Tek ofan fyrir Kollu

Einn  er sá blaðamaður sem er mörgum öðrum til fyrirmyndar að mínu mati en það er hún Kolbrún Bergþórsdóttir. Hún hefur næmt auga fyrir hreinskilni og gagnsæi og skirrist ekki við að benda fólki á missagnir og ósamkvæmni.

Þennan pistil sá á á T24 við heimkomuna í gær: 

"Sjálfumgleði hrokans

Ekki verður hjá því komist að vitna í pistil Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu í dag. Þar fjallar hún um uppgjör Samfylkingarinnar við hrunið en Jóhanna Sigurðardóttir hefur þegar lýst því yfir að hvorki hún né flokkurinn séu "eins og íhaldið".  Kolbrún segir að sjálfsánægja ríki meðal flokksmanna og að þeir séu hrokafullir. Merkilegur dómur hjá konu sem hefur stutt Samfylkinguna.

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fjallaði um skýrslu svokallaðrar umbótanefndar flokksins. Kolbrúnar skrifar:

"Þar var fjallað um ýmsar misgjörðir Samfylkingar. Nær allar stöfuðu af því að hin áhrifagjarna Samfylking var dregin á tálar af hinum illa þenkjandi og slóttuga Sjálfstæðisflokki og tók í óráði upp vonda siði þess gjörspillta flokks. En nú hefur Samfylkingin að sögn séð að sér, enda er hún komin í nýtt og eðlilegt samband við hið rétt þenkjandi afl Vinstri-græna sem fyrirlíta fátt meir en fjármagn og gróða...

Það er merkilegt að Samfylkingin virðist ekki geta axlað ábyrgð á eigin mistökum. Í einni setningu segist hún hafa gert mistök, en í næstu setningu kemur alltaf fram að mistökin urðu vegna tilveru Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddssonar. Gríðarleg tilbreyting væri nú í því ef Samfylkingin gæti haldið eins og einn stórfund án þess að einhver úr forystunni héldi taugaveiklunarræðu um Davíð Oddsson. Ef það tekst þá hefur forysta flokksins náð umtalsverðum andlegum þroska.""



mbl.is Sótt að höfundarétti blaðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Assgoti góð bara:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.12.2010 kl. 09:59

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kolla klikkar ekki;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.12.2010 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband