginn er fullkominn en þú á alla mína samúð

Umrenningur, 9.9.2011 kl. 20:31

17 identicon

Þakka þér fyrir umrenningur. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 20:39

18 identicon

Ég ætlaði ekki senda síðust athugasemd alveg án skýringa.  ég átti við þetta hérna:

http://www.cnbc.com/id/44393165

Fyrirsögning er: "Iceland says it was "bullied" over bank debt.  Vegna þess að forsetinn sagði það í erlendum fjölmiðlum.

Það finnst mér ekki nógu gott af honum.  Hann á að halda sig við Rúv.

Góða helgi, óska ég ykkur öllum. 

 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 20:44

19 Smámynd: Rauða Ljónið

Jóhanna er löngu búinn gleyma eða vill ekki minnast á það hvað hún rómaði ummælt forsetans þegar hann synjaði fjölmiðlalagafrumvarpinu.
En nú er öldinn hatrið skín í gegna vegna þess að hann synjaði Icesavefrumvarpinu og vildi virkja líðræðið það má ekki nú,  og Gadaffi-einkennið Jóhönnu skin í gegn.
Hún vill ekki þjóðaratkvæðargreiðslur sem hún boðaði ef það hentar henni illa sem sýnir hennar innstu hugar þel sem er Jóhönnu einræði.

Rauða Ljónið, 9.9.2011 kl. 20:45

20 identicon

Rauða ljónið.  Ekki líkja saman Jóhönnu og fjöldamorðingja.  Þú gerir lítið úr verkum fjöldamorðingja.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 20:47

21 Smámynd: Rauða Ljónið

Stefán það var ekki áætlunin en einræðis tilburðinir eru til staðar hjá Jóhönnu og það makk sem hún viðhafði við myndun þessara ríkisstjórnar þar sem línurnar voru lagðar á lokuðum fundum hjá SF að þeir skyldu ráða för í stjórnini.
Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 9.9.2011 kl. 20:51

22 identicon

Sigurjón,  þakka þér fyrir að gefa upp nafnið þitt.  Ég er ekki Samfylkingarmaður eða VG maður.  Ég er að hluta sáttur við ríkisstjórnina.  Ég er svo vitlaus að hafa búið erlendis í 14 ár og hef aðra innsýn en margir Íslendingar því núna er ég heilaþveginn af útlendingum og ESB hugsjónum.

Mér finnst alltaf leiðinlegt að lesa fréttir frá Geir H. og Ólafi í útlöndum.  Þeir geta haft rétt fyrir sér, en þeir eiga að fjalla um þessi mál heima fyrir.  Sérstaklega frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar í íslenska stjórnkerfinu.

Ég er alltaf spurður hvað sé um að vera þegar vinstri höndin gerir þetta og svo forsetinn sem er fúll.  Hvort það sé stjórnleysi á Íslandi.  

jæja,  athugasemdin komin út í bull;) 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 20:57

23 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Var að lesa innsögin hérna og mér finnst það ekki skipta máli hvort Forsetinn setji sínar skoðanir fram á íslensku eða ensku.

Á meðan hann segir sannleikann þá er allt í lagi. 

(það er betra að segja sannleikann við 800.000.000 manns heldur en  fara í kringum hann við 300.000 manns eins og Ríkisstjórn vor gerir)

Honum ber nauðsyn að upplýsa fjöldann í Evrópu.

Ég hefði haldið að Jóhanna ætti að vera ánægð með ummæli forsetans, þar sem hún er að stefna í faðminn á fjöldanum með þjóð sína.

Ekki held ég, að Jóhanna ætli að sitja á skvikráðum  og villa á sér sýn við fjöldann, þegar hún sækir hart að þeim, til að samþykkja sína þjóð með þeim útvöldu, ásamt því að njóta griða þeirra fyrir regluverki sem þeir hafa skapað fyrir alla.

Á ekki allt að vera uppi á borðinu?

Þess vegna vil ég þakka ÓRG. fyrir hans framgöngu og stuðla að því að sannleikurinn liggi fyrir um aðgerið og hugarfar Ríksistjórns vorrar.

Eggert Guðmundsson, 9.9.2011 kl. 21:59

24 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sannleikurinn gerir mann frjálsan.

Eggert Guðmundsson, 9.9.2011 kl. 22:01

25 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég get séð fyrir mér fundinn og síðan fréttatilkynninguna frá Ólafi til RUV. (sýnin er ekki prent hæf)

Eggert Guðmundsson, 9.9.2011 kl. 22:06

26 identicon

Eggert, eigum við ekki að tala við þann sem við setjum út á?

Ekki förum við í erlenda fjölmiðla til að tala um það sem við erum ósammála um?

Eru það ekki landráð að fá erlenda aðila á okkar band til þess að knésetja núverandi ríkisstjórn?

Það tala margir um landráð í dag.  Ekki vil ég segja að Óli gamli sé að gera það.  En innanlands pólitík er það og hann á að gagnrýna stjórnina á Íslandi en ekki erlendis.

Ég myndi óska mér það ef innlendir stjórnmálamenn færu að ræða meira saman og það á íslensku og einnig í þingsölum.

Var að hlusta á stjórnarfrumvarp í dag.  Það var frábært hvað þeir sögðu þessir stjórnarþingmnenn. Jú frumvarpið er frábært.  Þeir voru eins og tryggingasölumenn.  Það voru engin rök, nema að það væri frábært.  

Það þarft virkilega að bæta umræða á Alþingi og utan þess á Íslandi, en ekki fara til útlanda.  plís 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 22:07

27 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Stefán. Ertu að tala um Jóhönnu?

Innslagið mitt er að reyna að koma á framfæri sannleikanum. 

Það skiptir ekki máli hver segir hann- eða er það?-  Er ekki rétt af okkur íslendingum að segja ESB hverjir við erum og við hverja þeir eru í samningaviðræðum við.

Er réttlætanlegt að ljúga að þjóð sinni? - Hvað hefur Jóhanna gert? (ég held gimlingnum frá) annað en að segja ekki sannleikann!

Ég skil síðuhöfund mjög vel , þegar hann segir " Ég sem þegn hér í landi vil að þessi mál verði rædd opinskátt og af hreinskilni, því þau varða þjóðarhag en eru ekki einkamál Jóhönnu Sigurðardóttur."

Var ÓRG ekki að tala opinskátt við hagsmunaaðila eða ekki- er Jóhanna ekki að reyna að komast í "kúbbinn" þeirra, með öllum tiltækum ráðum!  

Hvað veist þú um Jóhönnu sem aðrir vita ekki?

Hvers vegna er hún ekki fegin að fá umræðu um sín hugðarefni, þ.e. að sameinast þeim útvöldu.   Ólafur gaf henni tækifæri með sannleika sínum, - stórt tækifæri, sem ég ætla innilega að vona að hún taki. 

Nei. 

Hún ætlar ekki að segja neitt við sína þjóð, en ætlar að halda  fund með Forseta  og svo hvað?

Veist þú það Stefán, eða rennur þér  eitthvað í grun um viðbröðgð hennar eftir fundinn?

(sammála að öðru leiti með vinnubrögð á alþingi, en hver er verkstjórinn þar?) 

Eggert Guðmundsson, 9.9.2011 kl. 22:48

28 identicon

Eggert, það er ekkert að því sem þú segir.  En eigum við ekki að hafa pólitíkina hérlendis?

Það vilja allir heyra hvað mönnum finnst erlendis og þá sérstaklega hvað pólitíkusum finnst.

Það er gaman að því.  Ég nenni ekki lengur í skýra þetta út fyrir útlendinugum.  Forsetinn er valdalaus gæi eða nærri því.  Við kusum jú 2svar vegna hans.

Hann stendur sig vel, en á innanlandsvetvangi en ekki erlendis.

Ég held að allir í ríkinu forðist hvern annan of því velja sér sumir erlenda fjölmiðla. Það finnst mér ekki gott af þeim. Þeir eiga að vera kjarnyrðir eins og linkurinn af Óla bar af sér.   Mér finnst ekki gott þegar hann fer í erlenda fjölmiðla.

Það er eins og að leita sér að fulltrúum erlendis fyrir stuðningi innanlands og eins og ESB andstæðingar kalla það, þá eru það landráð.

Ég ætla ekki að kalla það hér. en set spurningarmerki við það að fara með íslenska pólitík til útlanda. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 23:01

29 Smámynd: Landfari

Stefán, þú segir í innslagi #7:

"Þegar þjóðarleiðtogar eru erlendis, þá gagnrýna þeir ekki eigin þjóð.  Ég þekki ekki til þess nokkurn tíma til þess að það hafi verið gert."

Ég fæ ekki séð að forsetinn hafi verið að gagnrýna eigin þjóð. Þvert á móti þá var hann að styðja sína eigin þjóð í gagnrýni á ríkisstjórnina.

Vandamálið hér er einmitt því miður að ríksitjórnin og þjóðin eru bara alls ekki samstíga. Gjáin milli þings og þjóðar er líka til staðar og fer stækkandi.

Landfari, 9.9.2011 kl. 23:41

30 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Stefán.

Ég tel rétt að þú skrifir bréf til RUV og Stöð 2 og segir þeim að sannleikurinn komi ekki fram hjá þeim, því þeir spyrji alrei neinna spurninga sem skipta máli.

Það  er ekki ofarlega hjá mér hvort þú hafir sálarró yfir spurningum sem þú þarft að svara eða skýra út fyrir "útlendingum". -eða ertu ekki útlendingur í því landi sem þú býrð nú í dag?- og því gætir þú skýrt þetta út sem samlandi þeirra- eða er það ekki?

Ég tel að forsetinn eigi að kynna sína þjóð og hugsanir hennar vítt og breytt um heiminn. Þjóð breytist ekki með hægri og vinstri sveiflum í pólitík- þjóð er uppbyggð af fólki með lífsgildi með frumkröfum til að framfleyta sér og sínum.

Þess vegna á sannleikur um Ísland að fljóta sem víðast- það á ekki að setja skorður á þann mann sem segir sannleika- sannleika sem ekki má ræða eða fjalla um í heimalandi- heimalandi sem ríkistjórn ákveður sannleikann - útávíð- þú skilur Stefán.

Það á að segja sannleikann þar sem á hann er hlustað.- Hlustaðu Stefán á gangverk ESB og heyrðu eftir sannleikanum.

Eggert Guðmundsson, 9.9.2011 kl. 23:47

31 Smámynd: Gunnar Waage

Heimir, eins og svo oft þá er ég þér svo fullkomnlega sammála. Í kvöld las ég frétt þar sem að sagt er frá að Jóhanna bjóði sig aftur fram til forystu Samfylkingarinnar.

Gott mál segi ég bara því hún gerir andstæðingum Samfylkingarinnar greiða blessuð kerlingin. Ég tek undir að ég vil þessi mál uppi á borðum.

Spurningin er nú bara hvor eigi að víkja sökum vantraustsyfirlýsingar Ólafs Ragnars, ég hallast frekar að því að stjórnin eigi að víkja. Ólafur Ragnar gerði bara ekkert annað en að segja sannleikann sem allir vita hvort eð er. Það liggja annarlegir hagsmunir að baki Icesave bröltinu í stjórnarliðum, Ólafur Ragnar mátti bara ekki segja það.

Gunnar Waage, 10.9.2011 kl. 01:48

32 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það er rétt Gunnar, forsetinn víkst ekki undan að segja sannleikann,meðan sendiboðar Jóhönnu,eins og Þórlfur Matthíasson ofl.hafa á umliðnum árum skrifað óþolandi skreitni í erlend blöð. Það er ólýsanlegur styrkur að vita af Ólafi sitja fyrir svörum í erlendum fjölmiðlum. Minnug frammistöðu hans í orðaskylmingum við (enska) fréttamenn við útfærslu 200 mílna lögsögu,það fara fáir í fötin hans.

Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2011 kl. 03:15

33 Smámynd: Gunnar Waage

Segðu Helga, það er nú heldur betur vitið í yfirlýsingum Össurar á erlendum vettvangi, maðurinn delerar. Jóhanna, tja það sem kemur út úr henni er nú eins og það er. Þórólfur er techokrat dauðans, leigupenni.

Gunnar Waage, 10.9.2011 kl. 04:41

34 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki grunaði mig að ÓRG ætti eftir að standa svo þétt með almenningi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.9.2011 kl. 12:19

35 Smámynd: Gunnar Waage

Nei það eina sem ég er ekki að skilja er þetta Kínabrölt

Gunnar Waage, 10.9.2011 kl. 13:25

36 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er mikill markaður fyrir demanta og annað skart í Kína;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.9.2011 kl. 15:07

37 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Aldeilis fjør her a bæ

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.9.2011 kl. 15:16

38 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ef komið er við kaun vaknar fólk.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.9.2011 kl. 19:27

39 Smámynd: Gunnar Waage

það verður náttúrulega að meðhöndla heilkennið

Gunnar Waage, 10.9.2011 kl. 19:50

40 Smámynd: Elle_

Forsetinn gagnrýndi ekki heimaland sitt eða þjóð erlendis, Stefán, eins og þú segir í no 7 + 13.  Hann gagnrýndi leppa evrópskra nýlenduveldu sem ætluðu að kúga þjóð hans og hann veit það.  Og vill bara þannig til að lepparnir eru í ríkisstjórn Íslands, langósvífnustu og svívirðilegustu stjórn lýðveldisins frá upphafi. 

Megi forsetinn æpa um allan heim um afglöp og níð Jóhönnustjórnarinnar.  Óþarfi að þegja um það þó hann sé forseti.  Megi hann líka leysa stjórnina upp í tætlur. 

RUV hefur verið óhugnanlega meðvirkt ICESAVE-STJÓRNINNI og SPEGILLINN verið fáránlegur og stórskaðlegur eins og hann væri herstöð Breta og Hollendinga rekin af E-sambandinu og evrópsku nýlenduveldunum gegn íslenskri þjóð.  Í sjálfu ríkisútvarpi sömu þjóðar.  Það ætti að loka RUV. 

Og einu sinni enn: Hví borgarðu kúgunina ICESAVE ekki sjálfur??

OG ÉG STEND MEÐ FORSETANUM.  LENGI LIFI HANN. 

Elle_, 10.9.2011 kl. 21:47

41 Smámynd: Elle_

Og fullmikið til ætlast að Geir ræði bara um sitt persónulega dómsmál innanlands, Stefán.  Honum finnst hann vera að sæta pólitískum ofsóknum og hefur fullt leyfi til að fara með sitt persónulega kærumál á hjara veraldar ef honum sýnist svo.  Það gera menn sem telja sig vera beittir ranglæti eða ofsóttir í heimalandinu og ættu að gera það.  Það eru mannréttindi manns.

Elle_, 10.9.2011 kl. 21:55

42 Smámynd: Elle_

Málið er bara að Jóhanna vill þagga niður í forsetanum út á við og erlendis með sinni vanalegu valdníðslu og yfirgangi.  Jóhanna vill alls ekki að heimurinn viti.  Við ættum að skrifa um valdníðslu Jóhönnu sem víðast. 

Elle_, 10.9.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband