4.7.2011 | 18:32
Í öðrum heimi
Borgarstjórn Reykjavíkur býr og dvelur í annarri veröld en þorri borgarbúa. Umferðin frá Laugavegi færist í aðrar götur, sem að mestu eru íbúagötur. Mikið ónæði er því samfara daga sem nætur.
Það þurfti ekki nema einn óánægðan borgarbúa til að Suðurgatan væri lokuð til norðurs með miklum óþægindum fyrir íbúa og starfsemi við Tjarnargötu, Ljósvallagötu, Hofsvallagötu og Túngötu.
Gersamlega óhæft fólk er komið til valda sem ráðskast með daglegt líf borgaranna að vild.
Lítið samráð haft um lokun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er rétt hjá þér, Heimir, meirihlutinn hjá borginni er kexruglaður. Að halda að bara af því að loka einhverri götu og setja blómapotta, komi "spennandi gata mannlífs, menningar og verslunar" (sic!) er heimska á háu stigi.
Þegar hluti Austurstrætis var lokaður fyrir umferð á síðustu öld, þá dó gatan strax. Síðast þegar ég man eftir lífi á Lækjartorgi, var þegar ég var strákur og allir SVR-vagnarnir héldu til þar. Göngugötur á Íslandi verða ALDREI eins og Strøget í Kaupmannahöfn, Las Ramblas í Barcelona eða öðrum göngugötum í erlendum borgum. ALDREI.
Tvær ástæður: a. ömurlegasta veðurfar í heimi og b. allt of dýr veitingahús. Þetta tvennt hefur líka gert að Íslendingar eru mikið minna á ferðinni utanhúss/utanbíls en fólk erlendis. Það hefur aldrei orðið hluti af íslenzku háttalagi (menningu). Á Íslandi er eina lausnin að byggja yfir göngusvæðin til að losna við stinningskaldann og súldina, og lækka skatt á veitingum. Þá gæti þetta þetta farið að ganga. Það þarf ekki annað en að sjá hvað mikið fleiri eru að dandalast í Kringlunni og Kolaportinu en í miðbænum.
Fólki líður ekki vel, þegar það er blautt og kalt. Að sitja við borð á göngugötu meðan allt er á fleygiferð í rokinu er ekki skemmtilegt. Ef svo að fólk hefur ráð á að drekka meira en einn kaffibolla eða eina kollu á viku, þá verður það enn betra. My 50 centavos.
Vendetta, 4.7.2011 kl. 19:19
Frábært Vendetta:)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.7.2011 kl. 20:00
Þetta er rétt hjá ykkur. Og svo fær maður kjánahroll að auki þegar borgarstjóri birtist á skjánum:(
Ein athugasemd við Vendettu-skrif:) Það er ekki ömurlegasta veður í heimi hérna..ekki alveg..en örugglega ekki römbluveður samt.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.7.2011 kl. 20:31
Engin menning sem er skv. fyrirskipun að ofan er neins virði.
Vendetta, 4.7.2011 kl. 20:58
Hvað er þetta sagðist borgarstjórinn ekki vera Geimvera? svo hvað er þá málið, hann er auðvitað að hugsa um fljúgandi geimskip sem geta lagst að hver sem er.....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2011 kl. 00:04
Borgarstjórinn er þá ekki úti að aka heldur fjarri að fljúgja.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.7.2011 kl. 09:50
Hver er borgarstjóri núna?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.7.2011 kl. 10:40
Nú skulum vð sjá hvernig fer. Í dag var gott veður og söngvarar sem kalla sig "Heima" sungu á Laugaveginum gegnt bókabúðinni sem einu sinni var Mál og Menning (ekki lengur ).
Söngvurunum tókst söngurinn þokkalega (eins konar Folk-Rock) og það skapaði góða stemmningu. En það þarf meira til ef þetta á að vera göngugata til framtíðar:
1. Amk. eina farandgrúppu til staðar allan tímann, annað hvort músíkgrúppu eða leiklistarhóp/happening. Getur verið Heima, Vinir Sjonna, Þursaflokkurinn, Spilverk þjóðanna eða erlendar grúppur frá N- og S-Ameríku, Suður-Evrópu, Bretlandi, Rússlandi eða S-Afríku.
2. Fleiri bekki/borð. Af einhverri heilalausri heimsku hefur borgin verið í herferð gegn bekkjum eins og Don Quijote (eða Don Quixote) gegn vindmyllum. Hvergi er lengur hægt að tylla sér. Þetta á líka við um verzlunarmiðstöðvar eins og Kringluna.
3. Sérstakt bjórverð fyrir þetta svæði (300 kr. kollan).
4. Yfirbyggingu, því að enginn veit hvernig veðrið verður í næstu viku.
Ef geim-skrímslið Jón Gnarr (meintur borgarstjóri) læsi þetta myndi hann eflaust segja: "Ha? Eru ekki risablómapottarnir og avant-garde listaverkið nóg? Djöfulsins heimtufrekja er þetta eiginlega!"
Vendetta, 5.7.2011 kl. 20:10
Hvurs kyns ertu Vendetta?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.7.2011 kl. 08:50
Ef ég væri kvenkyns, þá myndi ég varla nota mynd af skeggjuðu andliti. Ath. að þótt nafnið sé kvenkyns, þá þýðir ekki að ég sé það.
Vendetta, 6.7.2011 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.