Hatrið býr enn í brjósti

Ríkisstjórnin nýtur ótrúlega mikils fylgis. Skýringar á því liggja sannarlega ekki á lausu. Líkleg skýring er að hatur sumra á Sjálfstæðisflokki er svo mikið að þeir ljá ríkisstjórn brostinna vona atkvæði sitt í skoðanakönnun.

Líklegt er að álit fólks á Sjálfstæðisflokki breytist smá og smá þegar líða fer á árið og réttar upplýsingar koma fram um ástæður hrunsins.

Þá vegur þungt á vogarskálum að fréttamiðlar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eins mesta og ákafasta gerandans í hruninu styðja stjórnina í hverju sem á gengur. 

Margir eru minnugir þess að starfsmenn Jóns Ásgeirs lögðu banana á tröppur Alþingishússins við Austurvöll og vildu þar með gefa í skyn að við byggjum í bananalýðveldi

Gerist það annarsstaðar en í bananalýðveldi að mesti gerandinn í því að koma heilli þjóð á vonarvöl með því að skerða lífskjör hennar til langrar framtíðar, skul eiga og stýra stærstu fjölmiðlum lands síns?

Fjölmiðlar Jóns  Ásgeirs hatast við Sjálfstæðisflokkinn til að þóknast Samfylkingunni og Vg á meðan þeir flokkar eru við völd og það hatur endurspeglast í alltof miklum stuðningi við ríkisstjórn svikinna loforða.

 


mbl.is Ríkisstjórnin með 37% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Naut George W. Bush einhvern tímann minni stuðning? Ég held ekki, svei mér þá.

Geir Ágústsson, 2.1.2011 kl. 01:02

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það að vera sárt fyrir Jógrím að vera líkt við Gerorg tvöfaltvaff.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2011 kl. 01:34

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

p.s það hlýtur að vera...

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.1.2011 kl. 07:27

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hvenær skyldi fólk vakna?:( Það sefur fast!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.1.2011 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband