Strætó á hálum ís.

Ég var að keyra strætó í tæpa níu klukkustundir í gær og til miðnættis. Ekki í frásögur færandi nema vegna éljagangsins í gærkvöld.
Vélamiðstöðin á að bregðast strax við og salta og eða ryðja göturnar svo ekki þurfi nagladekkjanna við. Samkvæmt samningi að því að mér skilst eiga þeir að byrja á strætisvagnaleiðum. Vagnarnir eru þannig skóaðir að þeir eiga að valda sem minnstri svifryksmengun.
Í gærkvöld brá svo við að við máttum aka tímunum saman án þess að saltað væri. Víða myndaðist hálka og það var ekki söltunargenginu að þakka að ekki hlutust slys af.
Okkur vagnstjórum er mikið í mun að valda ekki tjóni á lífi og limum þegar við ökum þessum stóru og þungu vögnum um götur borgarinnar. Það reynir á þegar hált er.
Í gærkvöld brugðust annars ágætir saltarar okkur illa og er nauðsynlegt að Vélamiðstöðin og Strætó bs. setjist saman yfir málin og finni út hvað aflaga fór.
Öðruvísi getum við ekki gert viðeigandi úrbætur.
mbl.is Hálkublettir á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kvitt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.2.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1033267

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband