Hallærislegt dramb

Einhvertíma var sagt að dramb væri falli næst. 

Kommarnir á Rás 2 og viðmælendur þeirra Illugi og Magnús (í þessum rituðu orðum), kenna hæstaréttardómurum um klúður framkvæmdavaldsins við stjórnlagaþingskosningarnar, þeir séu Sjálfstæðismenn og túlki því lögin að vilja Valhallar.

Er til í landinu hallærislegra lið? 


mbl.is Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

...mér datt í hug bíómynd sem heitir "Idiocrazy" og skýrir margt sem er að ske á Íslandi, enda skeður sagan í USA...

Algjör mistök að Hæstiréttur skuli hafa tekið þetta inn á sitt borð...

Óskar Arnórsson, 28.1.2011 kl. 17:28

2 Smámynd: Agla

Hversvegna eru það "mistök að Hæstiréttur skuli hafa tekið þetta inn á sitt borð..."?

Agla, 28.1.2011 kl. 18:22

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég hef alltaf talið að Hæstiréttur sé æðsta dómsvaldið. Ég hlusta ekki á rugl um stjórnmálaskoðanir dómara. Kemur það ekki bara til af því fólk kann ekki að taka dómnum (ávirðingunum)? Ég tek til mín sem kjörstjórnarmaður í Sandgerði að hafa étið upp sem sjálfsagðan hlut að hafa þessi pappahismi sem kjörklefa!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.1.2011 kl. 18:27

4 Smámynd: Agla

Gott hjá þér Sigurlaug að axla  (sam)ábyrgð  á pappakisma kjörklefunum í Sandgerði!

Megi fleiri fylgja þínu fordæmi.

Agla, 28.1.2011 kl. 19:55

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hæstiréttur á að passa Sjálfstæði sitt betur enn að þvæla um hvor veggir í kjörklefa hafi veri nógu margir centimetrar. Í þessu máli var ekkert skoðað hvor dómarar Hæstaréttar væru raunverulega  hæfir í þetta. Dómarar ráðnir pólitískt eiga ekki að fá tækifæri á að st´æyra úrslitum í kosningum.

Fólk er farið að líta á Hæstarétt eins og börn líta á fröken á leikskóla. Það fer svona mesti glansinn af embættinu verð ég bara að segja...

Óskar Arnórsson, 28.1.2011 kl. 23:59

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Óskar, það gilda lög í landinu um kosningar sem svo margt annað. Hæstarétti Íslands er gert að túlka þessi lög. Sé ekki farið að lögum ber að ógilda viðkomandi gjörning. Einfalt mál sem hvert leikskólabarn skilur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2011 kl. 13:51

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Viðbót. Alþingi setti lögin um kosningar eins og öll önnur lög og alþingismenn sem almenningur og ráðherrar þurfa að fara að lögum;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2011 kl. 13:53

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er í lögum að Hæstiréttir eigi að fjalla um málið. Það er meira að segja í lögum að það sé hægt að kæra kosningar beint til Hæstréttar. Enn það er jafnmikil vitleysa fyrir því. Það hefði verið nær að hafa eftirlitsnefnd til að taka á þessu máli.

Það þarf að breyta þessum lögum og þeir sem ættu að skilja best hvers vegna, eru þeir sem vinna í Hæstarétti. Alþingi gerir af og til tóma vitleysu og þá laga þeir það bara.

Óskar Arnórsson, 29.1.2011 kl. 13:58

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú vilt sem sagt losarabrag og teygjanleg lög og reglur ef "þín" stjórn er við völd. Ég skil vel sárindi ykkar þriðjungs þjóðar sem upplifir fúskið á eigin skinni, en reynið ekki að draga aðra niður á þetta lágkúrulega plan.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.1.2011 kl. 14:27

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hæstiréttur er ekki rétta yfirvaldið í að skera úr um kosningar. Til þess er hættan of mikil að persónuleg pólitík dómara blandist inn í málið....

Óskar Arnórsson, 29.1.2011 kl. 19:30

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú ertu alveg úti að aka Óskar, hvenær nærðu áttum?:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2011 kl. 06:28

12 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Er nokkurt yfirvald æðra Hæstarétti?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.1.2011 kl. 09:49

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei það ætti ekki að vera neitt vald æðra enn Hæstiréttur.  Enn þegar lögin eru þannig úr garði gerð að hvaða smámál úr pólitíkinni hafnar á þeirra borði, þá vita þeir ekkert hvað þeir eru að búa til fyrir framtíða kjósendur sem verða óánægðir með úrslit kosninga ...

Við skulum vona að að það uppgvötis ekki eftir næstu kosningar að kjörseðlanir séu úr of þunnum pappír eða eitthvað álíka sem krefst þá ógildingar kosninga vegna þess...

Óskar Arnórsson, 30.1.2011 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1031617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband