Er einhver glóra í þessu?

Birgitta Jónsdóttir hefur vakið athygli hjá stjórnvöldum vestan hafs. Tveir ráðherrar hafa tjáð sig um málið og segja íslensk stjórnvöld gera allt sem í þeirra valdi stendur til að veita Birgittu hjálp. Ekki verður í fljótu bragði sér að Birgitta Jónsdóttir sé hjálparþurfi.

Austur í Indlandi er ungur íslenskur drengur sem ásamt foreldrum sínum býr við knöpp kjör og fær ekki að fara heim til föðurlandsins. Sömu ráðherrar og styðja Birgittu, bíða með hendur í skauti vegna drengsins og ætlast til að einhverjir aðrir rétti honum og fjölskyldu hans hjálparhönd.

Er einhver glóra í þessu? 


mbl.is „Ég hef ekkert að fela“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú hefur greinilega misst af því Heimir að tappinn í málinu er ekki á Íslandi heldur á Indlandi. Alþingi Íslendinga gerði sérstaka samþykkt að þessi ungi drengur skyldi fá Íslenskt ríkisfang. Samkvæmt alþjóðalögum þarf að fullnægja öllum formsatriðum í báðum löndum svo það gangi í gegn, sem stendur er hindrunin í Indlandi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.1.2011 kl. 22:01

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Indverjar gera ekki athugasemdir við vegabráf drengsins og segja honum heimilt að fara úr landi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2011 kl. 00:08

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég fæ ekki skilið annað en boltinn sé hjá íslenskum ráðamönnum. Ég hlustaði á Dögg Pálsdóttir segja frá málinu. Maður finnur bara til í hjartanu með blessuðu fólkinu þara úti á Indlandi. Að ekki sé hægt að leysa svona mál er með öllu óskiljanlegt.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.1.2011 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband