5.6.2011 | 18:35
Hroki
Grétar geðlæknir Sigurbergsson vandar ekki gagnrýnendum kveðjurnar í frétt RÚV. Gunnar Smári Egilsson formaður SÁÁ fékk það óþvegið sem ekki er getið í frétt mbl.is. Mátti skilja af orðum Grétars að eitthvað væri að Gunnari Smára.
Orð geðlæknis vega þungt þegar þeir ræða um einstakar persónur og gefa greiningu um geðveiki vængi.
Gunnar Smári er að ég held einlægur í baráttu sinni gegn hverskyns fíkniefnum og hann er formaður samtaka um vanda fíkla.
Gunnar Smári á skilið að honum sé svarað af virðingu en ekki hroka sjálftökumanns launa hjá almenningi.
Tilefnislaus krossferð gegn rítalíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei Heimir
Gunnar er ekki einlægur.
Það er fullkomlega siðlaust af honum
að ráðast á annan sjúklingahóp,
af því að sá hópur fái niðurgreidd lyf.
Í samhengi við að SÁÁ hafi þurft að sæta niðurskurði.
Að líkja læknum, sem vinna samkvæmt alþjóðlega viðurkenndri læknisfræði, við snákaolíusölumenn er bara komið út fyrir allt velsæmi.
Viggó Jörgensson, 5.6.2011 kl. 19:52
Gunnar Smári hafði ekki úr háum söðli að detta fyrir.
Og ef þú heldur Heimir að Gunnar Smári muni ávinna sér virðingu
að að hann eigi hana skilið, þá þarftu, minn ljúfi, að hugsa málið betur.
Viggó Jörgensson, 5.6.2011 kl. 19:54
( Sjálftökumanns launa hjá almenningi ) Heimir, ekki grunaði mig að þú hefðir svona mikla þörf fyrir að auglýsa hversu mikið fífl þú ert.
Árni Karl Ellertsson, 5.6.2011 kl. 19:59
Kæri bloggari. Af skrifum þínum að dæma hefur þú ekki gefið þér tíma til að lesa umrædda grein Gunnars Smára. Ef þú skoðar málið betur, þá mætti það allavega vera þér morgunljóst, að Grétar Sigurbergsson svarar Gunnari Smára af mun meiri virðingu, en þeirri sem er fyrir að fara í skrifum Gunnars sjálfs.
Meiri virðingu en þetta get ég ekki séð að hann eigi skilið.
Vissulega er Gunnar formaður samtaka um vanda fíkla. Það breytir því hins vegar ekki, að honum virðist skorta alla sérþekkingu til að geta tjáð sig um þessi tilteknu mál, eða það tel ég a.m.k. vera auðséð af skrifum hans í þessari grein.
Ágúst Gíslason, 5.6.2011 kl. 20:04
Gunnar Smári er nú ekki merkilegur pappír. Gústi Gísla er það hinsvegar og ákaflega fróður um marga hluti sem enginn ætti að vita neitt um :) Það breytir því ekki að læknadóp er mikið vandamál og það er misjafn sauður í mörgu fé. Þetta er vandamál sem þarf að taka á og eðlilegast er að frumkvæðið komi frá læknum.
Guðmundur Pétursson, 5.6.2011 kl. 22:48
Versti glæpurinn sem geðlæknar, í samvinnu með lyfjaframleiðendur, framkvæma er að uppdópa börn og unglinga með sterku fíkniefnum eins og rítalíni undir því yfirskini að þau séu með athyglisbrest. Lyfjafyrirtækin stórgræða, geðlæknarnir halda ranglega að þeir hafi gert vinnu sína. Sorglegt.
Rítalín gerir börn og unglinga að eiturlyfjafíklum. Stundum veldur það dauða.
Che, 5.6.2011 kl. 23:50
(Rítalín gerir börn og unglinga að eiturlyfjafíklum) HVERSU DJÖFULLI RANGT?! Það hefur marg oft sýnt sig, að bögn og unglingar með ADHD/ADD sem ekki eru meðhöndluð með slíkum lyfjum, þau eru mun líklegri til að ánetjast og MISNOTA slík lyf síðar á lífsleiðinni.
Séu þau hins vegar meðhöndluð með þessum lyfjum, með eðlilegum hætti, af til þess bærum lækni.. Þá eru mun minni líkur á að þessi börn/unglingar leiðist út í fíkniefnaneyslu. Séu börn með umrædda sjúkdóma meðhöndluð með þessum hætti eru einnig mun meiri líkur á að þau ljúki námi á framhalds- og háskólastigi - sem væri þeim ómögulegt án lyfjanna.
Það er jafnframt afskaplega sjaldgæft, að verið sé að meðhöndla börn sem ekki hafa þessa kvilla, með umræddum lyfjum. Þessi skrif einkennast því af takmarkalausu þekkingarleysi höfunda sinna!
Ágúst Gíslason, 6.6.2011 kl. 01:45
Gunnar Smári Egilsson varð geðlæknir með sérfræðimenntun í ADHD, einungis með því að fá formanns-stöðu SÁÁ. Hann þarf alla vega ekki að borga af námslánum sérfræðimenntunar um geðheilsu og ADHD, þessi reynslulausi og ómenntaði "sérfræðingur".
Og formaður læknafélagsins þarf líklega bara að vita númerið á launareikningnum sínum, en ekki hvað hún er að tjá sig um!
Mikil er skömm vanhæfs fjölmiðla-fólks!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2011 kl. 02:07
Ég tel að þessi mál séu þannig að þau þurfi að skoða í kjölinn. Og það rækilega.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.6.2011 kl. 08:42
Ágúst, það hefur sýnt sig að vissar aðrar aðferðir án lyfja eru mun skilvirkari gegn meintum athyglisbresti. Þannig aðferðir ganga út á það að örva heilastarfsemina á sérstakan hátt. En það þýðir meiri vinnu fyrir geðlækna og það vilja þeir auðvitað forðast eins og heitan eldinn. Það er svo auðvelt að skrifa lyfseðil; því fleiri, þess fleiri utanlandsferðir í boði lyfjafyrirtækjanna. Geðlæknarnir þurfa nefnilega aldrei að axla ábyrgð á afleiðingunum, því að þær bitna allar á unglingunum, sem ánetjast rítalíninu, foreldrum þeirra og á endanum þjóðfélaginu.
Ef ein dætra minna greindist með athyglisbrest, þá myndi ég alfarið hafna eiturlyfjaleiðinni og nota aðrar leiðir. Ég ber enga virðingu fyrir íslenzkum geðlæknum sem halda að dóp sé eina leiðin og ég ber heldur enga virðingu fyrir íslenzkum barnasálfræðingum heldur, þvert á móti.
Che, 6.6.2011 kl. 09:46
"Ef ein dætra minna greindist með athyglisbrest, þá myndi ég alfarið hafna eiturlyfjaleiðinni og nota aðrar leiðir"
Þetta lýsir ágætlega því viðhorfi sem fólk hefur, lítur á þessi efni sem eiturlyf/dóp án þess að hafa neina almennilega þekkingu á þeim.
Telur þú þig þá virkilega betur til þess fallna, að ákveða hvaða meðferð væri best til þess fallin að hjálpa barninu þínu?
Ef þú gefur þér tíma til þess að rýna í rannsóknir á þessum efnum, þá mætti þér verða ljóst að þú veist ljóslega ekki alveg hvað þú ert að tala um.
Þá er ég að tala um óháðar rannsóknir, sem ekki eru á vegum hagsmunaaðila eins og lyfjafyrirtækja eða tiltekinna lækna.
Held að fólk þurfi aðeins að fara að hugsa sinn gang, en þrjóskast ekki fram í hið óendanlega við það að halda í þær skoðanir sem það hefur myndað sér.
Ágúst Gíslason, 6.6.2011 kl. 10:55
Ég vil benda ér á að ég er ekki einn um þessa skoðun. Það eru margir aðrir foreldrar, sem alfarið hafa hafnað ADD sem sjúkdómi og þá sérstaklega áralangri rítalínmeðferð. Börnum þessara foreldra hefur síðan vegnað vel með öðrum skilvirkari aðferðum, sem hafa engar hliðarverkanir.
Che, 6.6.2011 kl. 11:03
Grétar las ekki grein Gunnars Smári. Hann sagði það vera fyrir neðan sína virðingu. Grétar var rekinn úr yfirlæknisstöðu á Sogni vegna sjálftöku launa sem öllum blöskraði. Hann gerði sjálfur ekki athugasemd við brottreksturinn.
Gunnar Smári var orðljótur í grein sinni og má skammast sín fyrir.
Nú væri gaman ef einhver vill ræða á málefnalegan hátt um heimsmet okkar í ritalínsnotkun.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.6.2011 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.